6. mars 2008
Bæjarráð, árshátíð og Dagskráin...
Bæjaráðsfundur í morgun og þónokkur mál á dagskrá samkvæmt venju. Tveimur raðhúsalóðum og einu parhúsi var úthlutað til ÖR tréverks í Dalsbrúninni og þá er nú orðið fátt um fína drætti varðandi lóðaframboð bæjarins. Ein raðhúsalóð er nú eftir og eitt parhús í Dalsbrún. Við Hjallabrún og Hólmabrún verða að mestu einbýlishús en tvær parhúsalóðir eru á því svæði. Það verður spennandi að sjá hvernig lóðaúthlutun næstu mánaða mun þróast í ljósi aðstæðna á markaði. Á fundinum var einnig lagt fram bréf frá hjónunum á Þórustöðum sem hafa augastað á svæði inní Dal undir lifandi búháttasafn, safni sem sýndi lífshætti til sveita á fyrri hluta síðustu aldar. Bæjarráð lýsti yfir jákvæðum vilja til verkefnissins en þar sem svæðið sem um er að ræða tilheyrir sveitarfélaginu Ölfusi þá er skipulag þess á þeirra forsjá en ég hef ekki trú á öðru en að þar verði viðbrögð jákvæð.
-------------------------
Fundaði um fyrirkomulag sorpmála í Hveragerði og þá lausn sem kynnt hefur verið fyrir sveitarfélögum á suður- og vesturlandi. Sitt sýnist hverjum enda er hér um afar háar fjárhæðir til stofnframkvæmda að ræða. Fundur síðdegis um skólastefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga, félags grunnskólakennara og skólastjórnenda og hið mjög svo áhugaverða starf sem hópurinn sem hana vann hefur innt af hendi.
Varð reyndar að yfirgefa fundinn áður en honum lauk þar sem árshátíð miðstigs í Grunnskólanum var haldin síðdegis. Bekkurinn hans Alberts setti upp leikrit sem þau sömdu sjálf og var það stórskemmtilegt eins og önnur atriði á árshátíðinni.
-------------------------
Magnús Hlynur sem er einn dyggasti lesandi aldis.is birti í Dagskránni í dag alltof stóra mynd af mér og stórsöngvaranum Magna sem tekin var við opnun bensínstöðvar Atlantsolíu um daginn. Það hefði verið nær að hafa þessa mynd í frímerkjastærðinni sem fylgdi fréttinni um opnunina í síðustu viku, Magnús ! ! !
Og ég sem var búin að skrifa heljarinnar grein um innheimtu fasteignagjalda, hvar skyldi hún hafa endað ? ? ?
Bæjaráðsfundur í morgun og þónokkur mál á dagskrá samkvæmt venju. Tveimur raðhúsalóðum og einu parhúsi var úthlutað til ÖR tréverks í Dalsbrúninni og þá er nú orðið fátt um fína drætti varðandi lóðaframboð bæjarins. Ein raðhúsalóð er nú eftir og eitt parhús í Dalsbrún. Við Hjallabrún og Hólmabrún verða að mestu einbýlishús en tvær parhúsalóðir eru á því svæði. Það verður spennandi að sjá hvernig lóðaúthlutun næstu mánaða mun þróast í ljósi aðstæðna á markaði. Á fundinum var einnig lagt fram bréf frá hjónunum á Þórustöðum sem hafa augastað á svæði inní Dal undir lifandi búháttasafn, safni sem sýndi lífshætti til sveita á fyrri hluta síðustu aldar. Bæjarráð lýsti yfir jákvæðum vilja til verkefnissins en þar sem svæðið sem um er að ræða tilheyrir sveitarfélaginu Ölfusi þá er skipulag þess á þeirra forsjá en ég hef ekki trú á öðru en að þar verði viðbrögð jákvæð.
-------------------------
Fundaði um fyrirkomulag sorpmála í Hveragerði og þá lausn sem kynnt hefur verið fyrir sveitarfélögum á suður- og vesturlandi. Sitt sýnist hverjum enda er hér um afar háar fjárhæðir til stofnframkvæmda að ræða. Fundur síðdegis um skólastefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga, félags grunnskólakennara og skólastjórnenda og hið mjög svo áhugaverða starf sem hópurinn sem hana vann hefur innt af hendi.
Varð reyndar að yfirgefa fundinn áður en honum lauk þar sem árshátíð miðstigs í Grunnskólanum var haldin síðdegis. Bekkurinn hans Alberts setti upp leikrit sem þau sömdu sjálf og var það stórskemmtilegt eins og önnur atriði á árshátíðinni.
-------------------------
Magnús Hlynur sem er einn dyggasti lesandi aldis.is birti í Dagskránni í dag alltof stóra mynd af mér og stórsöngvaranum Magna sem tekin var við opnun bensínstöðvar Atlantsolíu um daginn. Það hefði verið nær að hafa þessa mynd í frímerkjastærðinni sem fylgdi fréttinni um opnunina í síðustu viku, Magnús ! ! !
Og ég sem var búin að skrifa heljarinnar grein um innheimtu fasteignagjalda, hvar skyldi hún hafa endað ? ? ?
Comments:
Skrifa ummæli