18. mars 2008
Gúrka...
Ég var í sundi á sunnudaginn síðasta og flatmagaði þar í pottinum ásamt fullt af öðru fólki um miðbik dagsins. Varð samt sem áður ekki vitni að heimsókn sænskrar baráttukonu í laugina en forstöðukona sundlaugarinnnar hringdi í mig í gær og lét mig vita af uppákomu sem orðið hafði í sundlauginni vegna konu sem vildi vera berbrjósta í heitu pottunum og í lauginni. Laugarverðir vildu að hún væri í viðeigandi sundfatnaði eins og það heitir en því vildi sú sænska ekki una og yfirgaf því sundlaugina. Það var eins og við manninn mælt að blaðamaður 24 stunda hringdi í mig á mánudaginn en þá hafði sundkonan haft samband við hann enda tilgangurinn væntanlega með sundferðinni að komast í fjölmiðla. Ég átti fínt spjall við blaðamanninn sem hafði eina eða tvær línur eftir mér í frétt um málið í dag. Fréttin svo sem sárasaklaus og engin ástæða til annars en að líta á hana sem slíka. Í blogg heimum hefur fréttin aftur á móti vakið ótrúleg viðbrögð því hún er sú mest lesna á mbl.is í dag og lygilega margir hafa bloggað um fréttina.
Hvað er svona fréttnæmt við þetta og hvert er málið? Forstöðumaður sundlaugarinnar ræddi við fjölda annarra forstöðumanna og hvergi voru til reglur um það hvað væri viðeigandi sundfatnaður í sundlaugunum, mál sem þetta hafa ekki komið upp, sólböð á sólbekkjum undanskilin. Þetta verður væntanlega mál málanna á næsta forstöðumannafundi.
Hér í Hveragerði hafa sundlaugarverðir þurft að bregðast við gagnvart einstaklingum sem vilja vera naktir í lauginni? Er það eitthvað sem ætti að skoða í leiðinni? Gæti nefnt einstaklinga sem væru alveg til í að fara í krossferð til að berjast fyrir því að líkaminn fái notið sín á evu/adams klæðunum einum í sundlauginni ! ! !
Hversu mikil má nekt í sundlaug vera? Hvenær er frelsi eins farið að skerða frelsi annars? Ekki alveg einfalt, frekar en svo margt annað ....
En annars held ég að áhuginn á þessari frétt skýrist ekki síst af því að hér hafi komið skondin, lítil, sakleysisleg frétt sem útaf fyrir sig skiptir engu máli, mitt í allri hringiðu frétta af hruni krónunnar, fallandi hlutabréfamörkuðum, yfirvofandi gjaldþrotum, verðbólgu, hækkandi olíuverði og annarri óáran sem tröllriðið hefur fjölmiðlum undanfarna daga.
Lærdómur dagsins: læða út saklausum skemmtilegum fréttum því þær eru lesnar upp til agna á þessum síðustu og verstu ......
Spurning dagsins: hvers vegna fór sú sænska ekki í sund á Selfossi ? ? ?
Ég var í sundi á sunnudaginn síðasta og flatmagaði þar í pottinum ásamt fullt af öðru fólki um miðbik dagsins. Varð samt sem áður ekki vitni að heimsókn sænskrar baráttukonu í laugina en forstöðukona sundlaugarinnnar hringdi í mig í gær og lét mig vita af uppákomu sem orðið hafði í sundlauginni vegna konu sem vildi vera berbrjósta í heitu pottunum og í lauginni. Laugarverðir vildu að hún væri í viðeigandi sundfatnaði eins og það heitir en því vildi sú sænska ekki una og yfirgaf því sundlaugina. Það var eins og við manninn mælt að blaðamaður 24 stunda hringdi í mig á mánudaginn en þá hafði sundkonan haft samband við hann enda tilgangurinn væntanlega með sundferðinni að komast í fjölmiðla. Ég átti fínt spjall við blaðamanninn sem hafði eina eða tvær línur eftir mér í frétt um málið í dag. Fréttin svo sem sárasaklaus og engin ástæða til annars en að líta á hana sem slíka. Í blogg heimum hefur fréttin aftur á móti vakið ótrúleg viðbrögð því hún er sú mest lesna á mbl.is í dag og lygilega margir hafa bloggað um fréttina.
Hvað er svona fréttnæmt við þetta og hvert er málið? Forstöðumaður sundlaugarinnar ræddi við fjölda annarra forstöðumanna og hvergi voru til reglur um það hvað væri viðeigandi sundfatnaður í sundlaugunum, mál sem þetta hafa ekki komið upp, sólböð á sólbekkjum undanskilin. Þetta verður væntanlega mál málanna á næsta forstöðumannafundi.
Hér í Hveragerði hafa sundlaugarverðir þurft að bregðast við gagnvart einstaklingum sem vilja vera naktir í lauginni? Er það eitthvað sem ætti að skoða í leiðinni? Gæti nefnt einstaklinga sem væru alveg til í að fara í krossferð til að berjast fyrir því að líkaminn fái notið sín á evu/adams klæðunum einum í sundlauginni ! ! !
Hversu mikil má nekt í sundlaug vera? Hvenær er frelsi eins farið að skerða frelsi annars? Ekki alveg einfalt, frekar en svo margt annað ....
En annars held ég að áhuginn á þessari frétt skýrist ekki síst af því að hér hafi komið skondin, lítil, sakleysisleg frétt sem útaf fyrir sig skiptir engu máli, mitt í allri hringiðu frétta af hruni krónunnar, fallandi hlutabréfamörkuðum, yfirvofandi gjaldþrotum, verðbólgu, hækkandi olíuverði og annarri óáran sem tröllriðið hefur fjölmiðlum undanfarna daga.
Lærdómur dagsins: læða út saklausum skemmtilegum fréttum því þær eru lesnar upp til agna á þessum síðustu og verstu ......
Spurning dagsins: hvers vegna fór sú sænska ekki í sund á Selfossi ? ? ?
Comments:
Skrifa ummæli