30. mars 2006
Sýningin Matur 2006 var opnuð í Fífunni í dag. Hef ekki áður farið á þessa sýningu en komst að því að heimsókn þangað er vel þess virði. Tók reyndar miklu lengri tíma en gert var ráð fyrir því þarna hittum við fjölda vina og kunningja sem gaman var að spjalla við. Innlendir birgjar voru flestir mættir á staðinn en það er nauðsynlegt að sjá þetta fólk annað slagið til að geta tengt rödd við andlit. Áberandi var hve mikið er kynnt af innfluttum tilbúnum réttum og tiltölulega lítið kynnt af innlendri framleiðslu. Nokkrir básar voru sérstaklega athyglisverðir, til dæmis var þetta vel gert hjá Norðlendingum þar sem mörg ólík fyrirtæki sameinuðust um bás, þar var t.d. hægt að smakka saltfisk pizzu og Brynju ísinn margfrægi var afgreiddur beint úr bíl. Hafliði bakari var með flotta sýningu á súkkulaði og Ömmubakstur sýndi margar framleiðsluvörur sem allar voru spennandi þó sérstaklega tilbúnir örbylgjuréttir sem eru sérstaklega samsettir til að uppfylla kröfur um hollustu og aðhald. 300 gr grænmetisréttir, engin aukaefni, ekkert MSG og annað í þeim dúr.
Sýningin í Fífunni er opin um helgina og það er vel þess virði að líta þangað og sjá hvað er að gerast í framleiðslu og innflutningi.
Sýningin í Fífunni er opin um helgina og það er vel þess virði að líta þangað og sjá hvað er að gerast í framleiðslu og innflutningi.
Comments:
Skrifa ummæli