<$BlogRSDUrl$>

30. apríl 2008

Vefhýsing í tómu rugli...

Nú hefur slóðin www.aldis.is ekki virkað í þónokkra daga og vonlaust að ná í hýsingarfyrirtækið sem á að sinna þessum málum. Hef fulla trú á því að Ármann í TRS geti reddað hýsingu á nýjum stað þannig að þetta komi ekki fyrir aftur. Þetta er sérstaklega bagalegt þar sem ég hafði uppá síðkastið orðið trú á því að einhverjir örfáir aðrir en allra nánustu ættingjar væru farnir að lesa síðuna reglulega. Hætt við að nýfengnar vinsældir muni dala þegar ekki er hægt að komast inná síðuna ! !

En vinnuvikan litast af frídegi sem framundan er á morgun. Hef aldrei verið hrifin af þessum fimmtudagsfríum á vormánuðum sem gera ekkert annað en að slíta í sundur vinnuvikuna og rugla mann í ríminu...
Í allan dag hefur mér fundist vera föstudagur og síðan veit ég að mér á eftir að líða eins og á mánudegi á föstudaginn. Ég er greinilega mjög vanaföst manneskja og lítið fyrir breytingar eða annað það sem setur venjubundna starfsemi úr skorðum. Ég get heldur ekki lagt mig á daginn og sofnað því þegar ég vakna aftur segir líkamsklukkan mér annað tveggja, að það sé kominn nýr dagur eða þá að ég sé lasin... Út af þessu legg ég mig aldrei á daginn, óþarfi að rugla kerfið að óþörfu ;-)

En mikið held ég að það yrði þakklátt ef að sumardagurinn fyrsti yrði færður yfir á föstudag og þannig næðist samfelldari vinnuvika og lengri helgi og eins mætti breyta fríinu sem tilheyrir uppstigningardegi og færa hann líka yfir á föstudag. Alþingismenn gætu dundað sér við að ræða breytingu í þessa veru einhvern tíma þegar lítið er við að vera í þinginu...

Í dag heimsóttum ég og Ragnhildur, formaður skólanefndar, grunnskólann en tilgangur heimsóknarinnar var að skoða nýtt húsnæði mynd- og handmennta sem innréttað hefur verið í Hverakaupshúsinu við Breiðumörk. Að mínu mati hefur afar vel tekist til með innréttingu húsnæðisins en þarna er í dag aðstaða eins og best verður á kosið. Rýmið er mikið enda húsnæðið bæði stórt og rúmgott. Með tilkomu Hverakaupshússins er ekki lengur kennt á neðri hæð gamla barnaskólans en textílmenntin er ennþá kennd á efri hæð þess húss. Hvað um það verður síðan er enn óráðið en sérfræðingar hafa þá skoðun að húsið sé ekki á vetur setjandi, ástand þess sé með þeim hætti að um endurbyggingu frá grunni yrði að ræða væri reynt að koma því í ásættanlegt horf. Bæjarstjórn verður að taka tillit til þessarar staðreyndar við ákvörðun um framtíð hússins þrátt fyrir að saga þess sé um margt merkileg.

Í vikunni hefur verið fundað um skipulag á Tívolí reitnum, í starfshópi um endurskoðun á samþykktum bæjarins, almenningssamgöngur á milli Árborgarsvæðisins og Reykjavíkur, endurskoðun á samstarfssamningi Hveragerðis og Ölfuss, almenningssamgöngur milli Ölfuss, Árborgar og höfuðborgarsvæðisins, um almannavarnir á svæðinu og um ótal margt fleira.

Í gær var bæjarstjórnarfundur þar sem ársreikningur fyrir árið 2007 var lagður fram til fyrri umræðu. Í stuttu máli þá kemur árið afar vel út en hagnaður ársins var rúmar 103 milljónir króna. Í máli endurskoðanda kom fram að niðurstaða ársins væri sú besta síðan hann kom að endurskoðun bæjarins og hljótum við öll að geta glaðst yfir því og ekki síst því góða samræmi sem var á milli fjárhagsáætlunar og endanlegrar niðurstöðu. Forstöðumenn og aðrir starfsmenn bæjarins eiga heiðurinn af góðri niðurstöðu enda er ekki hægt að reka bæjarfélagið nema um góða samvinnu allra aðila sé að ræða. Meira um reikninginn síðar...



Í næstu viku hefst átakið "Hjólað í vinnuna" í tilefni af því set ég hér inn myndir sem teknar voru um síðustu helgi, en á þeim má sjá þá sem þetta skrifar og
Albert Hólmstein Norðdal Valdimarsson fá far á harla óvenjulegu heimasmíðuðu farartæki sem sést hefur á götum bæjarins undanfarna daga....

