14. mars 2006
Flensan herjar á heimilið en Albert hefur verið veikur síðan á föstudag og sér ekki fyrir endann á þeim veikindum. Erum því heima til skiptis. Vonandi að flensu bólusetningin dugi á þá fjölskyldumeðlimi sem hana þáðu. Fátt er meira þreytandi en veikindi.
Bæjarferð eftir hádegi. Hinar eilífu tannréttingar sjá til þess að höfuðborgin er heimsótt með reglulegu millibili en í dag passaði fundur á auglýsingastofunni ágætlega inní prógrammið. Nú er verið að leggja síðustu hönd á sumarnýjungarnar enda ekki seinna vænna. Það lýtur helst út fyrir að vorið sé þegar komið. Sól og hið fallegasta vorveður uppá hvern dag.
Kvöldið fór í að fínpússa grein í afmælisrit Landssambands Sjálfstæðiskvenna.
------------------------
Bæjarferð eftir hádegi. Hinar eilífu tannréttingar sjá til þess að höfuðborgin er heimsótt með reglulegu millibili en í dag passaði fundur á auglýsingastofunni ágætlega inní prógrammið. Nú er verið að leggja síðustu hönd á sumarnýjungarnar enda ekki seinna vænna. Það lýtur helst út fyrir að vorið sé þegar komið. Sól og hið fallegasta vorveður uppá hvern dag.
Kvöldið fór í að fínpússa grein í afmælisrit Landssambands Sjálfstæðiskvenna.
------------------------
Comments:
Skrifa ummæli