17. apríl 2008
Klór, bæjarráð og Sjálfstæðismenn
Enn er unnið að málum sem tengjast klórslysinu sem varð í Laugaskarði fyrir jól. Ræddi við fulltrúa Veiðimálastofnunar um framhald málsins en þeir lögðu til eins og flestum er kunnugt að ekki yrði veitt í ánni í upphafi veiðitímabilsins. Ennfremur leggja þeir til að komið verði fyrir fiskateljara í ánni, helst svo fullkomnum að hann greini milli tegunda fiska. Að loknu viðtalinu var ég um margt fróðari um sjóbirtinga og stofninn hér í ánni sem er víst um margt sérstakur. Virðist hann hafa aðlagast aðstæðum í ánni vel, þolir þess vegna betur hita en aðrir til dæmis. Einnig er hann óvanalega stórvaxinn af einhverjum ástæðum. Það er sjálfsagt skynsamlegt að koma upp teljara í ánni en niðurstöður í sumar geta tæplega gefið góða mynd af ástandinu þar sem engar samanburðartölur eru til. Aftur á móti komumst við að því hvernig fiskigengdinni er háttað sem er auðvitað mikilvægt.
--------------------------------
Bæjarráðsfundur síðdegis í dag. Þrátt fyrir fjölmörg stór mál var fundurinn stuttur en honum lauk á innan við klukkustund. Á fundinum var meðal annars ákveðið að borga aðgang fyrir alla eldri borgara að tækjasal Laugasports, gott mál sem eldri borgurum er hugleikið. Ákveðið var að ráða Elfu Dögg Þórðardóttur, umhverfisfræðing, í tímabundna stöðu aðstoðarmanns skipulags- og byggingafulltrúa. Fyrirkomulag við byggingu aðstöðuhússins við Grýluvöll var ákveðið. Þjónustusamningur við Hjálparsveitina samþykktur, en sveitin hefur aldrei áður haft samning við bæjarfélagið um starfsemi sína. Jákvæð tímamót þar á ferð. Línuhönnun lagði fyrir erindi fyrir hönd Vegagerðarinnar um heimild til að auglýsa frummatsskýrslu vegna tvöföldunar Suðurlandsvegar, var það greiðlega veitt enda á vegstæðið oft eftir að koma til umfjöllunar í ráðum og nefndum bæjarins áður en það verður endanlega samþykkt og því næg tækifæri til að koma sjónarmiðum bæjarins á framfæri. Vegstæðið eins og það var kynnt í dag er ekki fjarri því sem Hvergerðingar vilja helst þannig að lítið ber á milli.
-------------------------------
Þar sem bæjarráðsfundur var svona stuttur þá komst ég í ræktina en í þetta skipti var Rakel Magnúsar með tímann. Héldum að hún ætlaði að gera út af við okkur en það slapp fyrir horn...
Náði síðan á harðahlaupum fundi þingmanna Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi í kvöld. Þar var ég fundarstjóri svo það var nú eins gott að mæta á skikkanlegum tíma, það tókst ;-)
Fundurinn var fjölmennur og afar góður. Þingmennirnir gerðu grein fyrir þeim málum sem efst eru á baugi í kjördæminu og fundarmenn tóku virkan þátt í fundinum. Efst á baugi voru efnahagsmálin, tvöföldun Suðurlandsvegar, málefni Garðyrkjuskólans, Evrópusambands aðild, löggæslan og reyndar margt annað.
Fannst ég nokkuð góð þegar ég setti saman þessa limru undir smellnum lokaorðum Árna Johnsen:
Þau slá hér á létta strengi,
sem hafa´ekki sést hér lengi.
En gott er að sjá
glettið fólk okkur hjá,
og Björk(in) í bland við drengi.
Ég er nefnilega með sjálfa mig í átaki í vísnagerð. Búin að komast að því að limruformið er sennilega auðveldast, svona til að byrja með ! ! !