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

  • Um Aldísi ...
  • Ræður og greinar ...
  • Aftur á forsíðu...
  • Tenglar
  • Mjúkhýsi í Hveragerði ?
  • Síða Sjálfstæðisflokksins
  • Sjálfstæðismenn í Hveragerði
  • Sjálfstæðiskonur
  • Sjálfstæðismenn í Suður.
  • Gagnagátt Sambandsins
  • Besti ísinn!
  • Morgunblaðið á netinu
  • Vísir.is
  • DFS - Fréttasíða Dagskrárinnar
  • Fleiri Sunnlenskar fréttir
  • Mælingar á loftgæðum í Hveragerði
  • Hveragerði
  • Heimasíður fyrirtækja í Hveragerði
  • Grunnskólinn í­ Hveragerði
  • Íþróttafélagið Hamar
  • Veðurspá fyrir Hveragerði
  • Fjölbrautaskóli Suðurlands
  • Gagnasöfn Hvar.is
  • Besti bloggarinn ! ! !
  • Vefbanki Valla...
  • SASS
  • Myndir Bjössa á Bláfelli
  • Nátturan.is
  • Orðaþýðingar - frábær síða
  • Færð og veður á SV-landi
  • Leitarvélin
  • Sí­maskráin
  • Ýmsar myndir
  • Myndasíða
  • Úr reisubókinni
  • Flórída janúar 2017
  • Litháen, Armenia og Karabakh 2015
  • Serbí­a og Svartfjallaland 2005
  • Istanbul í­ Tyrklandi 2005
  • Búkarest í Rúmení­u 2006
  • Ítalía 2007
  • Svartfjallaland 2008
  • Danmörk 2010
  • Heimsreisa Laufeyjar og Elvars 2011-2012
  • Hefur þú skoðun?
  • Hafðu samband!
    Eldri færslur
  • 1.1.2004 - 1.2.2004
  • 1.2.2004 - 1.3.2004
  • 1.3.2004 - 1.4.2004
  • 1.5.2004 - 1.6.2004
  • 1.6.2004 - 1.7.2004
  • 1.7.2004 - 1.8.2004
  • 1.8.2004 - 1.9.2004
  • 1.9.2004 - 1.10.2004
  • 1.10.2004 - 1.11.2004
  • 1.11.2004 - 1.12.2004
  • 1.12.2004 - 1.1.2005
  • 1.1.2005 - 1.2.2005
  • 1.3.2005 - 1.4.2005
  • 1.4.2005 - 1.5.2005
  • 1.5.2005 - 1.6.2005
  • 1.6.2005 - 1.7.2005
  • 1.7.2005 - 1.8.2005
  • 1.8.2005 - 1.9.2005
  • 1.9.2005 - 1.10.2005
  • 1.10.2005 - 1.11.2005
  • 1.11.2005 - 1.12.2005
  • 1.12.2005 - 1.1.2006
  • 1.1.2006 - 1.2.2006
  • 1.2.2006 - 1.3.2006
  • 1.3.2006 - 1.4.2006
  • 1.4.2006 - 1.5.2006
  • 1.5.2006 - 1.6.2006
  • 1.6.2006 - 1.7.2006
  • 1.7.2006 - 1.8.2006
  • 1.8.2006 - 1.9.2006
  • 1.9.2006 - 1.10.2006
  • 1.10.2006 - 1.11.2006
  • 1.11.2006 - 1.12.2006
  • 1.12.2006 - 1.1.2007
  • 1.1.2007 - 1.2.2007
  • 1.2.2007 - 1.3.2007
  • 1.3.2007 - 1.4.2007
  • 1.4.2007 - 1.5.2007
  • 1.5.2007 - 1.6.2007
  • 1.6.2007 - 1.7.2007
  • 1.7.2007 - 1.8.2007
  • 1.8.2007 - 1.9.2007
  • 1.9.2007 - 1.10.2007
  • 1.10.2007 - 1.11.2007
  • 1.11.2007 - 1.12.2007
  • 1.12.2007 - 1.1.2008
  • 1.1.2008 - 1.2.2008
  • 1.2.2008 - 1.3.2008
  • 1.3.2008 - 1.4.2008
  • 1.4.2008 - 1.5.2008
  • 1.5.2008 - 1.6.2008
  • 1.6.2008 - 1.7.2008
  • 1.7.2008 - 1.8.2008
  • 1.8.2008 - 1.9.2008
  • 1.9.2008 - 1.10.2008
  • 1.10.2008 - 1.11.2008
  • 1.11.2008 - 1.12.2008
  • 1.12.2008 - 1.1.2009
  • 1.1.2009 - 1.2.2009
  • 1.2.2009 - 1.3.2009
  • 1.3.2009 - 1.4.2009
  • 1.4.2009 - 1.5.2009
