16. mars 2006
"Óháður" í pólitík
Boðað er til félagsfundar í Sjálfstæðisfélaginu hér í bæ næstkomandi þriðjudag. Þar verður tillaga uppstillingarnefndar að framboðslista borin upp til samþykktar og í kjölfarið hefst eiginleg kosningabarátta okkar.
Nokkur umræða hefur orðið undanfarið um "óháða" á listum flokkanna.
Við Sjálfstæðismenn hér í bæ höfum ávallt farið þá leið að sé boðið fram undir listabókstafnum D þá eru á listanum eingöngu flokksbundnir Sjálfstæðismenn.
Bæði Samfylkingin og Framsókn hafa hinsvegar verið með "óháða" á sínum listum. Vænlegt til vinsælda telja þeir og án vafa er auðveldara að fá fólk á listann ef því er sagt að það sé þar á eigin forsendum en ekki einhvers flokks.
En hvernig er þetta í raun?
Þegar boðinn er fram t.d. B listi Framsóknarmanna og óháðra gleymist samstundis hver er óháður og hver ekki og allir eru merktir listabókstafnum B, hvar sem þeir koma. Ég er ansi hrædd um að allir séu löngu búnir að gleyma því að t.d. Yngvi Karl var einu sinni óháður. Nú eða Dagur B. Eggertsson í Reykjavík, meiri ósköpin hvað hann var óháður þegar á reyndi ! ! !
Það er auðvitað ekki hægt að vera óháður í pólitík. Frambjóðandi er í öllum tilfellum allavega háður kjósendum og stuðningsmönnum og því framboði sem bíður fram listann. Sé það framboð merkt bókstaf flokkanna þá eru allir á listanum stimplaðir þeim flokki, eðlilega.
Öðru máli gegnir um framboð sem koma fram sem óflokksbundin að öllu leyti, þau eru sannanlega óháð og þeir frambjóðendur verða ekki svo glatt límdir á aðra flokka.
Það er svolítið sorglegt að sjá fólk fara á lista gömlu flokkanna og halda að það geti setið þar sem "óháð", þannig gerast bara ekki kaupin á Eyrinni, því miður.
-----------------------
Myndirnar frá Vík loksins komnar á netið.
Boðað er til félagsfundar í Sjálfstæðisfélaginu hér í bæ næstkomandi þriðjudag. Þar verður tillaga uppstillingarnefndar að framboðslista borin upp til samþykktar og í kjölfarið hefst eiginleg kosningabarátta okkar.
Nokkur umræða hefur orðið undanfarið um "óháða" á listum flokkanna.
Við Sjálfstæðismenn hér í bæ höfum ávallt farið þá leið að sé boðið fram undir listabókstafnum D þá eru á listanum eingöngu flokksbundnir Sjálfstæðismenn.
Bæði Samfylkingin og Framsókn hafa hinsvegar verið með "óháða" á sínum listum. Vænlegt til vinsælda telja þeir og án vafa er auðveldara að fá fólk á listann ef því er sagt að það sé þar á eigin forsendum en ekki einhvers flokks.
En hvernig er þetta í raun?
Þegar boðinn er fram t.d. B listi Framsóknarmanna og óháðra gleymist samstundis hver er óháður og hver ekki og allir eru merktir listabókstafnum B, hvar sem þeir koma. Ég er ansi hrædd um að allir séu löngu búnir að gleyma því að t.d. Yngvi Karl var einu sinni óháður. Nú eða Dagur B. Eggertsson í Reykjavík, meiri ósköpin hvað hann var óháður þegar á reyndi ! ! !
Það er auðvitað ekki hægt að vera óháður í pólitík. Frambjóðandi er í öllum tilfellum allavega háður kjósendum og stuðningsmönnum og því framboði sem bíður fram listann. Sé það framboð merkt bókstaf flokkanna þá eru allir á listanum stimplaðir þeim flokki, eðlilega.
Öðru máli gegnir um framboð sem koma fram sem óflokksbundin að öllu leyti, þau eru sannanlega óháð og þeir frambjóðendur verða ekki svo glatt límdir á aðra flokka.
Það er svolítið sorglegt að sjá fólk fara á lista gömlu flokkanna og halda að það geti setið þar sem "óháð", þannig gerast bara ekki kaupin á Eyrinni, því miður.
-----------------------
Myndirnar frá Vík loksins komnar á netið.
Comments:
Skrifa ummæli