8. apríl 2008
Af góðum mönnum ...
Það var i fyrradag sem ég skrifaði hér á síðuna um mikilvægi þess að njóta augnabliksins því í raun vissi maður aldrei hvað dagurinn eða framtíðin bæri i skauti sér. Ekki vissi ég þá að við yrðum jafn harkalega og fljótt minnt á sannleiksgildi þessara orða en Páll Lýðsson, frændi minn frá Litlu Sandvík, lést í bílslysi á Eyrarbakkavegi í dag. Með honum er genginn einn mesti fræðamaður Suðurlands sem vegna mannkosta sinna valdist einnig í hinar ýmsu trúnaðarstöður fyrir hönd bænda og sveitarfélagsins. Við hittumst stundum á fundum og ræddum þá málefni ættarinnar en oftast minnti hann mig á að koma nú niður í Litlu Sandvík að sækja söðul sem hann
sagðist geyma fyrir mig. Loksins kom ég því í verk og heimsótti þau hjón og sótti söðulinn sem hafði verið í eigu Aldísar ömmu minnar. Um leið bauð Páll mér uppá háaloft sem var stútfullt af bókum, blöðum og skjölum sem biðu þess að fræðamaðurinn hefði tíma til að sinna sínu helsta áhugamáli, grúskinu. Af því verður ekki, genginn er einn af héraðshöfðingjum Suðurlands en minningin lifir um góðan mann.
Í þessari grein má glöggt sjá dæmi um þá eiginleika sem Páll bjó yfir, óbrigðult minni og leiftrandi frásagnargáfa.
------------------------------
En tíminn líður og það er ótrúlegt en satt að í dag eru 18 ár síðan að Bjarni Rúnar kom í heiminn. Til hamingju með afmælið krúslan mín !
Það var i fyrradag sem ég skrifaði hér á síðuna um mikilvægi þess að njóta augnabliksins því í raun vissi maður aldrei hvað dagurinn eða framtíðin bæri i skauti sér. Ekki vissi ég þá að við yrðum jafn harkalega og fljótt minnt á sannleiksgildi þessara orða en Páll Lýðsson, frændi minn frá Litlu Sandvík, lést í bílslysi á Eyrarbakkavegi í dag. Með honum er genginn einn mesti fræðamaður Suðurlands sem vegna mannkosta sinna valdist einnig í hinar ýmsu trúnaðarstöður fyrir hönd bænda og sveitarfélagsins. Við hittumst stundum á fundum og ræddum þá málefni ættarinnar en oftast minnti hann mig á að koma nú niður í Litlu Sandvík að sækja söðul sem hann
sagðist geyma fyrir mig. Loksins kom ég því í verk og heimsótti þau hjón og sótti söðulinn sem hafði verið í eigu Aldísar ömmu minnar. Um leið bauð Páll mér uppá háaloft sem var stútfullt af bókum, blöðum og skjölum sem biðu þess að fræðamaðurinn hefði tíma til að sinna sínu helsta áhugamáli, grúskinu. Af því verður ekki, genginn er einn af héraðshöfðingjum Suðurlands en minningin lifir um góðan mann.
Í þessari grein má glöggt sjá dæmi um þá eiginleika sem Páll bjó yfir, óbrigðult minni og leiftrandi frásagnargáfa.
------------------------------
En tíminn líður og það er ótrúlegt en satt að í dag eru 18 ár síðan að Bjarni Rúnar kom í heiminn. Til hamingju með afmælið krúslan mín !
Comments:
Skrifa ummæli