4. mars 2008
Framkvæmdir sumarsins ...
Útboðsgögn eru að verða tilbúin vegna stíga- og gatnagerðar sumarsins. Að öllu óbreyttu verður auglýst útboð á göngustígum ásamt bílaplani leikskólans Undralands um næstu helgi. Við vonumst eðlilega eftir hagstæðum verðum í þessar framkvæmdir.
Örlítið lengra er í útboðsgögn vegna Þórsmerkur og Hjallabrúnar en stefnt er að auglýsingu þessara verka í mars. Göngustígur milli Fljótsmerkur og Þórsmerkur verður lagður samhliða þessari framkvæmd.
Teikningar af aðstöðuhúsinu við Grýluvöll eru tilbúnar en þar er deiliskipulagið aftur á móti í auglýsingu. Enn hefur ekki borist svar frá Brunamálastofnun varðandi mjúkhýsið svokallaða en einn fremsti brunahönnuður landsins vinnur hörðum höndum að því verkefni.
Undirbjó fundarboð bæjarráðsfundar sem haldinn verður á fimmtudag. Það eru ávallt einhver mál sem þarfnast meiri undirbúnings en önnur en bæjarráð fjallar um flest það sem snýr að daglegum rekstri bæjarfélagsins.
---------------------
Ég og Albert erum afar hrifin á Skjánum sem til dæmis gefur okkur núna kost á að horfa á hina frábæru mynd Godzilla ókeypis. Við höfum oft séð hana en hún klikkar aldrei og til dæmis er horft á hana núna með öðru auganu um leið og bloggfærsla dagsins er skrifuð inn.
Útboðsgögn eru að verða tilbúin vegna stíga- og gatnagerðar sumarsins. Að öllu óbreyttu verður auglýst útboð á göngustígum ásamt bílaplani leikskólans Undralands um næstu helgi. Við vonumst eðlilega eftir hagstæðum verðum í þessar framkvæmdir.
Örlítið lengra er í útboðsgögn vegna Þórsmerkur og Hjallabrúnar en stefnt er að auglýsingu þessara verka í mars. Göngustígur milli Fljótsmerkur og Þórsmerkur verður lagður samhliða þessari framkvæmd.
Teikningar af aðstöðuhúsinu við Grýluvöll eru tilbúnar en þar er deiliskipulagið aftur á móti í auglýsingu. Enn hefur ekki borist svar frá Brunamálastofnun varðandi mjúkhýsið svokallaða en einn fremsti brunahönnuður landsins vinnur hörðum höndum að því verkefni.
Undirbjó fundarboð bæjarráðsfundar sem haldinn verður á fimmtudag. Það eru ávallt einhver mál sem þarfnast meiri undirbúnings en önnur en bæjarráð fjallar um flest það sem snýr að daglegum rekstri bæjarfélagsins.
---------------------
Ég og Albert erum afar hrifin á Skjánum sem til dæmis gefur okkur núna kost á að horfa á hina frábæru mynd Godzilla ókeypis. Við höfum oft séð hana en hún klikkar aldrei og til dæmis er horft á hana núna með öðru auganu um leið og bloggfærsla dagsins er skrifuð inn.
Comments:
Skrifa ummæli