14. mars 2008
Héraðsráð, fiskar, Suðurlandsvegur og Kögunarhóll
Vann í hinum ýmsu málum í morgun en af nógu er að taka í þeim efnum. Í hádeginu var brunað á Selfoss á fund í héraðsráði sem haldinn var í ráðhúsinu hjá Ragnheiði Hergeirs. Þar var ákveðið að taka tilboði Gísla Sverris Árnasonar og Garðars Jónssonar í úttekt á safnamálum Árnessýslu. Ákvörðun sem okkur var falið að taka í kjölfar héraðsnefndarfundar í haust. Héraðsnefndin rekur Byggðasafnið, Listasafnið, Skjalasafnið og tekur þátt í rekstri Bæjar- og héraðsbókasafnsins á Selfossi. Sífellt koma fram óskir um aðkomu héraðsnefndar að hinum ýmsu málaflokkum og þá ekki síst á sviði safnamála. Ákvað því nefndin að fá fagaðila til að gera úttekt á söfnunum í sýslunni sem yrði þá leiðbeinandi fyrir héraðsnefnd í framhaldinu.
---------------------------
Mér dauðbrá á leiðinni á Selfoss þegar ég sá hvernig búið er að fara með Kögunarhól. Mikil umhverfisspjöll eiga sér nú stað þar en búið er að leggja veg upp í miðja hlíð á hólnum og ekki er hægt að sjá annað en að þar sé nú verið að taka grunn fyrir húsi.
Fátt er fólki nú orðið heilagt verð ég að segja en bæjarstæðið hefði orðið ólíkt glæsilegra og betra sunnar og neðar í landinu. Fyrir nú utan það að þá hefði Kögunarhól verið hlíft en hann er eitt þekktasta kennileitið á leiðinni hér á milli Hveragerðis og Selfoss. Það að engin athugasemd skuli koma fram við auglýsingu deiliskipulags á svæðinu vekur mann til umhugsunar um meðvitund borgaranna varðandi skipulagsmál í sínu nánasta umhverfi. Við verðum öll að fylgjast með auglýsingum um breytt skipulag því ákvarðanir sem teknar eru á því sviði geta haft meiri áhrif
en nokkurn gæti grunað.
----------------------------
Fundaði í dag með formanni Veiðifélags Varmár og Þorleifslækja og formanni og stjórnarmanni Stangaveiðifélags Reykjavíkur. Tilgangur fundarins var að fara yfir afleiðingar klórslyssins. Fundurinn var góður og málið rætt ítarlega frá öllum sjónarhornum. Fulltrúar veiðimanna lögðu fram nokkuð ítarlegan lista um þær aðgerðir sem þeir telja nauðsynlegt að fara út í. Ákveðið var að hittast aftur innan skamms til að fara betur yfir þessi mál og reyna að ná lendingu sem allir geta verið sáttir við.
----------------------------
Bæjarstjórnarfundur síðdegis. Núðlurnar frá Kidda Rót höfðu svo sennilega afar góð áhrif því að bókanir bæði minnihluta og meirihluta voru á óvenju léttum nótum og höfðum við öll frekar gaman af þeim slag. Hvet ykkur til að lesa fundargerðina sem finna má hér. Fyrri umræða fór fram um nýgerða skólastefnu og einnig um breyttar samþykktir um gatnagerðargjöld. Bæjarstjórn ályktaði um vilja sinn til að efla almenningssamgöngur á milli höfuðborgarsvæðisins og Selfoss en það er eitt brýnasta hagsmunamál okkar hér fyrir austan fjall. Í upphafi bókaði bæjarstjórn um ánægju sína með ákvörðun um tvöföldun Suðurlandsvegar milli Litlu kaffistofunnar og Hveragerðis en ákvörðunin var tilkynnt á fundi í dag. Loksins höfum við fengið loforð um að framkvæmdir muni hefjast og það strax á fyrrihluta næsta árs. Þessari ákvörðun ber að fagna enda með henni lagðar línur um fyrirkomulag um uppbyggingu alls vegarins til næstu ára.
-----------------------------
Kanadafarinn kominn heim heill á húfi og gladdist sú sem hér skrifar mjög yfir að hafa endurheimt dótturina heim. Skemmtileg skrif um ferðina má lesa hér.
