28. mars 2008
Kögunarhóll, ákvarðanir og veggjakrot
Það er greinilegt að sumir staðir eru fólki hjartfólgnari en aðrir og því vakti frétt á forsíðu Sunnlenska fréttablaðsins mikla athygli á mínum vinnustað í morgun.
Í fréttinni var fjallað um það að Kögunarhóll þyrfti að víkja fyrir tvöföldum Suðurlandsvegi og því hafði sveitarfélagið Ölfus ákveðið að leyfa þar malartekju og hóllinn myndi þannig hverfa á skömmum tíma. Greinilegt er að fólk trúir nágrönnum okkar til alls og fólk var afar æst yfir þessum áformum, ætlaði sér meira að segja að mæta í mótmælastöðu samtakanna Sólar í Ölfusi sem áformuð er í næstu viku allt þar til athugull lesandi tók eftir því hvenær mótmælastaðan átti að fara fram. Á hádegi næstkomandi þriðjudag sem ber uppá þann ágæta dag 1. apríl....
Vel lukkað hjá Sunnlenska verð ég að segja!!!
----------------------------
Á bæjarráðsfundi í dag voru mörg góð mál samþykkt. Meðal annars var ákveðið að fara í samstarf við Arkitektafélag Íslands um skipulag miðbæjarins. Miðbærinn er okkur ekki til sóma eins og hann lýtur nú út en þar standa nú þegar margar lóðir auðar eða með hálfónýtum gróðurhúsum sem bíða þess eins að verða rifin. Því miður hefur garðyrkjan látið undan síga hér í Hveragerði á undanförnum árum en aðstæður í greininni hafa gjörbreyst sem aftur hefur gert það að verkum að rekstrargrundvöllur minni stöðva hefur ekki verið góður. Lóðaverð hér í Hveragerði er síðan með þeim hætti að það er fýsilegur kostur að selja stöðvarnar til niðurrifs og byggja íbúðarhúsnæði á lóðunum. Þetta er þróun sem illa verður stöðvuð þrátt fyrir að margir sjái mjög eftir þeim sjarma sem fylgt hefur gróðurhúsunum í byggðinni.
Ég efast ekki um að skemmtilegar og nýstárlegar hugmyndir munu koma út úr hugmyndasamkeppninni sem fyrirhuguð er og hef trú á því að verkefnið þyki áhugavert.
Stefnt er að því að samkeppninni ljúki á árinu.
------------------------------
Ákveðið var að taka upp eingreiðslur til dagforeldra til að bæta aðstöðu þeirra en sú ákvörðun er tekin í kjölfar óskar um styrk til kaupa á kerrum fyrir allt að 5 börn. Kerrurnar eru algjör snilld en þar geta börnin setið örugg í sínum sætum og dagforeldrið farið með stóran hóp út um allan bæ sem hlýtur að vera mikil breyting frá því sem áður var.
------------------------------
Á morgun mun Guðmundur Þór, forseti bæjarstjórnar, afhenda grunnskólanum nýjar skólastofur með formlegum hætti. Innréttingu Hverakaups hússins er lokið en það hýsir nú mynd- og handmenntastofur eins og þær gerast bestar. Það hefur verið skemmtilegt að fylgjast með þeim breytingum sem húsið hefur undirgengist en segja má að það sé nú eins og nýtt að stærstu leyti.
------------------------------
Veggjakrot er óáran sem tröllriðið hefur bæjarfélaginu að undanförnu. Þó hefur algjörlega keyrt um þverbak að undanförnu og varla að sjá megi auðan vegg sem ekki hefur orðið fyrir barðinu á þessum ófögnuði. Hvað þessum aðilum gengur til er erfitt að gera sér í hugarlund því ekki er listrænum tilburðum fyrir að fara í þessum tilvikum. Það er alveg ljóst að við þetta ástand verður ekki unað og hefur rannsóknarlögreglunni verið falið málið og mun hún leggja allt kapp á að upplýsa hver eða hverjir hér eru að verki. Viðkomandi getur átt von á þungum viðurlögum því það er ekki gamanmál að útkrota bifreiðar í eigu fólks, nýjar útkeyrsluhurðir, heilu veggjaklæðningarnar á verslunarmiðstöðinni, nýmálaðar kennslustofur, alla gluggana á tjaldsvæðishúsinu, heilu strætóskýlin og áfram mætti telja. Við þurfum líka öll að vera vakandi fyrir þessum ófögnuði og láta lögregluna vita ef við teljum okkur vita hver hér er að verki. Kostnaðurinn sem af þessu hefur þegar hlotist mælist í hundruðum þúsunda ef ekki milljónum og við það verður ekki unað. Það er ýmislegt betra hægt að gera við peninga bæjarbúa en að eyða þeim í hreinsunarstarf af þessu tagi.
