11. febrúar 2007
Körfubolti, námskeið og bæjarstjórn...
Það er helst á sunnudagskvöldum sem tími gefst til að setja nokkrar línur inná heimasíðuna. Tel mig nú samt hafa verið í þokkalegum gír undanfarið en það má ekki mikið útaf bregða og þá eru margir dagar liðnir án skrifa á heimasíðuna.
Helgin hvarf hratt eins og þær gera allar. Körfuknattleiksdeildin stóð fyrir móti fyrir yngstu iðkendurna á Selfossi og var það vel lukkað. Sá tvo leiki með Alberti og félögum og stóðu þeir sig vel, síðan kom allur hópurinn hingað í gærkvöldi til að sjá leik Hamars/Selfoss við Grindavík, sem endaði reyndar ekki alveg nógu vel :-(
Auddi Blöndal kynnti leikmenn fyrir leik og var með atriði í hléi og greinilegt að hann er vel þekktur hjá krökkunum. Albert fer ekki í bað næstu daga úr því eiginhandaráritunin lenti á handleggnum á honum ! ! !
Við systur enduðum kvöldið í bíói á Selfossi en þar er nú verið að sýna Little Miss Sunshine sem er mjög skemmtileg og mannleg mynd. Gaman að sjá síðan í kvöld allar tilnefningarnar sem myndin fékk á Bafta hátíðinni. Alan Arkin frábær í hlutverki afans svo það kom ekki á óvart að hann hampaði verðlaunum.
Á föstudaginn sótti ég námskeið um vinnuveitendahlutverk og fjármál sveitarfélaga. Fjölmargir sveitarstjórnarmenn af Suðurlandi sátu á skólabekk þann daginn og þó að ég hafi nú farið á svipuð námskeið áður þá er umhverfið sífellt að breytast þannig að alltaf lærir maður eitthvað nýtt.
Bæjarstjórnarfundur á fimmtudaginn síðasta. Þar var þriggja ára áætlun lögð fram til fyrri umræðu. Þetta er metnaðarfull áætlun sem byggir á væntingum um íbúafjölgun og uppbyggingu í bæjarfélaginu. Það var svolítið sérkennilegt að heyra fulltrúa minnihlutans gagnrýna spár um íbúafjölgun þar sem þær byggja að mestu á þeirra eigin spám um hraða uppbyggingu á Sólborgarsvæðinu. Enn sem komið er höfum við ekki annað að byggja á en þær greinargerðir sem lagðar voru fram með samningnum varðandi fjölgun íbúa. Á fundinum lagði meirihlutinn fram í einni bók stefnu og verkefni út kjörtímabilið en þar er fjallað um þau verkefni sem við ætlum okkur að fara í, þau tímasett og brotin niður í verkþætti. Við erum strax byrjuð að vinna eftir bókinni góðu en það er mikill munur að hafa öll stefnumálin og verkefnin aðgengileg á einum stað.
Sá að Sturla Böðvarsson mun kynna samgönguáætlun á fundi vestur á Ísafirði á morgun. Það verður fróðlegt að sjá hver verða örlög tvöföldunar Suðurlandsvegar þar. Ég hef reyndar þá trú að hann muni kynna vegbætur sem okkur Sunnlendingum hugnast vel. Ráðherra eins og aðrir er vel meðvitaður um mikilvægi þessa vegar og því efast ég ekki um að hann muni taka rétta ákvörðun í þessu máli.
Það er helst á sunnudagskvöldum sem tími gefst til að setja nokkrar línur inná heimasíðuna. Tel mig nú samt hafa verið í þokkalegum gír undanfarið en það má ekki mikið útaf bregða og þá eru margir dagar liðnir án skrifa á heimasíðuna.
Helgin hvarf hratt eins og þær gera allar. Körfuknattleiksdeildin stóð fyrir móti fyrir yngstu iðkendurna á Selfossi og var það vel lukkað. Sá tvo leiki með Alberti og félögum og stóðu þeir sig vel, síðan kom allur hópurinn hingað í gærkvöldi til að sjá leik Hamars/Selfoss við Grindavík, sem endaði reyndar ekki alveg nógu vel :-(
Auddi Blöndal kynnti leikmenn fyrir leik og var með atriði í hléi og greinilegt að hann er vel þekktur hjá krökkunum. Albert fer ekki í bað næstu daga úr því eiginhandaráritunin lenti á handleggnum á honum ! ! !
Við systur enduðum kvöldið í bíói á Selfossi en þar er nú verið að sýna Little Miss Sunshine sem er mjög skemmtileg og mannleg mynd. Gaman að sjá síðan í kvöld allar tilnefningarnar sem myndin fékk á Bafta hátíðinni. Alan Arkin frábær í hlutverki afans svo það kom ekki á óvart að hann hampaði verðlaunum.
Á föstudaginn sótti ég námskeið um vinnuveitendahlutverk og fjármál sveitarfélaga. Fjölmargir sveitarstjórnarmenn af Suðurlandi sátu á skólabekk þann daginn og þó að ég hafi nú farið á svipuð námskeið áður þá er umhverfið sífellt að breytast þannig að alltaf lærir maður eitthvað nýtt.
Bæjarstjórnarfundur á fimmtudaginn síðasta. Þar var þriggja ára áætlun lögð fram til fyrri umræðu. Þetta er metnaðarfull áætlun sem byggir á væntingum um íbúafjölgun og uppbyggingu í bæjarfélaginu. Það var svolítið sérkennilegt að heyra fulltrúa minnihlutans gagnrýna spár um íbúafjölgun þar sem þær byggja að mestu á þeirra eigin spám um hraða uppbyggingu á Sólborgarsvæðinu. Enn sem komið er höfum við ekki annað að byggja á en þær greinargerðir sem lagðar voru fram með samningnum varðandi fjölgun íbúa. Á fundinum lagði meirihlutinn fram í einni bók stefnu og verkefni út kjörtímabilið en þar er fjallað um þau verkefni sem við ætlum okkur að fara í, þau tímasett og brotin niður í verkþætti. Við erum strax byrjuð að vinna eftir bókinni góðu en það er mikill munur að hafa öll stefnumálin og verkefnin aðgengileg á einum stað.
Sá að Sturla Böðvarsson mun kynna samgönguáætlun á fundi vestur á Ísafirði á morgun. Það verður fróðlegt að sjá hver verða örlög tvöföldunar Suðurlandsvegar þar. Ég hef reyndar þá trú að hann muni kynna vegbætur sem okkur Sunnlendingum hugnast vel. Ráðherra eins og aðrir er vel meðvitaður um mikilvægi þessa vegar og því efast ég ekki um að hann muni taka rétta ákvörðun í þessu máli.
Comments:
Skrifa ummæli