11. október 2007
"Dagbók góðrar grannkonu"
Doris Lessing hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels í ár. Frábær skáldkona sem er vel að þessari viðurkenningu komin. Las Dagbók góðrar grannkonu eftir Lessing fyrir nokkrum árum. Heillaðist algjörlega og var uppfull af náungakærleik á eftir. Í bókinni er sagt frá mjög upptekinni dömu sem gerist heimsóknavinur aldraðrar konu og vináttunni sem þróast á milli þeirra. Ég hljóp um leið og lestri var lokið til mömmu uppfull af því að vilja gerast heimsóknarvinur og ættleiða ókunnugt gamalmenni svona því til skemmtunar. Mamma horfði á mig í smástund og sagði svo þessa gullvægu setningu sem ég hef ekki gleymt síðan. "Aldís mín, hvernig væri að þú sinntir nú fyrst þínum eigin öldruðu ættingjum áður en þú ættleiðir ókunnuga." Þetta situr í minningunni ásamt samviskubitinu yfir því að hafa nú samt ekki verið sérlega dugleg við að sinna ættingjunum því miður!
Doris Lessing hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels í ár. Frábær skáldkona sem er vel að þessari viðurkenningu komin. Las Dagbók góðrar grannkonu eftir Lessing fyrir nokkrum árum. Heillaðist algjörlega og var uppfull af náungakærleik á eftir. Í bókinni er sagt frá mjög upptekinni dömu sem gerist heimsóknavinur aldraðrar konu og vináttunni sem þróast á milli þeirra. Ég hljóp um leið og lestri var lokið til mömmu uppfull af því að vilja gerast heimsóknarvinur og ættleiða ókunnugt gamalmenni svona því til skemmtunar. Mamma horfði á mig í smástund og sagði svo þessa gullvægu setningu sem ég hef ekki gleymt síðan. "Aldís mín, hvernig væri að þú sinntir nú fyrst þínum eigin öldruðu ættingjum áður en þú ættleiðir ókunnuga." Þetta situr í minningunni ásamt samviskubitinu yfir því að hafa nú samt ekki verið sérlega dugleg við að sinna ættingjunum því miður!
Comments:
Skrifa ummæli