12. mars 2006
Árshátíð Kjörís fólksins sem haldin var á Hótel Dyrhólaey rétt vestan við Reynisfjall var afskaplega skemmtileg. Flestir nýttu sér gott tilboð um aukanótt og fóru austur á föstudegi. Á laugardeginum var farið uppí Dyrhólaey og gengið í fjörunni þar fyrir neðan sem er einstakt náttúruundur. Hellarnir sem þar eru í berginu eru með því fallegra sem maður sér en þannig er nú líka umhverfið allt á leiðinni austur á Höfn. Þetta er mitt uppáhaldslandsvæði enda fjölbreytileikinn gríðarlegur. Okkur landkröbbunum fannst heilmikið brim þó að okkur skildist að þetta væri nú lítið sem ekki neitt. Í stað þess að ganga á Reynisfjall var ekið uppeftir en þangað hef ég ekki komið áður. Keyrðum út að lóran stöðinni sem þarna var. Sérstakt að sjá húsið sem nú grotnar niður í auðninni. Varð hugsað til þeirra sem dvelja þurftu við svipuð störf á Straumnesfjalli, ætli þeim hinum sömu hefði ekki fundist þeir komnir til himna hefðu þeir verið settir á Reynisfjall. Í Vík var hvorki sundlaugin né Bryde búð opin en Víkurskáli stóð fyrir sínu.
Eins og venjan er var mikið fjör á árshátíðinni um kvöldið. Fjöldi skemmtiatriða er orðinn slíkur að færri komast að en vilja og er gaman að þeim vanda. Hljómsveit heimamanna sá síðan um dansiballið og var gaman að sjá Svein Pálsson, sveitarstjóra, í áður óþekktu hlutverki.
Myndir komnar á myndasíðu.
Eins og venjan er var mikið fjör á árshátíðinni um kvöldið. Fjöldi skemmtiatriða er orðinn slíkur að færri komast að en vilja og er gaman að þeim vanda. Hljómsveit heimamanna sá síðan um dansiballið og var gaman að sjá Svein Pálsson, sveitarstjóra, í áður óþekktu hlutverki.
Myndir komnar á myndasíðu.
Comments:
Skrifa ummæli