Það er greinilegt að sumir staðir eru fólki hjartfólgnari en aðrir og því vakti frétt á forsíðu Sunnlenska fréttablaðsins mikla athygli á mínum vinnustað í morgun.
Í fréttinni var fjallað um það að Kögunarhóll þyrfti að víkja fyrir tvöföldum Suðurlandsvegi og því hafði sveitarfélagið Ölfus ákveðið að leyfa þar malartekju og hóllinn myndi þannig hverfa á skömmum tíma. Greinilegt er að fólk trúir nágrönnum okkar til alls og fólk var afar æst yfir þessum áformum, ætlaði sér meira að segja að mæta í mótmælastöðu samtakanna Sólar í Ölfusi sem áformuð er í næstu viku allt þar til athugull lesandi tók eftir því hvenær mótmælastaðan átti að fara fram. Á hádegi næstkomandi þriðjudag sem ber uppá þann ágæta dag 1. apríl....
Vel lukkað hjá Sunnlenska verð ég að segja!!!
----------------------------
Á bæjarráðsfundi í dag voru mörg góð mál samþykkt. Meðal annars var ákveðið að fara í samstarf við Arkitektafélag Íslands um skipulag miðbæjarins. Miðbærinn er okkur ekki til sóma eins og hann lýtur nú út en þar standa nú þegar margar lóðir auðar eða með hálfónýtum gróðurhúsum sem bíða þess eins að verða rifin. Því miður hefur garðyrkjan látið undan síga hér í Hveragerði á undanförnum árum en aðstæður í greininni hafa gjörbreyst sem aftur hefur gert það að verkum að rekstrargrundvöllur minni stöðva hefur ekki verið góður. Lóðaverð hér í Hveragerði er síðan með þeim hætti að það er fýsilegur kostur að selja stöðvarnar til niðurrifs og byggja íbúðarhúsnæði á lóðunum. Þetta er þróun sem illa verður stöðvuð þrátt fyrir að margir sjái mjög eftir þeim sjarma sem fylgt hefur gróðurhúsunum í byggðinni.
Ég efast ekki um að skemmtilegar og nýstárlegar hugmyndir munu koma út úr hugmyndasamkeppninni sem fyrirhuguð er og hef trú á því að verkefnið þyki áhugavert.
Stefnt er að því að samkeppninni ljúki á árinu.
------------------------------
Ákveðið var að taka upp eingreiðslur til dagforeldra til að bæta aðstöðu þeirra en sú ákvörðun er tekin í kjölfar óskar um styrk til kaupa á kerrum fyrir allt að 5 börn. Kerrurnar eru algjör snilld en þar geta börnin setið örugg í sínum sætum og dagforeldrið farið með stóran hóp út um allan bæ sem hlýtur að vera mikil breyting frá því sem áður var.
------------------------------
Á morgun mun Guðmundur Þór, forseti bæjarstjórnar, afhenda grunnskólanum nýjar skólastofur með formlegum hætti. Innréttingu Hverakaups hússins er lokið en það hýsir nú mynd- og handmenntastofur eins og þær gerast bestar. Það hefur verið skemmtilegt að fylgjast með þeim breytingum sem húsið hefur undirgengist en segja má að það sé nú eins og nýtt að stærstu leyti.
------------------------------
Veggjakrot er óáran sem tröllriðið hefur bæjarfélaginu að undanförnu. Þó hefur algjörlega keyrt um þverbak að undanförnu og varla að sjá megi auðan vegg sem ekki hefur orðið fyrir barðinu á þessum ófögnuði. Hvað þessum aðilum gengur til er erfitt að gera sér í hugarlund því ekki er listrænum tilburðum fyrir að fara í þessum tilvikum. Það er alveg ljóst að við þetta ástand verður ekki unað og hefur rannsóknarlögreglunni verið falið málið og mun hún leggja allt kapp á að upplýsa hver eða hverjir hér eru að verki. Viðkomandi getur átt von á þungum viðurlögum því það er ekki gamanmál að útkrota bifreiðar í eigu fólks, nýjar útkeyrsluhurðir, heilu veggjaklæðningarnar á verslunarmiðstöðinni, nýmálaðar kennslustofur, alla gluggana á tjaldsvæðishúsinu, heilu strætóskýlin og áfram mætti telja. Við þurfum líka öll að vera vakandi fyrir þessum ófögnuði og láta lögregluna vita ef við teljum okkur vita hver hér er að verki. Kostnaðurinn sem af þessu hefur þegar hlotist mælist í hundruðum þúsunda ef ekki milljónum og við það verður ekki unað. Það er ýmislegt betra hægt að gera við peninga bæjarbúa en að eyða þeim í hreinsunarstarf af þessu tagi.
Comments:
Skrifa ummæli