16. apríl 2008
Gerum sögunni hátt undir höfði...
Í ár eru 80 ár síðan Mjólkurbú Ölfusinga var formlega stofnað af hópi bænda úr Ölfusinu. Mjólkurbúið markaði upphaf byggðar hér í Hveragerði en þegar það var byggt voru engin íbúðarhús hér á svæðinu. Tíu árum síðar lokaði mjólkurbúið en þá voru komin hér allnokkur hús sem flest hver voru byggð útúr landi Mjólkurbúsins. Ég hef alltaf verið stolt af því að Kristinn afi byggði Mjólkurbúið og það nokkuð örugglega eftir teikningum Guðjóns Samúelssonar, þáverandi húsameistara ríkisins. Mörg af fegurstu húsum landsins eru einmitt teiknuð af Guðjóni eins og Héraðsskólinn á Laugarvatni og í Reykholti, aðalbygging Háskóla Íslands, Þjóðleikhúsið, Hallgríms-, Akureyrar- og Kristskirkja og fleiri fallegar byggingar. Um leið og smíði Mjólkurbúsins lauk byggði afi Þinghúsið (Hótel Hveragerði), berklahælið að Reykjum sem nýlega var rifið og Skólasel Menntaskólans í Reykjavík inní Dal. Hann kom semsagt heilmikið að byggingu fyrstu húsanna hér í Hveragerði þó að orkan hafi síðan að mestu farið í byggingar á Selfossi.
En það var Njörður Sigurðsson, sagnfræðingur, sem rifjaði upp þessa sögu í dag þegar ég og Gísli Páll sem er formaður menningarmálanefndar funduðum með honum vegna erindis sem Njörður sendi bænum fyrir nokkru. Hann hefur áhuga á að gera afmæli Mjólkurbúsins skil með því að gera upplýsingaskilti um starfsemina sem þarna markaði upphaf byggðar í Hveragerði og í kjölfarið að halda málstofu um upphaf og þróun byggðar í Hveragerði. Bráðsnjallar hugmyndir sem bæjarráð og nefndin hafa þegar tekið vel í. Skiltið yrði í svipuðum stíl og skiltið við skáldagötuna en það tókst afar vel. Með þessu erum við að gera söguna sýnilegri um leið og við varðveitum upplýsingar um fyrri tíma. Síðan er um að gera að merkja fleiri sögustaði í bæjarfélaginu og halda ótrauð áfram, því þó við setjum ekki nema eitt skilti á ári þá verða þau áður en varir orðin áberandi í bæjarmyndinni og aðdráttarafl ferðamanna sem og íbúa bæjarins. Það er óneitanlega sérstakt að engar merkingar eru til dæmis við hverinn Grýlu, rafstöðina í gilinu, við ullarþvottastöðina við Varmá, við Reykjahjáleigu bæinn (sem reyndar er í Ölfusinu) og áfram mætti telja. Stefnum á að bæta úr þessu ...
Í ár eru 80 ár síðan Mjólkurbú Ölfusinga var formlega stofnað af hópi bænda úr Ölfusinu. Mjólkurbúið markaði upphaf byggðar hér í Hveragerði en þegar það var byggt voru engin íbúðarhús hér á svæðinu. Tíu árum síðar lokaði mjólkurbúið en þá voru komin hér allnokkur hús sem flest hver voru byggð útúr landi Mjólkurbúsins. Ég hef alltaf verið stolt af því að Kristinn afi byggði Mjólkurbúið og það nokkuð örugglega eftir teikningum Guðjóns Samúelssonar, þáverandi húsameistara ríkisins. Mörg af fegurstu húsum landsins eru einmitt teiknuð af Guðjóni eins og Héraðsskólinn á Laugarvatni og í Reykholti, aðalbygging Háskóla Íslands, Þjóðleikhúsið, Hallgríms-, Akureyrar- og Kristskirkja og fleiri fallegar byggingar. Um leið og smíði Mjólkurbúsins lauk byggði afi Þinghúsið (Hótel Hveragerði), berklahælið að Reykjum sem nýlega var rifið og Skólasel Menntaskólans í Reykjavík inní Dal. Hann kom semsagt heilmikið að byggingu fyrstu húsanna hér í Hveragerði þó að orkan hafi síðan að mestu farið í byggingar á Selfossi.
En það var Njörður Sigurðsson, sagnfræðingur, sem rifjaði upp þessa sögu í dag þegar ég og Gísli Páll sem er formaður menningarmálanefndar funduðum með honum vegna erindis sem Njörður sendi bænum fyrir nokkru. Hann hefur áhuga á að gera afmæli Mjólkurbúsins skil með því að gera upplýsingaskilti um starfsemina sem þarna markaði upphaf byggðar í Hveragerði og í kjölfarið að halda málstofu um upphaf og þróun byggðar í Hveragerði. Bráðsnjallar hugmyndir sem bæjarráð og nefndin hafa þegar tekið vel í. Skiltið yrði í svipuðum stíl og skiltið við skáldagötuna en það tókst afar vel. Með þessu erum við að gera söguna sýnilegri um leið og við varðveitum upplýsingar um fyrri tíma. Síðan er um að gera að merkja fleiri sögustaði í bæjarfélaginu og halda ótrauð áfram, því þó við setjum ekki nema eitt skilti á ári þá verða þau áður en varir orðin áberandi í bæjarmyndinni og aðdráttarafl ferðamanna sem og íbúa bæjarins. Það er óneitanlega sérstakt að engar merkingar eru til dæmis við hverinn Grýlu, rafstöðina í gilinu, við ullarþvottastöðina við Varmá, við Reykjahjáleigu bæinn (sem reyndar er í Ölfusinu) og áfram mætti telja. Stefnum á að bæta úr þessu ...
Comments:
Skrifa ummæli