29. mars 2008
Fundur í morgun á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga þar sem mættir voru umsjónarmenn heimasíðna/upplýsingamála hinna ýmsu sveitarfélaga. Ég var fengin til þess að kynna Sunnan3 verkefnið sem Árborg, Hveragerði og Ölfus stóðu að en tilgangur fundarins var að ræða hvers vegna Ísland væri að dragast aftur úr öðrum þjóðum á sviði upplýsingatækni. Það var fróðlegt að hlusta á það sem aðrir höfðu fram að færa en það er greinilegt að fjárveitingar til uppbyggingar rafrænnar stjórnsýslu eru ekki nægjanlegar. Til verkefnisins Sunnan3 höfum við hér fyrir austan fjall fengið ríflegann styrk frá Byggðastofnun og gerði hann okkur mögulegt að opna rafrænt þjónustutorg ásamt því að ljúka ýmsum öðrum verkefnum þessu tengdu. Fundurinn var hressilegur enda hópurinn áhugasamur um málefnið. Strax að þessum fundi loknum tók við fundur í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga og stóð hann þar til síðdegis. Fjöldi mála var ræddur, breytingar á Jöfnunarsjóð voru tímafrekastar enda erfitt að samræma sjónarmið sveitarstjórnarmanna á þeim málaflokki. Umsagnir um hin ýmsu lagafrumvörp eru ávallt fyrirferðarmiklar og núna var líka farið yfir stefnumörkun stjórnar ásamt ýmsu öðru.
------------------------
Á fundi bæjarráðs í gær var einróma samþykkt að ráða Jóhönnu Margréti Hjartardóttur í nýja stöðu menningar- og frístundafulltrúa Hveragerðisbæjar. Hún var valin úr hópi 23 umsækjenda en fjölmargir afar frambærilegir aðilar sóttu um stöðuna.
------------------------
------------------------
Á fundi bæjarráðs í gær var einróma samþykkt að ráða Jóhönnu Margréti Hjartardóttur í nýja stöðu menningar- og frístundafulltrúa Hveragerðisbæjar. Hún var valin úr hópi 23 umsækjenda en fjölmargir afar frambærilegir aðilar sóttu um stöðuna.
------------------------
Comments:
Skrifa ummæli