29. mars 2006
Í dag komu finnskir blaðamenn í heimsókn í Kjörís og tóku langt viðtal við Valdimar, skoðuðu fyrirtækið og mynduðu allt í bak og fyrir. Finnarnir voru gerðir út af örkinni til að kanna hvernig samfélagið hér á Íslandi væri innréttað og hvort að allir væru jafn "kaupglaðir" og útrásar fólkið. Einhver benti þeim á að tilvalið væri að fjalla um fyrirtæki sem ynni bara á heimamarkaði, framleiddi eitthvað, seldi vöruna sína á Íslandi, flytti ekkert út, keypti engin hlutabréf í öðrum fyrirtækjum, væri í ávallt í eigu sömu fjölskyldunnar og hefði lítinn áhuga á því að raska eignarhaldinu. Þeir voru sem sagt að leita að "Gísla á Uppsölum" fyrirtækjanna og viti menn, eitt svona skrýtið fyrirtæki fannst í Hveragerði. Okkur fannst þetta nokkuð fyndið. Vera komin á sömu hillu og Helgi í Góu og aðrir sérvitringar í fyrirtækjarekstri! ! Svo þurfum við seinna að fá Þjóðhildi Halvorsen til að þýða viðtalið svo við sjáum hvað haft er eftir þessum furðulega framkvæmdastjóra.
--------------------
Seinnipartinn sótti ég málþing haldið af nemendum Garðyrkjuskólans á Reykjum um framtíð garðyrkjumenntunar á Íslandi. Ekki fór á milli mála að þeir sem starfa innan græna geirans hafa miklar áhyggjur af framtíð greinarinnar og ekki síst skólastarfi á Reykjum. Margir þeirra sem töluðu komu inná mikilvægi starfsmenntanáms í garðyrkju og að þrátt fyrir mikla aukningu í háskólanáminu þá væri áfram mikil þörf fyrir fagmenntaða starfsmenn sem fara í kuldagallann á morgnana og klippa og prikkla. Frummælendur lýstu flestir eftir skýrri stefnu landbúnaðarráðuneytisins um það hvað eigi að verða um garðyrkjumenntun og hvar hún eigi að byggjast upp. Ég tek heilshugar undir það sjónarmið að þessi óvissa sem ríkir um framtíð Reykja er óþolandi. Á meðan drabbast húsnæði skólans niður og nemendur sem og starfsfólk vita ekki í hvorn fótinn þau eiga að stíga. Sinnuleysið um málefni einnar helstu og elstu menntastofnunar Suðurlands er líka með ólíkindum. Það er eins og skólinn sé einskismannsbarn sem enginn vill hlúa að eins og einn nemandinn sagði á fundinum. Ég var eini sveitarstjórnarmaðurinn héðan úr Hveragerði og Ölfusi sem sat málþingið og því verð ég að segja að sinnuleysi heimamanna er æpandi og vægast sagt sérkennilegt að enginn af ráðandi bæjarfulltrúum skyldi gefa sér tíma til að sækja málþingið. Við Sjálfstæðismenn í Hveragerði töldum það aftur á móti skyldu okkar að fylgjast með þeirri umræðu sem þarna átti sér stað.
-------------------
Strax að loknu málþinginu hittumst við bæjarfulltrúar Sjálfstæðisfélagsins og lögðum línur varðandi Eyktarmálið sem nú er komið í ákveðinn farveg.
-------------------
Mikil vinna á sér nú stað meðal Sjálfstæðismanna en verið er að vinna málefnavinnu í einum sjö hópum. Í kvöld fundaði ég í þeim hópi sem ég stýri og var það bæði skemmtileg og gagnleg umræða sem þar fór fram.
--------------------
Seinnipartinn sótti ég málþing haldið af nemendum Garðyrkjuskólans á Reykjum um framtíð garðyrkjumenntunar á Íslandi. Ekki fór á milli mála að þeir sem starfa innan græna geirans hafa miklar áhyggjur af framtíð greinarinnar og ekki síst skólastarfi á Reykjum. Margir þeirra sem töluðu komu inná mikilvægi starfsmenntanáms í garðyrkju og að þrátt fyrir mikla aukningu í háskólanáminu þá væri áfram mikil þörf fyrir fagmenntaða starfsmenn sem fara í kuldagallann á morgnana og klippa og prikkla. Frummælendur lýstu flestir eftir skýrri stefnu landbúnaðarráðuneytisins um það hvað eigi að verða um garðyrkjumenntun og hvar hún eigi að byggjast upp. Ég tek heilshugar undir það sjónarmið að þessi óvissa sem ríkir um framtíð Reykja er óþolandi. Á meðan drabbast húsnæði skólans niður og nemendur sem og starfsfólk vita ekki í hvorn fótinn þau eiga að stíga. Sinnuleysið um málefni einnar helstu og elstu menntastofnunar Suðurlands er líka með ólíkindum. Það er eins og skólinn sé einskismannsbarn sem enginn vill hlúa að eins og einn nemandinn sagði á fundinum. Ég var eini sveitarstjórnarmaðurinn héðan úr Hveragerði og Ölfusi sem sat málþingið og því verð ég að segja að sinnuleysi heimamanna er æpandi og vægast sagt sérkennilegt að enginn af ráðandi bæjarfulltrúum skyldi gefa sér tíma til að sækja málþingið. Við Sjálfstæðismenn í Hveragerði töldum það aftur á móti skyldu okkar að fylgjast með þeirri umræðu sem þarna átti sér stað.
-------------------
Strax að loknu málþinginu hittumst við bæjarfulltrúar Sjálfstæðisfélagsins og lögðum línur varðandi Eyktarmálið sem nú er komið í ákveðinn farveg.
-------------------
Mikil vinna á sér nú stað meðal Sjálfstæðismanna en verið er að vinna málefnavinnu í einum sjö hópum. Í kvöld fundaði ég í þeim hópi sem ég stýri og var það bæði skemmtileg og gagnleg umræða sem þar fór fram.
Comments:
Skrifa ummæli