5. febrúar 2007
Fór í dag yfir nokkur mál sem tengjast annars vegar umhverfismálum og hins vegar skólamálum. Tveir stórir málaflokkar sem skipta miklu máli í rekstri bæjarfélags. Fræðslumál taka til sín yfir helming af tekjum bæjarins og er það í takt við það sem gerist í öðrum sveitarfélögum. Hér er unnið mjög gott starf í grunnskólanum og fjölbreyttara heldur en margan grunar. Ég kíkti aðeins á félagsmiðstöðina síðdegis í dag en hún er rekin í húsakynnum skólans. Það var virkilega gaman að sjá allan þann fjölda af krökkum sem þar voru mætt. Starfsemin er fjölbreytt og margt við að vera en í dag var greinilegt að tölvurnar áttu hug þeirra allan.
Bekkjarkvöld hjá Alberti og félögum í 5. bekk var vel lukkað. Fjöldi skemmtiatriða flutt fagmannlega af nemendum og ekki var kaffiborðið síðra. Hér er til siðs að foreldrar leggi til veitingar á sameiginlegt kaffihlaðborð á bekkjarkvöldum og í einni svipa verður til gríðarleg veisla í mötuneyti skólans. Góður og skemmtilegur siður.
Meirihlutafundur í kvöld og símafundur í stjórn kjördæmisráðs að honum loknum.
Símafundirnir eru frábær uppfinning. Í stjórn kjördæmisráðs situr fólk úr hverjum kima kjördæmisins svo það má rétt ímynda sér þann tíma sem það tæki fyrir stjórnarmenn ef það ætti að stefna öllum á einn stað í hvert skipti sem þarf að funda. Þarna reynast símafundir ómetanlegir og spara ótrúlegan tíma sem annars færi í akstur um þvert og endilangt kjördæmið.
Bekkjarkvöld hjá Alberti og félögum í 5. bekk var vel lukkað. Fjöldi skemmtiatriða flutt fagmannlega af nemendum og ekki var kaffiborðið síðra. Hér er til siðs að foreldrar leggi til veitingar á sameiginlegt kaffihlaðborð á bekkjarkvöldum og í einni svipa verður til gríðarleg veisla í mötuneyti skólans. Góður og skemmtilegur siður.
Meirihlutafundur í kvöld og símafundur í stjórn kjördæmisráðs að honum loknum.
Símafundirnir eru frábær uppfinning. Í stjórn kjördæmisráðs situr fólk úr hverjum kima kjördæmisins svo það má rétt ímynda sér þann tíma sem það tæki fyrir stjórnarmenn ef það ætti að stefna öllum á einn stað í hvert skipti sem þarf að funda. Þarna reynast símafundir ómetanlegir og spara ótrúlegan tíma sem annars færi í akstur um þvert og endilangt kjördæmið.
Comments:
Skrifa ummæli