5. mars 2006
Blogg fríi er lokið og nú verður skrifað á hverjum degi. Það er áberandi hve heimsóknum fækkar þegar ekki er skrifað daglega á vefinn og mun verða bætt úr því. Kíkið því reglulega við á síðunni ! ! !
----------------------------------
Það kom mér mjög á óvart að Árni Magnússon skyldi ákveða að hætta sem ráðherra og hverfa af vettvangi stjórnmálanna. Ég, eins og flestir aðrir, hafði þá trú að braut hans væri bein og breið beint í stól formanns Framsóknarflokksins. Við Árni vorum saman í bæjarstjórn í fimm ár eða frá 1998 til 2003 þegar hann tók sæti á Alþingi og gerðist ráðherra. Sjaldnast vorum við þó sammála þessi ár enda ég í meirihluta fyrstu fjögur árin og hann í andstöðu en síðan snérist taflið við þetta eina ár sem Árni sat hér í meirihluta. Pólitíkin hér í Hveragerði getur verið ansi hörð og svo var einnig á þessu tímabili og ófá skiptin þar sem tekist var kröftuglega á. Reyndar man ég helst eftir bókunum ráðherrans varðandi fjárhagsáætlanir og ársreikninga þar sem okkur Sjálfstæðismönnum voru ekki vandaðar kveðjurnar. Ég lærði á þeim ákveðið orðfæri sem komið hefur sér vel nú síðustu ár þegar staðan hefur snúist við og raunveruleg þörf er á kröftugum lýsingarorðum.
En það er sjónarsviptir af Árna af Alþingi, bæði er duglegur og klókur stjórnmálamaður og síðan býr hann yfir flottustu rödd sem á Alþingi hefur hljómað lengi enda sagði ég það eftir síðustu kosningar hér í Hveragerði að hann Árni gæti staðið í ræðustól á Örkinni og talað út og suður um daginn, veginn og veðrið og allir sem á hann hlýddu myndu dásama það hvað ræðan hans hefði verið flott og hann málefnalegur af því hann “hljómaði” svo vel ! ! !
------------------------
Ef einhverjir Hvergerðskir framsóknarmenn lesa þetta eru þeir beðnir um að kíkja á heimasíðu félagsins í Hveragerði og laga gestabókina hjá sér. Get ekki ímyndað mér að þeir vilji hafa þessa gesti til sýnis sem þar hafa kvittað.
Eins og möguleikar netsins er margvíslegir og skemmtilegir þá er misnotkun þess jafn ömurleg og ruslpóstur og hvað þá ruslgestir algjörlega óþolandi.
------------------------
Héðan í frá eru sunnudagskvöldin heilög á mínu heimili. Sýningar hófust á nýjustu þáttunum í Krónikunni í kvöld og þar sem við erum ákafir aðdáendur alls þess sem danskt er þá fylgjumst við auðvitað með þessum þáttum sem vel að merkja eru alveg frábærir.
----------------------------------
Það kom mér mjög á óvart að Árni Magnússon skyldi ákveða að hætta sem ráðherra og hverfa af vettvangi stjórnmálanna. Ég, eins og flestir aðrir, hafði þá trú að braut hans væri bein og breið beint í stól formanns Framsóknarflokksins. Við Árni vorum saman í bæjarstjórn í fimm ár eða frá 1998 til 2003 þegar hann tók sæti á Alþingi og gerðist ráðherra. Sjaldnast vorum við þó sammála þessi ár enda ég í meirihluta fyrstu fjögur árin og hann í andstöðu en síðan snérist taflið við þetta eina ár sem Árni sat hér í meirihluta. Pólitíkin hér í Hveragerði getur verið ansi hörð og svo var einnig á þessu tímabili og ófá skiptin þar sem tekist var kröftuglega á. Reyndar man ég helst eftir bókunum ráðherrans varðandi fjárhagsáætlanir og ársreikninga þar sem okkur Sjálfstæðismönnum voru ekki vandaðar kveðjurnar. Ég lærði á þeim ákveðið orðfæri sem komið hefur sér vel nú síðustu ár þegar staðan hefur snúist við og raunveruleg þörf er á kröftugum lýsingarorðum.
En það er sjónarsviptir af Árna af Alþingi, bæði er duglegur og klókur stjórnmálamaður og síðan býr hann yfir flottustu rödd sem á Alþingi hefur hljómað lengi enda sagði ég það eftir síðustu kosningar hér í Hveragerði að hann Árni gæti staðið í ræðustól á Örkinni og talað út og suður um daginn, veginn og veðrið og allir sem á hann hlýddu myndu dásama það hvað ræðan hans hefði verið flott og hann málefnalegur af því hann “hljómaði” svo vel ! ! !
------------------------
Ef einhverjir Hvergerðskir framsóknarmenn lesa þetta eru þeir beðnir um að kíkja á heimasíðu félagsins í Hveragerði og laga gestabókina hjá sér. Get ekki ímyndað mér að þeir vilji hafa þessa gesti til sýnis sem þar hafa kvittað.
Eins og möguleikar netsins er margvíslegir og skemmtilegir þá er misnotkun þess jafn ömurleg og ruslpóstur og hvað þá ruslgestir algjörlega óþolandi.
------------------------
Héðan í frá eru sunnudagskvöldin heilög á mínu heimili. Sýningar hófust á nýjustu þáttunum í Krónikunni í kvöld og þar sem við erum ákafir aðdáendur alls þess sem danskt er þá fylgjumst við auðvitað með þessum þáttum sem vel að merkja eru alveg frábærir.
Comments:
Skrifa ummæli