<$BlogRSDUrl$>

21. apríl 2008

Íbúafundur um virkjanir á Hellisheiði: Bitru og Hverahlíð.

Fundur um virkjanir á Hellisheiði var haldinn hér í Hveragerði í kvöld. Frummælendur voru Ingólfur Hrólfsson, sviðsstjóri nýrra virkjana OR, Eyþór H. Ólafsson, formaður skipulags- og byggingarnefndar Hveragerðisbæjar og Bergur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Landverndar. Frummælendur fjölluðu á greinargóðan hátt um efnið en frá ansi mismunandi sjónarhornum eins og gefur að skilja. Ingólfur fór yfir þær úrbætur sem OR hefur gert á áætlunum sínum í kjölfar athugasemda við frummatsskýrsluna. Það er ljóst að athugasemdir okkar Hvergerðinga hafa fengið þar þónokkuð vægi en reynt hefur verið að draga úr umhverfisáhrifum virkjunarinnar með ýmsum hætti. Miðað við nýjustu áform verður búnaður til að hreinsa brennisteinsvetni úr útblæstri virkjunarinnar settur upp og fögnum við því. Eftir stendur þó að útblástur borholanna verður ekki hreinsaður samkvæmt þeim útfærslum sem okkur hafa verið kynntar en það er sérstaklega á framkvæmdatímanum sem slíkt getur valdið mengun en þá munu holurnar sem eru 30-40 talsins þurfa að blása til skiptis. Eftir stendur líka að útivistarmöguleikar á þessu svæði munu rýrna til mikilla muna en borholurnar munu tylla sér á Moldhnúkana sem liggja að Reykjadalnum en hann er eitt vinsælasta útivistarsvæðið hér um slóðir. Björn Pálsson, sagnfræðingur, uppskar lófaklapp þegar hann sagði að svæðið ætti að vernda sem útivistarsvæði fyrir göngufólk. Dofri Hermannson lýsti þeirri skoðun sinni að í framtíðinni yrði svæðið enn meiri auðlind á sviði ferðaþjónustu en nú er. "Það ætti frekar að endurheimta Bitrusvæðið heldur en að virkja. Stórt ósnortið landsvæði gæti þá orðið til í nágrenni höfuðborgarsvæðisins og Hveragerðisbæjar." Fjölmargir tóku til máls og allir á þeirri skoðun að vernda bæri Bitru svæðið. Varla var minnst á Hverahlíðar virkjun sem sýnir betur en margt annað að það svæði er ekki eins verðmætt í hugum fólks.

Staðan varðandi Bitru virkjun er sú að beðið er álits Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum og er það væntanlegt þann 19. maí n.k. Álitið er einungis ráðgefandi en það er sveitarfélagið Ölfus sem gefur út framkvæmdaleyfi, þeim ber að taka tillit til álits Skipulagsstofnunar en geta vikið sér undan því með rökstuddri ákvörðun bæjarstjórnar. Hveragerðisbær hefur litla sem enga möguleika til að hafa áhrif á þróun mála þrátt fyrir að virkjunin muni hvergi hafa meiri áhrif en hér.

Það er á svona stundum sem ég get séð rökin fyrir landsskipulaginu sem lagt er fram í frumvarpi til nýrra skipulagslaga!

