9. mars 2006
Á bæjarstjórnarfundi í dag spunnust miklar umræður um skipulagsmál enda bæjarstjórn að leggja blessun sína yfir nýja aðalskipulagið. Við komum með tillögu um að samþykktinni yrði frestað og skipulags- og bygginganefnd falið að aðlaga skipulagið að breyttum forsendum í kjölfarið á Eyktar samningnum. Við, rétt eins og flestir aðrir lítum svo á að aðalskipulag eigi að endurspegla þau áform um uppbyggingu sem áformuð eru í bæjarfélaginu. Því hlýtur það að skjóta skökku við að gera ekki ráð fyrir uppbyggingu Eyktarlandsins í skipulaginu. Við hljótum að álykta að það teljist eðlileg vinnubrögð í jafn stóru máli og hér um ræðir að aðalskipulagið taki til þeirra fyrirætlana sem samþykktar hafa verið í bæjarstjórn. Við bentum ennfremur á að Eyktar menn sjálfir gera athugasemd við aðalskipulagið þar sem þeir áætla aðra landnotkun en sýnd er í fyrirliggjandi skipulagi.
Meirihlutinn lagði fram álit frá Skipulagsstofnun þar sem þeir gefa grænt ljós á þessa afgreiðslu enda verði aðalskipulaginu breytt gangi áform um uppbyggingu á Eyktarlandinu eftir.
Það er óneitanlega sérstakt að efasemdir ríki í hugum meirihlutamanna um það hvort áform Eyktarmanna og þar með markmið samninganna muni ganga eftir ! ! !
------------------------------------
Magnús Þór Sigmundsson var gestur bæjarstjórnar á fundinum og flutti okkur lag sem hann hefur samið til Hveragerðisbæjar. Það var greinilegt á kynningu Magnúsar að hér er mikill listamaður á ferð. Lagið hefur hann samið í tilefni af 60 ára afmæli bæjarins sem haldið verður hátíðlegt á sumardaginn fyrsta.
Aldrei áður hefur verið tónlistaratriði á dagskrá bæjarstjórnarfundar og mér er til efs að þetta hafi skeð áður í bæjarstjórn á landinu. Gaman að því.
-------------------------------------
Eitt baráttumál okkar Sjálfstæðismanna er í höfn.
Bæjarstjórn samþykkti á fundinum í gær að ráða garðyrkjumenntaðann forstöðumann áhaldahúss. Við höfum ítrekað lagt fram tillögu um ráðningu garðyrkjumenntaðs starfsmanns og nú hefur það verið samþykkt. Viðkomandi aðili þarf að vera mikill dugnaðarforkur því næg verkefni eru framundan við umhirðu og fegrun bæjarins.
Meirihlutinn lagði fram álit frá Skipulagsstofnun þar sem þeir gefa grænt ljós á þessa afgreiðslu enda verði aðalskipulaginu breytt gangi áform um uppbyggingu á Eyktarlandinu eftir.
Það er óneitanlega sérstakt að efasemdir ríki í hugum meirihlutamanna um það hvort áform Eyktarmanna og þar með markmið samninganna muni ganga eftir ! ! !
------------------------------------
Magnús Þór Sigmundsson var gestur bæjarstjórnar á fundinum og flutti okkur lag sem hann hefur samið til Hveragerðisbæjar. Það var greinilegt á kynningu Magnúsar að hér er mikill listamaður á ferð. Lagið hefur hann samið í tilefni af 60 ára afmæli bæjarins sem haldið verður hátíðlegt á sumardaginn fyrsta.
Aldrei áður hefur verið tónlistaratriði á dagskrá bæjarstjórnarfundar og mér er til efs að þetta hafi skeð áður í bæjarstjórn á landinu. Gaman að því.
-------------------------------------
Eitt baráttumál okkar Sjálfstæðismanna er í höfn.
Bæjarstjórn samþykkti á fundinum í gær að ráða garðyrkjumenntaðann forstöðumann áhaldahúss. Við höfum ítrekað lagt fram tillögu um ráðningu garðyrkjumenntaðs starfsmanns og nú hefur það verið samþykkt. Viðkomandi aðili þarf að vera mikill dugnaðarforkur því næg verkefni eru framundan við umhirðu og fegrun bæjarins.
Comments:
Skrifa ummæli