18. desember 2007
Jólaerill, Eden, FSu og fleira
Jólin nálgast óðfluga og næg verkefni þeim tengd bæði í vinnu sem utan.
Eins og ávallt virðast öll félög keppast um að ljúka starfi ársins með glæsibrag og það á auðvitað að gerast núna fyrir jól. Því er nóg af fundum þrátt fyrir að manni fyndist nú að hægja ætti á svona rétt fyrir jólin.
Seinni umræða um fjárhagsáætlun verður næstkomandi fimmtudag og því lýkur ekki formlegum störfum bæjarstjórnar fyrr en þá. Hefði gjarnan viljað klára viku fyrr en það náðist ekki í ár.
Hitti Egil Guðna eiganda Eden í morgun og ræddum við uppbygginguna sem þar er fyrirhuguð. Fórum síðan í vettvangs skoðun en nú er unnið að endurbótum á húsnæði staðarins. Þar er heilmikið um að vera og starfsmenn í óða önn að rífa niður innréttingar, klippa tré og taka til. Það er mikið framundan og verður gaman að sjá hvernig staðurinn mun líta út þegar hann opnar aftur í mars. Þá fagnar Eden 50 ára afmæli svo tímamótin eru næg.
Eftir hádegi var fundur í skólanefnd FSu þar sem við fengum fjóra af sex umsækjendum um stöðu skólameistara í viðtal. Allt afar frambærilegir umsækjendur sem allir myndu sóma sér vel í stöðunni. Nefndin stóð frammi fyrir mörgum kostum en niðurstaðan er ljós. Um leið og ráðuneytinu hefur verið tilkynnt um niðurstöðu nefndarinnar geri ég ráð fyrir að skoðun nefndarinnar verði gerð opinber. Það er síðan ráðherra sem á síðsta orðið og skipar í stöðuna.
Síðdegis fór nokkur tími í símtöl og aðra vinnu vegna stofnunar Háskólafélags Suðurlands sem fram fer á morgun. Það er mikilvægt að vel takist til því sveitarfélögin eru að leggja mikla fjármuni í verkefnið sem vonandi mun efla menntastig Suðurlands og bæta hér búsetugæði.
Þorgeir Ástvaldsson á Bylgjunni er dyggur talsmaður tvöfalds Suðurlandsvegar og átti hann viðtal við mig og Ragnheiði í Árborg í síðdegisþættinum í dag. Tilefnið var greinaskrif einhverra einstaklinga sem tala fyrir 2+1 vegi. Það er alveg ljóst í mínum huga að ráðamenn þjóðarinnar hafa þegar tekið þá ákvörðun að Suðurlandsvegur verður 2+2 og því er það svolítið sérkennilegt að þessi umræða skuli vera vakin til lífsins enn eina ferðina.
Frétti það í morgun að Guðlaug Sigurðardóttir, fjármálastjóri Árborgar, væri búin að segja upp og þykir mér það mjög miður. Hún er ekki starfandi í mínu sveitarfélagi en hefur verið afskaplega góður félagi í gegnum tíðina og afar traust. Vont að missa gott fólk úr störfum fyrir sveitarfélögin.
Jólin nálgast óðfluga og næg verkefni þeim tengd bæði í vinnu sem utan.
Eins og ávallt virðast öll félög keppast um að ljúka starfi ársins með glæsibrag og það á auðvitað að gerast núna fyrir jól. Því er nóg af fundum þrátt fyrir að manni fyndist nú að hægja ætti á svona rétt fyrir jólin.
Seinni umræða um fjárhagsáætlun verður næstkomandi fimmtudag og því lýkur ekki formlegum störfum bæjarstjórnar fyrr en þá. Hefði gjarnan viljað klára viku fyrr en það náðist ekki í ár.
Hitti Egil Guðna eiganda Eden í morgun og ræddum við uppbygginguna sem þar er fyrirhuguð. Fórum síðan í vettvangs skoðun en nú er unnið að endurbótum á húsnæði staðarins. Þar er heilmikið um að vera og starfsmenn í óða önn að rífa niður innréttingar, klippa tré og taka til. Það er mikið framundan og verður gaman að sjá hvernig staðurinn mun líta út þegar hann opnar aftur í mars. Þá fagnar Eden 50 ára afmæli svo tímamótin eru næg.
Eftir hádegi var fundur í skólanefnd FSu þar sem við fengum fjóra af sex umsækjendum um stöðu skólameistara í viðtal. Allt afar frambærilegir umsækjendur sem allir myndu sóma sér vel í stöðunni. Nefndin stóð frammi fyrir mörgum kostum en niðurstaðan er ljós. Um leið og ráðuneytinu hefur verið tilkynnt um niðurstöðu nefndarinnar geri ég ráð fyrir að skoðun nefndarinnar verði gerð opinber. Það er síðan ráðherra sem á síðsta orðið og skipar í stöðuna.
Síðdegis fór nokkur tími í símtöl og aðra vinnu vegna stofnunar Háskólafélags Suðurlands sem fram fer á morgun. Það er mikilvægt að vel takist til því sveitarfélögin eru að leggja mikla fjármuni í verkefnið sem vonandi mun efla menntastig Suðurlands og bæta hér búsetugæði.
Þorgeir Ástvaldsson á Bylgjunni er dyggur talsmaður tvöfalds Suðurlandsvegar og átti hann viðtal við mig og Ragnheiði í Árborg í síðdegisþættinum í dag. Tilefnið var greinaskrif einhverra einstaklinga sem tala fyrir 2+1 vegi. Það er alveg ljóst í mínum huga að ráðamenn þjóðarinnar hafa þegar tekið þá ákvörðun að Suðurlandsvegur verður 2+2 og því er það svolítið sérkennilegt að þessi umræða skuli vera vakin til lífsins enn eina ferðina.
Frétti það í morgun að Guðlaug Sigurðardóttir, fjármálastjóri Árborgar, væri búin að segja upp og þykir mér það mjög miður. Hún er ekki starfandi í mínu sveitarfélagi en hefur verið afskaplega góður félagi í gegnum tíðina og afar traust. Vont að missa gott fólk úr störfum fyrir sveitarfélögin.
Comments:
Skrifa ummæli