Ásta Þorleifsdóttir, hinn flokkavillti varaformaður stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur, kom ekki og sá og sigraði hér í Hveragerði í kvöld. Margir höfðu miklar væntingar til hennar afstöðu og biðu þess í ofvæni að hún stigi fram og tjáði sig um Bitruvirkjun. Enda voru fundarmenn minnugir orða hennar sem birtust í 24 stundum þann 16. febrúar sl. en þá sagði Ásta: "Ég mun ekki styðja neitt sem ógnar Ölkelduhálsi og Klambragili og þessum mjög svo mikilvægu útivistar- og fræðslusvæðum." En fundargestum varð ekki að ósk sinni. Varaformaðurinn var að sjálfsögðu inntur eftir afstöðu til Bitruvirkjunar enda yfirlýsingarnar stórkarlalegar áður en hún tók sæti í stjórn OR. Til að gera langa sögu stutta þá neitaði hún að gefa upp skoðun sína. Áskyldi sér allan rétt til að bíða úrskurðar Skipulagsstofnunar og taka í kjölfarið upplýsta ákvörðun um málið! ! ! Sagðist reyndar elska þetta svæði en hún væri ekki á móti virkjunum. Síðan fannst henni við hæfi að benda okkur Hvergerðingum á að við ættum að taka til í okkar eigin ranni áður en við gagnrýndum virkjunaráformin við Bitru og vísaði þar til klórslyssins í sundlauginni í Laugaskarði. Verð að játa að það fauk í mig við þessi orð enda himinn og haf á milli slyss sem verður vegna bilunar og óútskýranlegra atvika eða ákvörðunar um virkjun sem tekin er af aðilum með bæði augun opin....
Var nema von að fundarmönnum brygði nokkuð við þessi orð varaformanns Orkuveitunnar og einn var snöggur uppá lagið og kallaði; Velkomin til valda, Ásta...

En fundurinn var góður og upplýsandi og styrkti okkur í þeirri trú að við værum á réttri leið og að vinna í samhljómi við vilja bæjarbúa. Skilaboðin voru allavega skýr, fáir gera athugasemdir við virkjanir í Hverahlíð og á svæðinu þar í kring en látum Ölkelduháls og Bitru njóta vafans og föllum frá virkjunaráformum þar.
-----------------------------
Myndirnar með þessari færslu eru teknar hér fyrir ofan Hveragerði en þær ásamt fleirum má sjá á síðunni: www.hengill.nu
Hér má einnig sjá umfjöllun Morgunblaðsins um fundinn.

