8. mars 2006
Heyrði í Lúðvíki Bergvins. og Sigurði Kára í morgunsjónvarpinu í morgun. Þeir voru óvanalega skemmtilegir og aldrei þessu vant reytti Lúðvík af sér brandarana og var eiginlega óborganlegur. Hvort hann vissi af því veit ég ekki en Sigurður Kári gat varla stunið upp hljóði fyrir ískrandi hlátri þegar Lúlli fór á flug um Framsóknarflokkinn og þá stefnu sem þar er rekin. Þetta spjall félaganna varð uppspretta ítrekaðra umræðna útí ísgerð í morgun þar sem mikið er rætt um pólitík og sýnist sitt hverjum. Fólk var aldeilis ekki sammála hvort að Framsóknarflokkurinn væri einungis orðin vinnumiðlun eins og Lúlli hélt fram eða hvort hann væri nauðsynlegur miðjuflokkur í flóru íslenskra stjórnmála.
Við erum svo heppin í Kjörís að vinnufélagarnir koma víða að þannig að við fylgjumst jafnt með bæjarmálunum í Árborg sem og í Reykjavík ef því er að skipta. Það eykur fjölbreytnina í umræðunum til mikilla muna.
Hingað koma flokksmenn (lesist: frambjóðendur) allra flokka með reglulegu millibili þó að vinsældir okkar aukist áberandi fyrir kosningar svona eins og gefur að skilja.
Við tökum vel á móti öllum þó að enginn flokkur fái þó eins höfðinglegar móttökur og Framsóknarflokkurinn þegar liðsmenn hans mæta á staðinn. Ef þeir hafa vit á því að boða komu sína þá fá þeir yfirleitt framreiddar dýrindis vöfflur sem Framsóknarkonan hún Bíbí sér um að baka. Forsprakkar annarra flokka og þar á meðal míns eigins mega þakka sínum sæla ef þeir fá svart kaffi. Svona getur nú gæðunum verið misskipt ! !
Við erum svo heppin í Kjörís að vinnufélagarnir koma víða að þannig að við fylgjumst jafnt með bæjarmálunum í Árborg sem og í Reykjavík ef því er að skipta. Það eykur fjölbreytnina í umræðunum til mikilla muna.
Hingað koma flokksmenn (lesist: frambjóðendur) allra flokka með reglulegu millibili þó að vinsældir okkar aukist áberandi fyrir kosningar svona eins og gefur að skilja.
Við tökum vel á móti öllum þó að enginn flokkur fái þó eins höfðinglegar móttökur og Framsóknarflokkurinn þegar liðsmenn hans mæta á staðinn. Ef þeir hafa vit á því að boða komu sína þá fá þeir yfirleitt framreiddar dýrindis vöfflur sem Framsóknarkonan hún Bíbí sér um að baka. Forsprakkar annarra flokka og þar á meðal míns eigins mega þakka sínum sæla ef þeir fá svart kaffi. Svona getur nú gæðunum verið misskipt ! !
Comments:
Skrifa ummæli