30. september 2007
Flóðið í Varmá, haustlitir og Miss Klipper!
Oft hefur nú rignt í Hveragerði en undanfarið hefur þó steininn alveg tekið úr. Aðfaranótt föstudagsins rigndi gríðarlega og ekki bara hér heldur einig í fjöllunum í kring. Þetta olli gríðarlegu flóði í Varmá og nú dauðsé ég eftir því að hafa ekki farið upp að á um kvöldið til að verða vitni að ósköpunum sem þá gengu á. Fór aftur á móti á rúntinn strax um morguninn til að líta á vegsummerki en þá þegar hafði þónokkuð sjatnað í ánni. Myndir frá þeim rúnti má sjá á heimasíðu Hveragerðisbæjar. Aftur á móti rakst ég á öldungis frábærar myndir hjá Bjössa á Bláfelli og hvet ykkur til að kíkja á þær. Hann hefur greinilega líka farið á stjá daginn eftir því þarna hefur mikið minnkað í ánni en þó má til dæmis sjá að grunnurinn fyrir neðan Reykjafoss er fullur af sandi þannig að greinilega hefur flotið vel yfir hann.
Við Bjarni fórum í góða gönguferð í dag, skoðuðum haustlitina og tókum fullt af myndum sem vonandi komast á netið fyrr en seinna. Þarf að endurnýja kynni mín af "fotki", því mér hefur gengið afar illa að koma inn myndum uppá síðkastið.
Erla Kristín opnaði síðan hárgreiðslustofu í miðbænum í dag. "Miss klipper" heitir stofan sem á vafalaust eftir að verða vinsæl enda vel staðsett og flott innréttuð.
Í ört vaxandi bæjarfélagi veitir ekki af aukinni þjónustu og er vonandi að enn fleiri sjái sér leik á borði og smelli upp starfsemi í Hveragerði.
Oft hefur nú rignt í Hveragerði en undanfarið hefur þó steininn alveg tekið úr. Aðfaranótt föstudagsins rigndi gríðarlega og ekki bara hér heldur einig í fjöllunum í kring. Þetta olli gríðarlegu flóði í Varmá og nú dauðsé ég eftir því að hafa ekki farið upp að á um kvöldið til að verða vitni að ósköpunum sem þá gengu á. Fór aftur á móti á rúntinn strax um morguninn til að líta á vegsummerki en þá þegar hafði þónokkuð sjatnað í ánni. Myndir frá þeim rúnti má sjá á heimasíðu Hveragerðisbæjar. Aftur á móti rakst ég á öldungis frábærar myndir hjá Bjössa á Bláfelli og hvet ykkur til að kíkja á þær. Hann hefur greinilega líka farið á stjá daginn eftir því þarna hefur mikið minnkað í ánni en þó má til dæmis sjá að grunnurinn fyrir neðan Reykjafoss er fullur af sandi þannig að greinilega hefur flotið vel yfir hann.
Við Bjarni fórum í góða gönguferð í dag, skoðuðum haustlitina og tókum fullt af myndum sem vonandi komast á netið fyrr en seinna. Þarf að endurnýja kynni mín af "fotki", því mér hefur gengið afar illa að koma inn myndum uppá síðkastið.
Erla Kristín opnaði síðan hárgreiðslustofu í miðbænum í dag. "Miss klipper" heitir stofan sem á vafalaust eftir að verða vinsæl enda vel staðsett og flott innréttuð.
Í ört vaxandi bæjarfélagi veitir ekki af aukinni þjónustu og er vonandi að enn fleiri sjái sér leik á borði og smelli upp starfsemi í Hveragerði.
Comments:
Skrifa ummæli