Vann í hinum ýmsu málum í morgun en af nógu er að taka í þeim efnum. Í hádeginu var brunað á Selfoss á fund í héraðsráði sem haldinn var í ráðhúsinu hjá Ragnheiði Hergeirs. Þar var ákveðið að taka tilboði Gísla Sverris Árnasonar og Garðars Jónssonar í úttekt á safnamálum Árnessýslu. Ákvörðun sem okkur var falið að taka í kjölfar héraðsnefndarfundar í haust. Héraðsnefndin rekur Byggðasafnið, Listasafnið, Skjalasafnið og tekur þátt í rekstri Bæjar- og héraðsbókasafnsins á Selfossi. Sífellt koma fram óskir um aðkomu héraðsnefndar að hinum ýmsu málaflokkum og þá ekki síst á sviði safnamála. Ákvað því nefndin að fá fagaðila til að gera úttekt á söfnunum í sýslunni sem yrði þá leiðbeinandi fyrir héraðsnefnd í framhaldinu.
---------------------------
Mér dauðbrá á leiðinni á Selfoss þegar ég sá hvernig búið er að fara með Kögunarhól. Mikil umhverfisspjöll eiga sér nú stað þar en búið er að leggja veg upp í miðja hlíð á hólnum og ekki er hægt að sjá annað en að þar sé nú verið að taka grunn fyrir húsi.
Fátt er fólki nú orðið heilagt verð ég að segja en bæjarstæðið hefði orðið ólíkt glæsilegra og betra sunnar og neðar í landinu. Fyrir nú utan það að þá hefði Kögunarhól verið hlíft en hann er eitt þekktasta kennileitið á leiðinni hér á milli Hveragerðis og Selfoss. Það að engin athugasemd skuli koma fram við auglýsingu deiliskipulags á svæðinu vekur mann til umhugsunar um meðvitund borgaranna varðandi skipulagsmál í sínu nánasta umhverfi. Við verðum öll að fylgjast með auglýsingum um breytt skipulag því ákvarðanir sem teknar eru á því sviði geta haft meiri áhrif
en nokkurn gæti grunað.
----------------------------
Fundaði í dag með formanni Veiðifélags Varmár og Þorleifslækja og formanni og stjórnarmanni Stangaveiðifélags Reykjavíkur. Tilgangur fundarins var að fara yfir afleiðingar klórslyssins. Fundurinn var góður og málið rætt ítarlega frá öllum sjónarhornum. Fulltrúar veiðimanna lögðu fram nokkuð ítarlegan lista um þær aðgerðir sem þeir telja nauðsynlegt að fara út í. Ákveðið var að hittast aftur innan skamms til að fara betur yfir þessi mál og reyna að ná lendingu sem allir geta verið sáttir við.
----------------------------
Bæjarstjórnarfundur síðdegis. Núðlurnar frá Kidda Rót höfðu svo sennilega afar góð áhrif því að bókanir bæði minnihluta og meirihluta voru á óvenju léttum nótum og höfðum við öll frekar gaman af þeim slag. Hvet ykkur til að lesa fundargerðina sem finna má hér. Fyrri umræða fór fram um nýgerða skólastefnu og einnig um breyttar samþykktir um gatnagerðargjöld. Bæjarstjórn ályktaði um vilja sinn til að efla almenningssamgöngur á milli höfuðborgarsvæðisins og Selfoss en það er eitt brýnasta hagsmunamál okkar hér fyrir austan fjall. Í upphafi bókaði bæjarstjórn um ánægju sína með ákvörðun um tvöföldun Suðurlandsvegar milli Litlu kaffistofunnar og Hveragerðis en ákvörðunin var tilkynnt á fundi í dag. Loksins höfum við fengið loforð um að framkvæmdir muni hefjast og það strax á fyrrihluta næsta árs. Þessari ákvörðun ber að fagna enda með henni lagðar línur um fyrirkomulag um uppbyggingu alls vegarins til næstu ára.
-----------------------------
Kanadafarinn kominn heim heill á húfi og gladdist sú sem hér skrifar mjög yfir að hafa endurheimt dótturina heim. Skemmtileg skrif um ferðina má lesa hér.
Comments:
Skrifa ummæli