19. júlí 2007
Heimilislífið er að færast í samt lag ...
...eftir framkvæmdir vorsins sem vægast sagt hafa tekið alltof langan tíma. En nú er Bjarni þó fluttur heim aftur eftir að hafa verið hjá ömmu sinni síðan við komum frá Ítalíu um páskana. Held reyndar að hann hafi nú ekki verið að flýta sér heim því að þjónustan hjá ömmu var víst með eindæmum góð. Morgunmatur fundinn til fyrir hann alla daga, kvöldmatur stundvíslega klukkan sjö og meira að segja stoppað í sokkana hans. Slíkt hafa fjölskyldumeðlimir hér ekki upplifað síðan á árdögum búskaparins þegar ég hélt að þetta ætti maður að gera um leið og ég straujaði viskustykkin. Vandist af því MJÖG fljótt. En hér er búið að lagfæra baðherbergið, mála herbergin og múra bílskúrinn þannig að það hefur verið nóg að gera. Góðviðrið hefur því verið notað til viðhaldsverka bæði utan- sem innandyra. Bíltúrar og ferðalög bíða betri tíma.
Veðrið hefur leikið við Hvergerðinga eins og aðra landsmenn. Það hefur ekki verið amalegt að vera á leikjanámskeiðinu eða í vinnuskólanum undanfarnar vikur enda eru regnföt og gúmmístígvél eitthvað sem börnin hafa ekki notað í allt sumar. Það er annað ástandið núna eða í fyrra þegar rigndi stanslaust að manni fannst. Í sumar höfum við borðað á pallinum svotil á hverju kvöldi en síðasta sumar voru þau skipti teljandi á fingrum annarrar handar. Yndislegt að fá svona daga. Hér í Hveragerði höfum við ekki lent í vandræðum vegna vatnsskorts eins og sum sveitarfélög. En vegna mikillar notkunar er varavatnsbólið samt notað þessa dagana. Þetta sýnir okkur að það var ekki vitleysa að gera ráð fyrir nýrri borholu í ár. Það má ekki mikið útaf bregða til að vandræðaástand skapist í árferði sem þessu.
Nýverið var gerður samningur við Íslenska gámafélagið um grænar tunnur í Hveragerði. Nú er byrjað að taka niður pantanir og er greinilegt að mikill áhugi er á umhverfisvernd í bænum því fjölmargir hafa þegar pantað sér tunnu. Þær verða væntanlega keyrðar út til bæjarbúa í næstu viku. Ég get sjálf varla beðið eftir okkar því magnið af blaðadrasli sem hingað berst er með ólíkindum og frábært að geta í framtíðinni skutlaði því í tunnu á planinu í stað þess að keyra með það útí bæ eins og verið hefur.
Annars er frekar rólegt á skrifstofunni þessa dagana. Margir í fríi og því minni erill en oftast áður. Reyndar ágætt að fá nokkra daga til að vinna upp gamlar syndir og taka til í pappírsbunkunum, veitir ekki af ! ! !
...eftir framkvæmdir vorsins sem vægast sagt hafa tekið alltof langan tíma. En nú er Bjarni þó fluttur heim aftur eftir að hafa verið hjá ömmu sinni síðan við komum frá Ítalíu um páskana. Held reyndar að hann hafi nú ekki verið að flýta sér heim því að þjónustan hjá ömmu var víst með eindæmum góð. Morgunmatur fundinn til fyrir hann alla daga, kvöldmatur stundvíslega klukkan sjö og meira að segja stoppað í sokkana hans. Slíkt hafa fjölskyldumeðlimir hér ekki upplifað síðan á árdögum búskaparins þegar ég hélt að þetta ætti maður að gera um leið og ég straujaði viskustykkin. Vandist af því MJÖG fljótt. En hér er búið að lagfæra baðherbergið, mála herbergin og múra bílskúrinn þannig að það hefur verið nóg að gera. Góðviðrið hefur því verið notað til viðhaldsverka bæði utan- sem innandyra. Bíltúrar og ferðalög bíða betri tíma.
Veðrið hefur leikið við Hvergerðinga eins og aðra landsmenn. Það hefur ekki verið amalegt að vera á leikjanámskeiðinu eða í vinnuskólanum undanfarnar vikur enda eru regnföt og gúmmístígvél eitthvað sem börnin hafa ekki notað í allt sumar. Það er annað ástandið núna eða í fyrra þegar rigndi stanslaust að manni fannst. Í sumar höfum við borðað á pallinum svotil á hverju kvöldi en síðasta sumar voru þau skipti teljandi á fingrum annarrar handar. Yndislegt að fá svona daga. Hér í Hveragerði höfum við ekki lent í vandræðum vegna vatnsskorts eins og sum sveitarfélög. En vegna mikillar notkunar er varavatnsbólið samt notað þessa dagana. Þetta sýnir okkur að það var ekki vitleysa að gera ráð fyrir nýrri borholu í ár. Það má ekki mikið útaf bregða til að vandræðaástand skapist í árferði sem þessu.
Nýverið var gerður samningur við Íslenska gámafélagið um grænar tunnur í Hveragerði. Nú er byrjað að taka niður pantanir og er greinilegt að mikill áhugi er á umhverfisvernd í bænum því fjölmargir hafa þegar pantað sér tunnu. Þær verða væntanlega keyrðar út til bæjarbúa í næstu viku. Ég get sjálf varla beðið eftir okkar því magnið af blaðadrasli sem hingað berst er með ólíkindum og frábært að geta í framtíðinni skutlaði því í tunnu á planinu í stað þess að keyra með það útí bæ eins og verið hefur.
Annars er frekar rólegt á skrifstofunni þessa dagana. Margir í fríi og því minni erill en oftast áður. Reyndar ágætt að fá nokkra daga til að vinna upp gamlar syndir og taka til í pappírsbunkunum, veitir ekki af ! ! !
Comments:
Skrifa ummæli