  • 1.5.2009 - 1.6.2009
  • 1.6.2009 - 1.7.2009
  • 1.7.2009 - 1.8.2009
  • 1.8.2009 - 1.9.2009
  • 1.9.2009 - 1.10.2009
  • 1.10.2009 - 1.11.2009
  • 1.11.2009 - 1.12.2009
  • 1.12.2009 - 1.1.2010
  • 1.1.2010 - 1.2.2010
  • 1.2.2010 - 1.3.2010
  • 1.3.2010 - 1.4.2010
  • 1.4.2010 - 1.5.2010
  • 1.5.2010 - 1.6.2010
  • 1.6.2010 - 1.7.2010
  • 1.7.2010 - 1.8.2010
  • 1.8.2010 - 1.9.2010
  • 1.9.2010 - 1.10.2010
  • 1.10.2010 - 1.11.2010
  • 1.11.2010 - 1.12.2010
  • 1.12.2010 - 1.1.2011
  • 1.1.2011 - 1.2.2011
  • 1.2.2011 - 1.3.2011
  • 1.3.2011 - 1.4.2011
  • 1.4.2011 - 1.5.2011
  • 1.5.2011 - 1.6.2011
  • 1.6.2011 - 1.7.2011
  • 1.7.2011 - 1.8.2011
  • 1.8.2011 - 1.9.2011
  • 1.9.2011 - 1.10.2011
  • 1.10.2011 - 1.11.2011
  • 1.11.2011 - 1.12.2011
  • 1.12.2011 - 1.1.2012
  • 1.1.2012 - 1.2.2012
  • 1.2.2012 - 1.3.2012
  • 1.3.2012 - 1.4.2012
  • 1.4.2012 - 1.5.2012
  • 1.5.2012 - 1.6.2012
  • 1.6.2012 - 1.7.2012
  • 1.7.2012 - 1.8.2012
  • 1.8.2012 - 1.9.2012
  • 1.9.2012 - 1.10.2012
  • 1.10.2012 - 1.11.2012
  • 1.11.2012 - 1.12.2012
  • 1.12.2012 - 1.1.2013
  • 1.1.2013 - 1.2.2013
  • 1.2.2013 - 1.3.2013
  • 1.3.2013 - 1.4.2013
  • 1.4.2013 - 1.5.2013
  • 1.5.2013 - 1.6.2013
  • 1.6.2013 - 1.7.2013
  • 1.7.2013 - 1.8.2013
  • 1.8.2013 - 1.9.2013
  • 1.9.2013 - 1.10.2013
  • 1.10.2013 - 1.11.2013
  • 1.11.2013 - 1.12.2013
  • 1.12.2013 - 1.1.2014
  • 1.1.2014 - 1.2.2014
  • 1.2.2014 - 1.3.2014
  • 1.3.2014 - 1.4.2014
  • 1.4.2014 - 1.5.2014
  • 1.5.2014 - 1.6.2014
  • 1.8.2014 - 1.9.2014
  • 1.9.2014 - 1.10.2014
  • 1.10.2014 - 1.11.2014
  • 1.11.2014 - 1.12.2014
  • 1.12.2014 - 1.1.2015
  • 1.1.2015 - 1.2.2015
  • 1.2.2015 - 1.3.2015
  • 1.3.2015 - 1.4.2015
  • 1.4.2015 - 1.5.2015
  • 1.6.2015 - 1.7.2015
  • 1.7.2015 - 1.8.2015
  • 1.8.2015 - 1.9.2015
  • 1.9.2015 - 1.10.2015
  • 1.10.2015 - 1.11.2015
  • 1.11.2015 - 1.12.2015
  • 1.12.2015 - 1.1.2016
  • 1.1.2016 - 1.2.2016
  • 1.2.2016 - 1.3.2016
  • 1.3.2016 - 1.4.2016
  • 1.4.2016 - 1.5.2016
  • 1.5.2016 - 1.6.2016
  • 1.6.2016 - 1.7.2016
  • 1.7.2016 - 1.8.2016
  • 1.8.2016 - 1.9.2016
  • 1.9.2016 - 1.10.2016
  • 1.10.2016 - 1.11.2016
  • 1.11.2016 - 1.12.2016
  • 1.12.2016 - 1.1.2017
  • 1.1.2017 - 1.2.2017
  • 1.2.2017 - 1.3.2017
  • 1.3.2017 - 1.4.2017
  • 1.5.2017 - 1.6.2017
  • 1.6.2017 - 1.7.2017
  • 1.8.2017 - 1.9.2017
  • 1.9.2017 - 1.10.2017
  • 1.10.2017 - 1.11.2017
  • 1.11.2017 - 1.12.2017
  • 1.12.2017 - 1.1.2018
  • 1.1.2018 - 1.2.2018
  • 1.2.2018 - 1.3.2018
  • 1.3.2018 - 1.4.2018
  • 1.4.2018 - 1.5.2018
  • 1.5.2018 - 1.6.2018
  • 1.8.2018 - 1.9.2018
  • 1.11.2018 - 1.12.2018
  • 1.4.2021 - 1.5.2021
  • 1.5.2021 - 1.6.2021
  • 1.6.2021 - 1.7.2021
  • 1.7.2021 - 1.8.2021
  • Free Guestbook from Bravenet Free Guestbook from Bravenet