28. mars 2006

Annar hástökkvari undanfarinna mánaða er DDV ísinn svokallaði sem við flytjum inn frá Danmörku. Hann er sérframleiddur fyrir dönsku vigtarráðgjafana og hefur nú þegar náð góðri fótfestu hér á landi. Ég hafði strax í upphafi tröllatrú á þessari vöru en það kom meira að segja mér á óvart hversu vel ísinn selst en greinilega er markaðurinn stór fyrir vörur DDV samtakanna.
------------------------
Ef eitthvað er að marka sögusagnir þá verður H-listi Samfylkingar og Framsóknar birtur um næstu helgi. Skjálfti virðist aftur á móti vera í herbúðum þessa ágæta bandalags vegna fyrirhugaðs framboðs Vinstri grænna hér í bæ. Í síðustu sveitarstjórnarkosningum stóðu Vinstri grænir með Samfylkingunni að framboði S listans. VG liðar voru hálf gabbaðir á listann sem aldrei var kallaður annað en framboð Samfylkingarinnar. Mesta lagi að munað væri eftir óháðum á hátíðarstundum. Svo finnst þeim skrýtið að VG vilji ekki hoppa í bólið til þeirra aftur! ! Mig undrar það ekki að VG mönnum hugnist ekki félagsskapurinn í hinu sameiginlega framboði. Það vekur aftur á móti furðu mína þegar farið er yfir sviðið að sjá í Samfylkingunni hina ýmsu einstaklinga sem skoðanalega séð ættu miklu meiri samleið með Vinstri Grænum. Án vafa eru það persónulegar vinsældir Margrétar Frímannsdóttur sem gera það að verkum að þetta ágæta fólk ílendist í Samfylkingunni, í bili.
Comments:
Skrifa ummæli