5. mars 2008
Konungur Íslands, héraðsráð og skólastefnan ...
Kláraði ýmsa pappírsvinnu fyrir hádegi í dag. Einnig leit konungur Íslands við, Svavar Sigurðsson, hann er ódrepandi í vinnu sinni við að safna peningum til fíkniefnavarna og hefur stutt dyggilega við bakið á Tollgæslunni.
Þetta með konungstignina er reyndar ekki glósa frá mér heldur er þetta titillinn sem Svavar notar.
----------------------------------
Var komin á Selfoss kl. 12 á fund en mér var falið að ræða við forsvarsmenn Árborgar varðandi hugsanleg kaup þeirra á eignarhlut Héraðsnefndar Árnesinga í húseigninni Hrísholti 8. Jón Hjartarsson, forseta bæjarstjórnar og Ásta Stefánsdóttir, bæjrarritari voru fulltrúar Árborgar á fundinum. Niðurstaða og ákvörðun þeirra þarf að liggja fyrir í því máli fyrir fund Héraðsnefndar í haust. Í dag er húsið heilmikið nýtt af félögum í AA samtökunum og því brýnt að gætt sé að þeirra hagsmunum í ferlinu.
----------------------------------
Fundur Héraðsráðs hófst síðan kl. 13 en þar situr sú sem þetta skrifar auk Margeirs Ingólfssonar, oddvita Bláskógabyggðar og Ragnheiðar Hergeirsdóttur, bæjarstjóra Árborgar sem gegnir oddvita stöðu í Héraðsráðinu. Unnið er að ýmsum málum á vegum héraðsnefndar en héraðsráðið sér um framkvæmdahliðina á milli funda. Okkur var til dæmis falið að láta gera úttekt á fyrirkomulagi safnamála í sýslunni og vinnum við nú í því máli. Fengum góða gesti á fundinn sem kynntu möguleika í þeirri vinnu. Á fundinn mætti einnig Þórir Erlingsson sem bauð okkur að skoða nýjan stjórnstöðvarbíl svæðisstjórnar björgunarsveitanna í Árnessýslu. Bíllinn er keyptur í stað þess gamla sem brann í brunanum í flugeldasölunni hér í Hveragerði. Þessi nýji bíll er tæpir 10 metrar á lengd. Að fullu manngengur og í honum er fullkomin aðstaða til fjarskipta og fundahalda. Þessi aðstaða kom mér mjög á óvart og það er ekki efi í mínum huga að björgunarsveitirnar hafa með þessari fjárfestinu sýnt mikla framsýni og áræði.
Héraðsráðið ákvað að leggja fjármuni til kaupanna enda hafði héraðsnefndin á fundi sínum verið jákvæð í garð þessa verkefnis.
-------------------------------
Kláraði fundargerð bæjarráðsfundarins sem haldinn verður kl. 8 í fyrramálið nú síðdegis og svaraði tölvupóstum áður en ég fór á fund starfshóps um gerð skólastefnu en hópurinn skilaði fullunninni stefnu til skólanefndar í dag. Var þetta hin skemmtilegasta stund þar sem allir þeir sem tekið hafa þátt í mótun skólastefnunnar hittust og fóru yfir ferilinn. Nú fer stefnan til umræðu í skólanefnd og þaðan til bæjarstjórnar þar sem hún er endanlega samþykkt.
-------------------------------
Hittumst systurnar hjá mömmu í kvöld. Mikið fjör og mikið spjallað eins og nærri má geta. Sú yngsta er að verða ansi ólétt enda farið að síga á seinni hluta meðgöngunnar. Það er virkilega gaman að hafa hana heima þessa daga því hún hefur verið svo ansi langt í burtu finnst okkur...
Kláraði ýmsa pappírsvinnu fyrir hádegi í dag. Einnig leit konungur Íslands við, Svavar Sigurðsson, hann er ódrepandi í vinnu sinni við að safna peningum til fíkniefnavarna og hefur stutt dyggilega við bakið á Tollgæslunni.
Þetta með konungstignina er reyndar ekki glósa frá mér heldur er þetta titillinn sem Svavar notar.
----------------------------------
Var komin á Selfoss kl. 12 á fund en mér var falið að ræða við forsvarsmenn Árborgar varðandi hugsanleg kaup þeirra á eignarhlut Héraðsnefndar Árnesinga í húseigninni Hrísholti 8. Jón Hjartarsson, forseta bæjarstjórnar og Ásta Stefánsdóttir, bæjrarritari voru fulltrúar Árborgar á fundinum. Niðurstaða og ákvörðun þeirra þarf að liggja fyrir í því máli fyrir fund Héraðsnefndar í haust. Í dag er húsið heilmikið nýtt af félögum í AA samtökunum og því brýnt að gætt sé að þeirra hagsmunum í ferlinu.
----------------------------------
Fundur Héraðsráðs hófst síðan kl. 13 en þar situr sú sem þetta skrifar auk Margeirs Ingólfssonar, oddvita Bláskógabyggðar og Ragnheiðar Hergeirsdóttur, bæjarstjóra Árborgar sem gegnir oddvita stöðu í Héraðsráðinu. Unnið er að ýmsum málum á vegum héraðsnefndar en héraðsráðið sér um framkvæmdahliðina á milli funda. Okkur var til dæmis falið að láta gera úttekt á fyrirkomulagi safnamála í sýslunni og vinnum við nú í því máli. Fengum góða gesti á fundinn sem kynntu möguleika í þeirri vinnu. Á fundinn mætti einnig Þórir Erlingsson sem bauð okkur að skoða nýjan stjórnstöðvarbíl svæðisstjórnar björgunarsveitanna í Árnessýslu. Bíllinn er keyptur í stað þess gamla sem brann í brunanum í flugeldasölunni hér í Hveragerði. Þessi nýji bíll er tæpir 10 metrar á lengd. Að fullu manngengur og í honum er fullkomin aðstaða til fjarskipta og fundahalda. Þessi aðstaða kom mér mjög á óvart og það er ekki efi í mínum huga að björgunarsveitirnar hafa með þessari fjárfestinu sýnt mikla framsýni og áræði.
Héraðsráðið ákvað að leggja fjármuni til kaupanna enda hafði héraðsnefndin á fundi sínum verið jákvæð í garð þessa verkefnis.
-------------------------------
Kláraði fundargerð bæjarráðsfundarins sem haldinn verður kl. 8 í fyrramálið nú síðdegis og svaraði tölvupóstum áður en ég fór á fund starfshóps um gerð skólastefnu en hópurinn skilaði fullunninni stefnu til skólanefndar í dag. Var þetta hin skemmtilegasta stund þar sem allir þeir sem tekið hafa þátt í mótun skólastefnunnar hittust og fóru yfir ferilinn. Nú fer stefnan til umræðu í skólanefnd og þaðan til bæjarstjórnar þar sem hún er endanlega samþykkt.
-------------------------------
Hittumst systurnar hjá mömmu í kvöld. Mikið fjör og mikið spjallað eins og nærri má geta. Sú yngsta er að verða ansi ólétt enda farið að síga á seinni hluta meðgöngunnar. Það er virkilega gaman að hafa hana heima þessa daga því hún hefur verið svo ansi langt í burtu finnst okkur...
Comments:
Skrifa ummæli