21. janúar 2009
Af mótmælum og stjórnarsamstarfi...
Setti fréttir á heimasíðu Hveragerðisbæjar áður en nokkrir aðilar komu í viðtöl fyrir hádegi. Málefnin jafn misjöfn og gestirnir voru margir.
-------------------------
Fundur í Stjórnarráðinu kl. 14:30 og átti ég ekki von á öðru en að það gengi eins og ávallt. Þarna höfum við fundað nokkrum sinnum með ráðuneytismönnum, bæjarstjórar Ölfuss, Árborgar og Hveragerðis vegna jarðskjálftans. En í dag var ástandið ólíkt því sem við eigum að venjast. Lækjargatan lokuð og þegar ég komst loks að Stjórnarráðinu þá var þar múgur og margmenni og mikill æsingur í mönnum. Það var auðvitað ekki nokkur leið að komast þarna inn og eftir smátíma var hringt í okkur og látið vita að fundinum væri aflýst. Við stóðum þarna álengdar Ragnheiður, Ásta, Guðni og ég og fylgdumst með, ansi agndofa yfir því sem við sáum. Það er aldeilis ekki það sama að sjá mótmælin í sjónvarpinu eins og að fylgjast með þeim á staðnum og æsingurinn miklu meiri en maður gerir sér grein fyrir.
Þetta ástand var hægt að sjá fyrir og auðvitað átti að bregðast fyrr við. Þannig hefði kannski verið hægt að tryggja nauðsynlegan stöðugleika í samfélaginu. Ég er hrædd um að það tækifæri sé runnið okkur úr greipum!
Ég fylgdist nefnilega eins og væntanlega öll þjóðin með fréttum kvöldsins og umræðum á fundi Samfylkingarinnar í Reykjavík sem ég fékk beint í æð! Umræður á fundinum hlutu að litast af því að salurinn var fullur af mótmælendum. Hefði sjálfsagt verið skynsamlegra fyrir Samfylkinguna í þessari stöðu að halda lokaðan fund félaga en þannig hefðu þau getað rætt málin betur í sinn hóp. En allir sem til máls tóku vildu kosningar í vor, í þeim hópi var fjöldi þingmanna. Ástandið er reyndar þannig að það er greinilegt að Ingibjörg Sólrún er límið sem heldur þessu öllu saman og nú er hún því miður fjarri. Því mun væntanlega fjara hratt undan ríkisstjórnarsamstarfinu næstu daga. Kosningar í vor væntanlega í uppsiglingu og þar mun þjóðin velja sér þá fulltrúa sem hún treystir best.
Það er lýðræðið í hnotskurn.
------------
23:15
Nýjustu fréttir af fundinum er að þar var einróma samþykkt ályktun til þingmanna Samfylkingarinnar um tafarlaus stjórnarslit. Ég vona að atburðir næstu vikna verði okkur Íslendingum til gæfu. Þjóðarbúið þolir ekki fleiri áföll, það gera heldur ekki heimilin eða fyrirtækin í landinu ....
Setti fréttir á heimasíðu Hveragerðisbæjar áður en nokkrir aðilar komu í viðtöl fyrir hádegi. Málefnin jafn misjöfn og gestirnir voru margir.
-------------------------
Fundur í Stjórnarráðinu kl. 14:30 og átti ég ekki von á öðru en að það gengi eins og ávallt. Þarna höfum við fundað nokkrum sinnum með ráðuneytismönnum, bæjarstjórar Ölfuss, Árborgar og Hveragerðis vegna jarðskjálftans. En í dag var ástandið ólíkt því sem við eigum að venjast. Lækjargatan lokuð og þegar ég komst loks að Stjórnarráðinu þá var þar múgur og margmenni og mikill æsingur í mönnum. Það var auðvitað ekki nokkur leið að komast þarna inn og eftir smátíma var hringt í okkur og látið vita að fundinum væri aflýst. Við stóðum þarna álengdar Ragnheiður, Ásta, Guðni og ég og fylgdumst með, ansi agndofa yfir því sem við sáum. Það er aldeilis ekki það sama að sjá mótmælin í sjónvarpinu eins og að fylgjast með þeim á staðnum og æsingurinn miklu meiri en maður gerir sér grein fyrir.
Þetta ástand var hægt að sjá fyrir og auðvitað átti að bregðast fyrr við. Þannig hefði kannski verið hægt að tryggja nauðsynlegan stöðugleika í samfélaginu. Ég er hrædd um að það tækifæri sé runnið okkur úr greipum!
Ég fylgdist nefnilega eins og væntanlega öll þjóðin með fréttum kvöldsins og umræðum á fundi Samfylkingarinnar í Reykjavík sem ég fékk beint í æð! Umræður á fundinum hlutu að litast af því að salurinn var fullur af mótmælendum. Hefði sjálfsagt verið skynsamlegra fyrir Samfylkinguna í þessari stöðu að halda lokaðan fund félaga en þannig hefðu þau getað rætt málin betur í sinn hóp. En allir sem til máls tóku vildu kosningar í vor, í þeim hópi var fjöldi þingmanna. Ástandið er reyndar þannig að það er greinilegt að Ingibjörg Sólrún er límið sem heldur þessu öllu saman og nú er hún því miður fjarri. Því mun væntanlega fjara hratt undan ríkisstjórnarsamstarfinu næstu daga. Kosningar í vor væntanlega í uppsiglingu og þar mun þjóðin velja sér þá fulltrúa sem hún treystir best.
Það er lýðræðið í hnotskurn.
------------
23:15
Nýjustu fréttir af fundinum er að þar var einróma samþykkt ályktun til þingmanna Samfylkingarinnar um tafarlaus stjórnarslit. Ég vona að atburðir næstu vikna verði okkur Íslendingum til gæfu. Þjóðarbúið þolir ekki fleiri áföll, það gera heldur ekki heimilin eða fyrirtækin í landinu ....
Comments:
Skrifa ummæli