4. febrúar 2007
Steinbarn í maganum
Þar sem Bjarni Harðar kom upp á forsíðu Mbl.is nú áðan þá renndi ég yfir hugleiðingar hans um hugsanlega óléttu sem reyndist síðan vera upphafið að flensu þegar betur var að gáð. Sem betur fer því annars hefði Bjarni vinur minn sett ný viðmið í auglýsingamennsku fyrir kosningar sem aldrei er að vita til hvers hefði leitt ! !
En þessi umræða hans minnti mig á sígilda ræðu sem ég fæ reglulega að heyra hjá föðurbróður mínum á Selfossi. Hann telur okkur stjórnmálamennina nefnilega alla ólétta... Að við sveitarstjórnarmenn séum með barni. Steinbarni, sem kallast alþingismaður. Um leið og sá draumur fólks verður að veruleika verður alþingismaðurinn óléttur að öðru steinbarni. Það steinbarn heitir ráðherra. Þannig telur frændi minn okkur vera í sífellu óánægða með núverandi stöðu. Ég þarf varla að taka fram hve ósammála frænda mínum ég er. Það er til gnægð sveitarstjórnarmanna sem lítur ekki á sveitarstjórnarstigið sem annars flokks, heldur sé þar hinn raunverulegi vettvangur til að koma góðum málum á rekspöl. Hraði framkvæmda, ákvarðana og uppbyggingar með allt öðrum og sprækari hætti en gerist hjá ríkinu og þó að einhverjum finnist hægt ganga í stjórnsýslu sveitarstjórna þá er það nú ekkert miðað við það sem alþingismenn þurfa að búa við.
En svo ég víki aftur að upphafinu þá verð ég að ítreka gleði mína yfir því að Bjarni Harðar sé ekki óléttur. Furða mín yfir því að hann skuli vera Framsóknarmaður er nægileg þó hann taki ekki uppá því að fjölga þeim í ofanálag.
Þar sem Bjarni Harðar kom upp á forsíðu Mbl.is nú áðan þá renndi ég yfir hugleiðingar hans um hugsanlega óléttu sem reyndist síðan vera upphafið að flensu þegar betur var að gáð. Sem betur fer því annars hefði Bjarni vinur minn sett ný viðmið í auglýsingamennsku fyrir kosningar sem aldrei er að vita til hvers hefði leitt ! !
En þessi umræða hans minnti mig á sígilda ræðu sem ég fæ reglulega að heyra hjá föðurbróður mínum á Selfossi. Hann telur okkur stjórnmálamennina nefnilega alla ólétta... Að við sveitarstjórnarmenn séum með barni. Steinbarni, sem kallast alþingismaður. Um leið og sá draumur fólks verður að veruleika verður alþingismaðurinn óléttur að öðru steinbarni. Það steinbarn heitir ráðherra. Þannig telur frændi minn okkur vera í sífellu óánægða með núverandi stöðu. Ég þarf varla að taka fram hve ósammála frænda mínum ég er. Það er til gnægð sveitarstjórnarmanna sem lítur ekki á sveitarstjórnarstigið sem annars flokks, heldur sé þar hinn raunverulegi vettvangur til að koma góðum málum á rekspöl. Hraði framkvæmda, ákvarðana og uppbyggingar með allt öðrum og sprækari hætti en gerist hjá ríkinu og þó að einhverjum finnist hægt ganga í stjórnsýslu sveitarstjórna þá er það nú ekkert miðað við það sem alþingismenn þurfa að búa við.
En svo ég víki aftur að upphafinu þá verð ég að ítreka gleði mína yfir því að Bjarni Harðar sé ekki óléttur. Furða mín yfir því að hann skuli vera Framsóknarmaður er nægileg þó hann taki ekki uppá því að fjölga þeim í ofanálag.
Comments:
Skrifa ummæli