3. mars 2008
Skrefi nær tvöföldun ....
Vil byrja á að fagna afgreiðslu bæjarstjórnar Ölfus frá 28. febrúar sem er eftirfarandi:
Bæjarstjórn Ölfuss samþykkir að farið verði nú þegar í nauðsynlegar skipulagsbreytingar að hálfu sveitarfélagsins vegna legu og tvöföldunar nýs Suðurlandsvegar frá Kömbum um Ölfus að Kögunarhóli og áfram að Árborg samkvæmt svonefndri tillögu B".
Greinargerð:
Á undanförum árum hefur það verið baráttumál Sunnlendinga allra og margra annarra að flýta sem kostur er tvöföldun Suðurlandsvegar á milli Reykjavíkur og Árborgar. Mikil vinna hefur verið lögð í þetta mál af hendi sveitarfélaga á Suðurlandi, alþingismanna og almennings alls á svæðinu.
Á síðasta ári starfaði nefnd á vegum Sveitarfélagsins Ölfuss, Hveragerðisbæjar, Árborgar og Vegagerðar ríkisins um kosti og val vegstæðis og komst að sameiginlegri niðurstöðu um málið þann 13. nóvember 2007.
Bæjarstjórn Ölfuss samþykkti á fundi sínum þann 29. nóvember 2007 að fá frekari svör og afstöðu Vegagerðar ríkisins um aðra möguleika á legu vegarins ásamt kostnaðarmati á mismunandi kostum og svaraði fulltrúi Vegagerðarinnar þeim fyrirspurnum.
Eftir að hafa skoðað og metið þá kosti sem í stöðunni eru verður ekki betur séð en að svonefnd tillaga B sé sá kostur sem flestir fella sig við og þ.a.l. sé hún valin"
Tillagan samþykkt með 6 atkvæðum. Birna Borg sat hjá.
Með þessari samþykkt hefur sveitarstjórn Ölfus tekið af öll tvímæli um legu Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss og þannig höggvið á þann hnút sem málið virtist stefna í. Vegurinn mun liggja því sem næst í núverandi vegstæði en neðsta beygjan í Kömbunum verður milduð. Mislæg gatnamót við Breiðumörk verða einhverjum metrum sunnar en núverandi hringtorg. Beygjan við Kotströnd verður tekin af og 5 mislæg gatnamót munu koma á veginn. Með ákvörðun Ölfusinga er nú hægt að einbeita sér að skipulagsvinnu, umhverfismatinu og sjálfri framkvæmdinni. Nú er brýnast að sjá framkvæmdir verða að veruleika frekar fyrr en seinna.
-----------------------------------
Fundur í dag í starfshópi um stækkun Grunnskólans. Unnið er að þarfagreiningu og við mat á nemendafjölda til framtíðar. Það er snúið því erfitt er að meta hver íbúaþróunin verður og ekki síður aldurssamsetningu íbúanna. En undir öllum kringumstæðum hljótum við að gera ráð fyrir umtalsverðri fjölgun nemenda og áætlanir um uppbyggingu gera ráð fyrir því.
-----------------------------------
Ég fer stundum á rúntinn um bæinn og kíki þá oftast uppí Valsheiði, Smyrlaheiði og á Búmannahverfið við Gróðurmörkina. Þar sér maður hlutina gerast hratt enda framkvæmdir á fullu. Mér sýnast framkvæmdir hafnar á svo til öllum lóðum í Smyrlaheiðinni og mest er þetta ungt fólk sem er að byggja hús fyrir fjölskyldu sína. Hitti tvo húsbyggjendur og létu þeir vel af sér enda sá ég að hús þeirra rísa með leifturhraða. Búið er að reisa fjölda Búmanna íbúða en mikill kraftur er í Einari Gunnari og félögum í Eðalhúsum. Það verður spennandi að sjá hvernig þetta hverfi mun líta út fullbúið en Einar hefur oft lýst því sem láréttri blokk enda þétt byggt og kostir fjölbýlisins (og sérbýlisins) nýttir til hins ýtrasta.
