23. apríl 2008
Enn af Bitru virkjun, örstutt ...
Umhverfissinnar hafa eðlilega miklar áhyggjur af fyrirhugaðri virkjun við Bitru. Við Hvergerðingar deilum þeim áhyggjum og munum ekki trúa því fyrr en á reynir að borað verði í rétt rúmlega 4 kílómetra fjarlægð frá bænum okkar. Áhyggjur okkar Hvergerðinga hljóta að vera öllum skiljanlegar og ekki ætti að vera erfitt fyrir þá sem ráða að setja sig í okkar spor. Ég treysti því að almenn skynsemi og umhyggja fyrir íbúum svæðisins og stórkostlegu útivistarsvæðinu á Ölkelduhálsi og í kringum Bitru verði látin ráða för í þessu máli.
Í þættinum Innlit/útlit í gær var farið í heimsókn til Knúts Bruun og Önnu Sigríðar sem reka hótelið Frost og funa hér í Hveragerði. Þar hafa þau byggt upp af miklum myndarskap hótel sem er einstakt á landinu. Hótelgestir koma víða að, erlendir sem innlendir, flestir gagngert til að njóta íslenskrar náttúru eins og hún gerist best. Ferðaþjónusta af þessu tagi á framtíðina fyrir sér hér en hún byggir að stærstu leyti á því fallega umhverfi sem Hvergerðingar búa við. Með öllum ráðum verður að koma í veg fyrir að það spillist ...
Lára Hanna Einarsdóttir er mikill umhverfisverndarsinni og skrifar um íbúafund okkar Hvergerðinga á heimasíðu sína í gær. Það gerði einnig Dofri Hermannsson sem einnig var á fundinum.
Umhverfissinnar hafa eðlilega miklar áhyggjur af fyrirhugaðri virkjun við Bitru. Við Hvergerðingar deilum þeim áhyggjum og munum ekki trúa því fyrr en á reynir að borað verði í rétt rúmlega 4 kílómetra fjarlægð frá bænum okkar. Áhyggjur okkar Hvergerðinga hljóta að vera öllum skiljanlegar og ekki ætti að vera erfitt fyrir þá sem ráða að setja sig í okkar spor. Ég treysti því að almenn skynsemi og umhyggja fyrir íbúum svæðisins og stórkostlegu útivistarsvæðinu á Ölkelduhálsi og í kringum Bitru verði látin ráða för í þessu máli.
Í þættinum Innlit/útlit í gær var farið í heimsókn til Knúts Bruun og Önnu Sigríðar sem reka hótelið Frost og funa hér í Hveragerði. Þar hafa þau byggt upp af miklum myndarskap hótel sem er einstakt á landinu. Hótelgestir koma víða að, erlendir sem innlendir, flestir gagngert til að njóta íslenskrar náttúru eins og hún gerist best. Ferðaþjónusta af þessu tagi á framtíðina fyrir sér hér en hún byggir að stærstu leyti á því fallega umhverfi sem Hvergerðingar búa við. Með öllum ráðum verður að koma í veg fyrir að það spillist ...
Lára Hanna Einarsdóttir er mikill umhverfisverndarsinni og skrifar um íbúafund okkar Hvergerðinga á heimasíðu sína í gær. Það gerði einnig Dofri Hermannsson sem einnig var á fundinum.
Comments:
Skrifa ummæli