9. október 2007
Mikil og jákvæð umfjöllun um Hvergerði í fjölmiðlum í dag. Þrjá opnur helgaðar bænum í blaðinu Land og saga sem dreift var með Morgunblaðinu í dag. Reyndar liggur blaðið líka frammi á bensínstöðvum og völdum stöðum um allt land. Mjög fín umfjöllun er um Búmannahverfið sem rís nú með leifturhraða eftir að þeir komust loks uppúr jörðinni. Þar er fyrsti bílakjallarinn í bænum en íbúðirnar eru 43. Einnig er á lóðinni afar skemmtilegt fjölnota þjónustuhús til afnota fyrir íbúana sem geta haldið þar veislur eða nýtt það með fjölbreyttum öðrum hætti. Mikill áhugi virðist vera á þessum húsum enda munu þau verða mjög skemmtileg og hverfið staðarprýði. Kambalands menn kynntu líka sín uppbyggingaráform en þar er deiliskipulagi lokið og framkvæmdir geta hafist í vetur. Þar mun rísa hverfi fyrir um 700 manns með leikskóla og þjónustustofnun. Staðsetningin er sérstaklega skemmtileg enda hverfið í nokkrum halla og því geta flestir notið útsýnisins. Nálægðin við útivistarsvæðin, skógræktina og gögnustígakerfið gerir Kambalandið að ákjósanlegum búsetukosti.
Almenn umfjöllun var líka um Hveragerði, þar var komið víða við. Saga bæjarins rakin og farið yfir þau framtíðaráform um uppbyggingu sem í farvatninu eru.
Á Morgunvaktinni í morgun var viðtal við þá sem þetta ritar. Þar fór ég eins og ávallt yfir þau gæði sem felast í búsetu hér í bæ en af nógu er að taka. Ég hefði auðveldlega getað orðið að framhaldsþætti ef ég hefði fengið tækifæri til....
Almenn umfjöllun var líka um Hveragerði, þar var komið víða við. Saga bæjarins rakin og farið yfir þau framtíðaráform um uppbyggingu sem í farvatninu eru.
Á Morgunvaktinni í morgun var viðtal við þá sem þetta ritar. Þar fór ég eins og ávallt yfir þau gæði sem felast í búsetu hér í bæ en af nógu er að taka. Ég hefði auðveldlega getað orðið að framhaldsþætti ef ég hefði fengið tækifæri til....
Comments:
Skrifa ummæli