Vil byrja á að fagna afgreiðslu bæjarstjórnar Ölfus frá 28. febrúar sem er eftirfarandi:
Bæjarstjórn Ölfuss samþykkir að farið verði nú þegar í nauðsynlegar skipulagsbreytingar að hálfu sveitarfélagsins vegna legu og tvöföldunar nýs Suðurlandsvegar frá Kömbum um Ölfus að Kögunarhóli og áfram að Árborg samkvæmt svonefndri tillögu B".
Greinargerð:
Á undanförum árum hefur það verið baráttumál Sunnlendinga allra og margra annarra að flýta sem kostur er tvöföldun Suðurlandsvegar á milli Reykjavíkur og Árborgar. Mikil vinna hefur verið lögð í þetta mál af hendi sveitarfélaga á Suðurlandi, alþingismanna og almennings alls á svæðinu.
Á síðasta ári starfaði nefnd á vegum Sveitarfélagsins Ölfuss, Hveragerðisbæjar, Árborgar og Vegagerðar ríkisins um kosti og val vegstæðis og komst að sameiginlegri niðurstöðu um málið þann 13. nóvember 2007.
Bæjarstjórn Ölfuss samþykkti á fundi sínum þann 29. nóvember 2007 að fá frekari svör og afstöðu Vegagerðar ríkisins um aðra möguleika á legu vegarins ásamt kostnaðarmati á mismunandi kostum og svaraði fulltrúi Vegagerðarinnar þeim fyrirspurnum.
Eftir að hafa skoðað og metið þá kosti sem í stöðunni eru verður ekki betur séð en að svonefnd tillaga B sé sá kostur sem flestir fella sig við og þ.a.l. sé hún valin"
Tillagan samþykkt með 6 atkvæðum. Birna Borg sat hjá.
Með þessari samþykkt hefur sveitarstjórn Ölfus tekið af öll tvímæli um legu Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss og þannig höggvið á þann hnút sem málið virtist stefna í. Vegurinn mun liggja því sem næst í núverandi vegstæði en neðsta beygjan í Kömbunum verður milduð. Mislæg gatnamót við Breiðumörk verða einhverjum metrum sunnar en núverandi hringtorg. Beygjan við Kotströnd verður tekin af og 5 mislæg gatnamót munu koma á veginn. Með ákvörðun Ölfusinga er nú hægt að einbeita sér að skipulagsvinnu, umhverfismatinu og sjálfri framkvæmdinni. Nú er brýnast að sjá framkvæmdir verða að veruleika frekar fyrr en seinna.
-----------------------------------
Fundur í dag í starfshópi um stækkun Grunnskólans. Unnið er að þarfagreiningu og við mat á nemendafjölda til framtíðar. Það er snúið því erfitt er að meta hver íbúaþróunin verður og ekki síður aldurssamsetningu íbúanna. En undir öllum kringumstæðum hljótum við að gera ráð fyrir umtalsverðri fjölgun nemenda og áætlanir um uppbyggingu gera ráð fyrir því.
-----------------------------------
Ég fer stundum á rúntinn um bæinn og kíki þá oftast uppí Valsheiði, Smyrlaheiði og á Búmannahverfið við Gróðurmörkina. Þar sér maður hlutina gerast hratt enda framkvæmdir á fullu. Mér sýnast framkvæmdir hafnar á svo til öllum lóðum í Smyrlaheiðinni og mest er þetta ungt fólk sem er að byggja hús fyrir fjölskyldu sína. Hitti tvo húsbyggjendur og létu þeir vel af sér enda sá ég að hús þeirra rísa með leifturhraða. Búið er að reisa fjölda Búmanna íbúða en mikill kraftur er í Einari Gunnari og félögum í Eðalhúsum. Það verður spennandi að sjá hvernig þetta hverfi mun líta út fullbúið en Einar hefur oft lýst því sem láréttri blokk enda þétt byggt og kostir fjölbýlisins (og sérbýlisins) nýttir til hins ýtrasta.
Comments:
Skrifa ummæli