18. febrúar 2007
Helgin var viðburðarík...
... og lífleg eins og þær eru reyndar flestar.
Stelpurnar á skrifstofunni fóru í bústað um helgina sem var svo þægilega staðsettur að Helga, Katrín og ég löbbuðum þangað á föstudaginn. Þó skömm sé frá að segja hef ég aldrei áður labbað meðfram Reykjafjalli og út í Ölfus en endastöðin var stórglæsilegur bústaður Kvenfélagsins Bergþóru að Gljúfri. Gönguferðin var frábær enda heilmikið landslag á leiðinni og á leiðarenda biðu glæstar veitingar sem entust örugglega vel frameftir helginni.
Grundarsystur hóa árlega saman vinkonum sínum til hannyrða og skemmtunar og nú var komið að því! Við byrjuðum laugardagsmorguninn á Heilsustofnun en þar er afskaplega góð aðstaða til afslöppunar og sunds. Þarna eru misheitir nuddpottar, þurr gufa og blaut gufa, víxlböð,innilaug og útilaug þannig að það voru ánægðar konur sem mættu svo í fiskisúpu og tertu útá Grund. Ég gat því miður ekki verið með þeim allan daginn þar sem bikarúrslitaleikur KKÍ fór fram seinnipartinn í gær. Mikið fjör og gríðarlega spennandi leikur. ÍR´ingar náðu aldrei stóru forskoti þar sem Hamar/Selfoss var aldrei langt undan. En herslumuninn vantaði og þá sérstaklega hittni úr vítaskotum :-( En strákarnir stóðu sig vel og þeir sem lögðu leið sína í Höllina voru ekki sviknir af leiknum þó að auðvitað hafi það verið vonbrigði að geta ekki farið með bikarinn austur fyrir fjall. Það fréttist meira að segja af einstaka Hvergerðing sem varla komst austur aftur vegna þunglyndis yfir úrslitunum.
Aðalfundur Hamars var haldinn á sunnudag en þar voru útnefndir íþróttamenn hinna einstöku deilda og íþróttamaður Hamars. Stór hópur ungra og efnilegra íþróttamanna hlaut viðurkenningu fyrir afburða árangur á árinu en að lokum var Hafrún Hálfdánardóttir, körfuknattleikskona, valin íþróttamaður Hamars. Mjög góð íþróttakona sem var vel að titlinum komin. Hún er reyndar líka íþróttamaður Hveragerðis þannig að hún sópar til sín titlunum þessa dagana.
MA stelpur hittust hjá Herdísi síðdegis og var það fjörugt eins og alltaf. Mæti næst með dreifibréf frá Flokknum til að skerpa áherslur í umræðunni, kæru vinkonur :-)
... og lífleg eins og þær eru reyndar flestar.
Stelpurnar á skrifstofunni fóru í bústað um helgina sem var svo þægilega staðsettur að Helga, Katrín og ég löbbuðum þangað á föstudaginn. Þó skömm sé frá að segja hef ég aldrei áður labbað meðfram Reykjafjalli og út í Ölfus en endastöðin var stórglæsilegur bústaður Kvenfélagsins Bergþóru að Gljúfri. Gönguferðin var frábær enda heilmikið landslag á leiðinni og á leiðarenda biðu glæstar veitingar sem entust örugglega vel frameftir helginni.
Grundarsystur hóa árlega saman vinkonum sínum til hannyrða og skemmtunar og nú var komið að því! Við byrjuðum laugardagsmorguninn á Heilsustofnun en þar er afskaplega góð aðstaða til afslöppunar og sunds. Þarna eru misheitir nuddpottar, þurr gufa og blaut gufa, víxlböð,innilaug og útilaug þannig að það voru ánægðar konur sem mættu svo í fiskisúpu og tertu útá Grund. Ég gat því miður ekki verið með þeim allan daginn þar sem bikarúrslitaleikur KKÍ fór fram seinnipartinn í gær. Mikið fjör og gríðarlega spennandi leikur. ÍR´ingar náðu aldrei stóru forskoti þar sem Hamar/Selfoss var aldrei langt undan. En herslumuninn vantaði og þá sérstaklega hittni úr vítaskotum :-( En strákarnir stóðu sig vel og þeir sem lögðu leið sína í Höllina voru ekki sviknir af leiknum þó að auðvitað hafi það verið vonbrigði að geta ekki farið með bikarinn austur fyrir fjall. Það fréttist meira að segja af einstaka Hvergerðing sem varla komst austur aftur vegna þunglyndis yfir úrslitunum.
Aðalfundur Hamars var haldinn á sunnudag en þar voru útnefndir íþróttamenn hinna einstöku deilda og íþróttamaður Hamars. Stór hópur ungra og efnilegra íþróttamanna hlaut viðurkenningu fyrir afburða árangur á árinu en að lokum var Hafrún Hálfdánardóttir, körfuknattleikskona, valin íþróttamaður Hamars. Mjög góð íþróttakona sem var vel að titlinum komin. Hún er reyndar líka íþróttamaður Hveragerðis þannig að hún sópar til sín titlunum þessa dagana.
MA stelpur hittust hjá Herdísi síðdegis og var það fjörugt eins og alltaf. Mæti næst með dreifibréf frá Flokknum til að skerpa áherslur í umræðunni, kæru vinkonur :-)