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

  • Um Aldísi ...
  • Ræður og greinar ...
  • Aftur á forsíðu...
  • Tenglar
  • Mjúkhýsi í Hveragerði ?
  • Síða Sjálfstæðisflokksins
  • Sjálfstæðismenn í Hveragerði
  • Sjálfstæðiskonur
  • Sjálfstæðismenn í Suður.
  • Gagnagátt Sambandsins
  • Besti ísinn!
  • Morgunblaðið á netinu
  • Vísir.is
  • DFS - Fréttasíða Dagskrárinnar
  • Fleiri Sunnlenskar fréttir
  • Mælingar á loftgæðum í Hveragerði
  • Hveragerði
  • Heimasíður fyrirtækja í Hveragerði
  • Grunnskólinn í­ Hveragerði
  • Íþróttafélagið Hamar
  • Veðurspá fyrir Hveragerði
  • Fjölbrautaskóli Suðurlands
  • Gagnasöfn Hvar.is
  • Besti bloggarinn ! ! !
  • Vefbanki Valla...
  • SASS
  • Myndir Bjössa á Bláfelli
  • Nátturan.is
  • Orðaþýðingar - frábær síða
  • Færð og veður á SV-landi
  • Leitarvélin
  • Sí­maskráin
  • Ýmsar myndir
  • Myndasíða
  • Úr reisubókinni
  • Flórída janúar 2017
  • Litháen, Armenia og Karabakh 2015
  • Serbí­a og Svartfjallaland 2005
  • Istanbul í­ Tyrklandi 2005
  • Búkarest í Rúmení­u 2006
  • Ítalía 2007
  • Svartfjallaland 2008
  • Danmörk 2010
  • Heimsreisa Laufeyjar og Elvars 2011-2012
  • Hefur þú skoðun?
  • Hafðu samband!
    Eldri færslur
  • 1.1.2004 - 1.2.2004
  • 1.2.2004 - 1.3.2004
  • 1.3.2004 - 1.4.2004
  • 1.5.2004 - 1.6.2004
  • 1.6.2004 - 1.7.2004
  • 1.7.2004 - 1.8.2004
  • 1.8.2004 - 1.9.2004
  • 1.9.2004 - 1.10.2004
  • 1.10.2004 - 1.11.2004
  • 1.11.2004 - 1.12.2004
  • 1.12.2004 - 1.1.2005
  • 1.1.2005 - 1.2.2005
  • 1.3.2005 - 1.4.2005
  • 1.4.2005 - 1.5.2005
  • 1.5.2005 - 1.6.2005
  • 1.6.2005 - 1.7.2005
  • 1.7.2005 - 1.8.2005
  • 1.8.2005 - 1.9.2005
  • 1.9.2005 - 1.10.2005
  • 1.10.2005 - 1.11.2005
  • 1.11.2005 - 1.12.2005
  • 1.12.2005 - 1.1.2006
  • 1.1.2006 - 1.2.2006
  • 1.2.2006 - 1.3.2006
  • 1.3.2006 - 1.4.2006
  • 1.4.2006 - 1.5.2006
  • 1.5.2006 - 1.6.2006
  • 1.6.2006 - 1.7.2006
  • 1.7.2006 - 1.8.2006
  • 1.8.2006 - 1.9.2006
  • 1.9.2006 - 1.10.2006
  • 1.10.2006 - 1.11.2006
  • 1.11.2006 - 1.12.2006
  • 1.12.2006 - 1.1.2007
  • 1.1.2007 - 1.2.2007
  • 1.2.2007 - 1.3.2007
  • 1.3.2007 - 1.4.2007
  • 1.4.2007 - 1.5.2007
  • 1.5.2007 - 1.6.2007
  • 1.6.2007 - 1.7.2007
  • 1.7.2007 - 1.8.2007
  • 1.8.2007 - 1.9.2007
  • 1.9.2007 - 1.10.2007
  • 1.10.2007 - 1.11.2007
  • 1.11.2007 - 1.12.2007
  • 1.12.2007 - 1.1.2008
  • 1.1.2008 - 1.2.2008
  • 1.2.2008 - 1.3.2008
  • 1.3.2008 - 1.4.2008
  • 1.4.2008 - 1.5.2008
  • 1.5.2008 - 1.6.2008
  • 1.6.2008 - 1.7.2008
  • 1.7.2008 - 1.8.2008
  • 1.8.2008 - 1.9.2008
  • 1.9.2008 - 1.10.2008
  • 1.10.2008 - 1.11.2008
  • 1.11.2008 - 1.12.2008
  • 1.12.2008 - 1.1.2009
  • 1.1.2009 - 1.2.2009
  • 1.2.2009 - 1.3.2009
  • 1.3.2009 - 1.4.2009
  • 1.4.2009 - 1.5.2009
