7. mars 2006
Árshátíð framundan
Engir fundir í dag þannig að tækifæri gafst til að fylla á birgðir heimilisins og heimsækja mömmu eftir vinnu. Í kvöld hittumst við síðan nokkrar úr vinnunni til að undirbúa skemmtiatriði fyrir árshátíðina sem verður í Vík um næstu helgi. Hefð er orðin fyrir því að fara á hótel með árshátíðina og hefur það mælst afar vel fyrir. Nú fara flestir á föstudeginum og gera úr þessu langa helgi. Árshátíð Kjörís verður skemmtilegri með hverju árinu sem líður enda mikill metnaður lagður í skemmtiatriðin og heilmikil samkeppni milli deilda á því sviði. Við ætlum auðvitað að slá í gegn í Vík, konurnar, allavega skemmtum við okkur vel í kvöld ! ! !
-------------------
Verð að gauka því að ykkur að Þjóðhildur Halvorsen er farin að blogga aftur, núna er hún til dæmis með stórskemmtilegan pistil á síðunni sinni um ást einstaklinga á símanum sínum.
Engir fundir í dag þannig að tækifæri gafst til að fylla á birgðir heimilisins og heimsækja mömmu eftir vinnu. Í kvöld hittumst við síðan nokkrar úr vinnunni til að undirbúa skemmtiatriði fyrir árshátíðina sem verður í Vík um næstu helgi. Hefð er orðin fyrir því að fara á hótel með árshátíðina og hefur það mælst afar vel fyrir. Nú fara flestir á föstudeginum og gera úr þessu langa helgi. Árshátíð Kjörís verður skemmtilegri með hverju árinu sem líður enda mikill metnaður lagður í skemmtiatriðin og heilmikil samkeppni milli deilda á því sviði. Við ætlum auðvitað að slá í gegn í Vík, konurnar, allavega skemmtum við okkur vel í kvöld ! ! !
-------------------
Verð að gauka því að ykkur að Þjóðhildur Halvorsen er farin að blogga aftur, núna er hún til dæmis með stórskemmtilegan pistil á síðunni sinni um ást einstaklinga á símanum sínum.
Comments:
Skrifa ummæli