Enn er unnið að málum sem tengjast klórslysinu sem varð í Laugaskarði fyrir jól. Ræddi við fulltrúa Veiðimálastofnunar um framhald málsins en þeir lögðu til eins og flestum er kunnugt að ekki yrði veitt í ánni í upphafi veiðitímabilsins. Ennfremur leggja þeir til að komið verði fyrir fiskateljara í ánni, helst svo fullkomnum að hann greini milli tegunda fiska. Að loknu viðtalinu var ég um margt fróðari um sjóbirtinga og stofninn hér í ánni sem er víst um margt sérstakur. Virðist hann hafa aðlagast aðstæðum í ánni vel, þolir þess vegna betur hita en aðrir til dæmis. Einnig er hann óvanalega stórvaxinn af einhverjum ástæðum. Það er sjálfsagt skynsamlegt að koma upp teljara í ánni en niðurstöður í sumar geta tæplega gefið góða mynd af ástandinu þar sem engar samanburðartölur eru til. Aftur á móti komumst við að því hvernig fiskigengdinni er háttað sem er auðvitað mikilvægt.
--------------------------------
Bæjarráðsfundur síðdegis í dag. Þrátt fyrir fjölmörg stór mál var fundurinn stuttur en honum lauk á innan við klukkustund. Á fundinum var meðal annars ákveðið að borga aðgang fyrir alla eldri borgara að tækjasal Laugasports, gott mál sem eldri borgurum er hugleikið. Ákveðið var að ráða Elfu Dögg Þórðardóttur, umhverfisfræðing, í tímabundna stöðu aðstoðarmanns skipulags- og byggingafulltrúa. Fyrirkomulag við byggingu aðstöðuhússins við Grýluvöll var ákveðið. Þjónustusamningur við Hjálparsveitina samþykktur, en sveitin hefur aldrei áður haft samning við bæjarfélagið um starfsemi sína. Jákvæð tímamót þar á ferð. Línuhönnun lagði fyrir erindi fyrir hönd Vegagerðarinnar um heimild til að auglýsa frummatsskýrslu vegna tvöföldunar Suðurlandsvegar, var það greiðlega veitt enda á vegstæðið oft eftir að koma til umfjöllunar í ráðum og nefndum bæjarins áður en það verður endanlega samþykkt og því næg tækifæri til að koma sjónarmiðum bæjarins á framfæri. Vegstæðið eins og það var kynnt í dag er ekki fjarri því sem Hvergerðingar vilja helst þannig að lítið ber á milli.
-------------------------------
Þar sem bæjarráðsfundur var svona stuttur þá komst ég í ræktina en í þetta skipti var Rakel Magnúsar með tímann. Héldum að hún ætlaði að gera út af við okkur en það slapp fyrir horn...
Náði síðan á harðahlaupum fundi þingmanna Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi í kvöld. Þar var ég fundarstjóri svo það var nú eins gott að mæta á skikkanlegum tíma, það tókst ;-)
Fundurinn var fjölmennur og afar góður. Þingmennirnir gerðu grein fyrir þeim málum sem efst eru á baugi í kjördæminu og fundarmenn tóku virkan þátt í fundinum. Efst á baugi voru efnahagsmálin, tvöföldun Suðurlandsvegar, málefni Garðyrkjuskólans, Evrópusambands aðild, löggæslan og reyndar margt annað.
Fannst ég nokkuð góð þegar ég setti saman þessa limru undir smellnum lokaorðum Árna Johnsen:
Þau slá hér á létta strengi,
sem hafa´ekki sést hér lengi.
En gott er að sjá
glettið fólk okkur hjá,
og Björk(in) í bland við drengi.
Ég er nefnilega með sjálfa mig í átaki í vísnagerð. Búin að komast að því að limruformið er sennilega auðveldast, svona til að byrja með ! ! !
Comments:
Skrifa ummæli