  • 1.5.2009 - 1.6.2009
  • 1.6.2009 - 1.7.2009
  • 1.7.2009 - 1.8.2009
  • 1.8.2009 - 1.9.2009
  • 1.9.2009 - 1.10.2009
  • 1.10.2009 - 1.11.2009
  • 1.11.2009 - 1.12.2009
  • 1.12.2009 - 1.1.2010
  • 1.1.2010 - 1.2.2010
  • 1.2.2010 - 1.3.2010
  • 1.3.2010 - 1.4.2010
  • 1.4.2010 - 1.5.2010
  • 1.5.2010 - 1.6.2010
  • 1.6.2010 - 1.7.2010
  • 1.7.2010 - 1.8.2010
  • 1.8.2010 - 1.9.2010
  • 1.9.2010 - 1.10.2010
  • 1.10.2010 - 1.11.2010
  • 1.11.2010 - 1.12.2010
  • 1.12.2010 - 1.1.2011
  • 1.1.2011 - 1.2.2011
  • 1.2.2011 - 1.3.2011
  • 1.3.2011 - 1.4.2011
  • 1.4.2011 - 1.5.2011
  • 1.5.2011 - 1.6.2011
  • 1.6.2011 - 1.7.2011
  • 1.7.2011 - 1.8.2011
  • 1.8.2011 - 1.9.2011
  • 1.9.2011 - 1.10.2011
  • 1.10.2011 - 1.11.2011
  • 1.11.2011 - 1.12.2011
  • 1.12.2011 - 1.1.2012
  • 1.1.2012 - 1.2.2012
  • 1.2.2012 - 1.3.2012
  • 1.3.2012 - 1.4.2012
  • 1.4.2012 - 1.5.2012
  • 1.5.2012 - 1.6.2012
  • 1.6.2012 - 1.7.2012
  • 1.7.2012 - 1.8.2012
  • 1.8.2012 - 1.9.2012
  • 1.9.2012 - 1.10.2012
  • 1.10.2012 - 1.11.2012
  • 1.11.2012 - 1.12.2012
  • 1.12.2012 - 1.1.2013
  • 1.1.2013 - 1.2.2013
  • 1.2.2013 - 1.3.2013
  • 1.3.2013 - 1.4.2013
  • 1.4.2013 - 1.5.2013
  • 1.5.2013 - 1.6.2013
  • 1.6.2013 - 1.7.2013
  • 1.7.2013 - 1.8.2013
  • 1.8.2013 - 1.9.2013
  • 1.9.2013 - 1.10.2013
  • 1.10.2013 - 1.11.2013
  • 1.11.2013 - 1.12.2013
  • 1.12.2013 - 1.1.2014
  • 1.1.2014 - 1.2.2014
  • 1.2.2014 - 1.3.2014
  • 1.3.2014 - 1.4.2014
  • 1.4.2014 - 1.5.2014
  • 1.5.2014 - 1.6.2014
  • 1.8.2014 - 1.9.2014
  • 1.9.2014 - 1.10.2014
  • 1.10.2014 - 1.11.2014
  • 1.11.2014 - 1.12.2014
  • 1.12.2014 - 1.1.2015
  • 1.1.2015 - 1.2.2015
  • 1.2.2015 - 1.3.2015
  • 1.3.2015 - 1.4.2015
  • 1.4.2015 - 1.5.2015
  • 1.6.2015 - 1.7.2015
  • 1.7.2015 - 1.8.2015
  • 1.8.2015 - 1.9.2015
  • 1.9.2015 - 1.10.2015
  • 1.10.2015 - 1.11.2015
  • 1.11.2015 - 1.12.2015
  • 1.12.2015 - 1.1.2016
  • 1.1.2016 - 1.2.2016
  • 1.2.2016 - 1.3.2016
  • 1.3.2016 - 1.4.2016
  • 1.4.2016 - 1.5.2016
  • 1.5.2016 - 1.6.2016
  • 1.6.2016 - 1.7.2016
  • 1.7.2016 - 1.8.2016
  • 1.8.2016 - 1.9.2016
  • 1.9.2016 - 1.10.2016
  • 1.10.2016 - 1.11.2016
  • 1.11.2016 - 1.12.2016
  • 1.12.2016 - 1.1.2017
  • 1.1.2017 - 1.2.2017
  • 1.2.2017 - 1.3.2017
  • 1.3.2017 - 1.4.2017
  • 1.5.2017 - 1.6.2017
  • 1.6.2017 - 1.7.2017
  • 1.8.2017 - 1.9.2017
  • 1.9.2017 - 1.10.2017
  • 1.10.2017 - 1.11.2017
  • 1.11.2017 - 1.12.2017
  • 1.12.2017 - 1.1.2018
  • 1.1.2018 - 1.2.2018
  • 1.2.2018 - 1.3.2018
  • 1.3.2018 - 1.4.2018
  • 1.4.2018 - 1.5.2018
  • 1.5.2018 - 1.6.2018
  • 1.8.2018 - 1.9.2018
  • 1.11.2018 - 1.12.2018
  • 1.4.2021 - 1.5.2021
  • 1.5.2021 - 1.6.2021
  • 1.6.2021 - 1.7.2021
  • 1.7.2021 - 1.8.2021
  • Free Guestbook from Bravenet Free Guestbook from Bravenet