<$BlogRSDUrl$>

15. mars 2006

Af framsóknarmönnum ...

Eina heimasíðu kíki ég reglulega á, en það er síðan hans Sigurjóns á Varmá. Hann nemur nú lög við Háskóla Íslands og það er greinilegt að hann hefur tekið rómverska lögspekinginn Cato gamla sér til fyrirmyndar. Ekki slæmt, enda var sá maður staðfastur með afbrigðum. Hann endaði ávallt allar samræður, hvar sem hann kom, á setningunni: "Delenda est Carthago". Þessi orð hans hafa lifað og hér á hinu ástkæra ylhýra segjum við "auk þess legg ég til að Karþagó verði lögð í eyði" þegar mikið liggur við. Sigurjón hefur reyndar ekki áhyggjur af Karþagó en það er Framsóknarflokkurinn sem er þyrnir í augum hans eins og sjá má í lok hverrar færslu.

Það er reyndar ekki skrýtið þó að Framsóknarflokkurinn verði fyrir aðkasti. Lánleysi þeirra er algjört og nú síðast kórónar fyrrv. þingflokksformaðurinn aðförina með því að leggja til að Framsókn sameinist Samfylkingunni. Hér í Hveragerði er sá gjörningur reyndar að verða staðreynd með sameiginlegu framboði og innmúruðum vinskap leiðtoga þessara flokka. Það er reyndar jafn ljóst að sameiginlegt framboð flokkanna mælist mjög misjafnlega fyrir hjá þeirra eigin flokksmönnum enda ekki langt um liðið síðan að Framsókn klauf sig út úr H-listanum hér í bæ og taldi sig nógu burðuga til að geta staðið á eigin fótum.
Sú er greinilega ekki raunin lengur.

Framsóknarmenn gáfu út blað í síðustu viku sem reyndar er ágætlega uppsett og áferðarfallegt. Vildi óska að sömu ágætu vinnubrögðin hefðu verið lögð í greinarnar sem flestar eru uppfullar af hatrömmum, neikvæðum kosningaáróðri og staðreyndavillum. Fráfarandi ráðherra lætur sig meira að segja hafa það að setjast á vagninn og stekkur fram á sjónarsviðið sár og svekktur. Mig undrar að það fólk sem undanfarið hefur stjórnað með miklu stolti skuli ætla að keyra baráttuna á þessari neikvæðu síbylju um það hvað við Sjálfstæðismenn erum ömurleg og alls ekki á vetur setjandi.

Ég ætla ekki að elta ólar við málflutninginn enda dæmast skrifendur af honum.
Einu verð ég þó að koma til skila því ítrekað er talað um verkfælni okkar Sjálfstæðismanna og talað um að núverandi kjörtímabil sé mesti framkvæmdatími
í sögu bæjarins. Það er hróplegur misskilningur:

Verð að minna lesendur á eftirfarandi atburði áranna 1994-2002, en þá stjórnuðu Sjálfstæðismenn og Bæjarmálafélagið:

-viðbygging við grunnskólann
-viðbygging við leikskólann
-gerð nýs tjaldsvæðis og vandaðs húss á svæðinu
-Hverasvæðið opnað almenningi með aðgangshúsi og göngustígum
-nýtt gámasvæði með fullkominni flokkunaraðstöðu opnað
-Fullkomnasta fráveitustöð á landinu byggð
-nýtt dreifikerfi hitaveitu lagt í stóra hluta bæjarins
-gatnagerð í Heiðarbrún
-gatnagerð í Frumskógum og Bláskógum
-gatnagerð í Lyngheiði, Arnarheiði I og II og Borgarheiði
-gatnagerð í Bjarkarheiði og Réttarheiði
-gatnagerð í Hverahlíð
-gatnagerð í Reykjamörk og trjágöng og göngustígur lagður.
-gangstéttar lagðar og umhverfi fegrað við Laufskóga og upp Gossabrekku.
-búinn til miðbær í Hveragerði með torgi og göngustígum.
-upphitaðir göngustígar lagðir um bæjarfélagið.
-heilsdagsvistun á leikskóla tekin upp.
-heilsdagsskóli tekinn upp.
-fótboltavöllur undir Hamrinum tekinn í notkun.
-ný göngubrú sett á Varmá.
-líkamsræktaraðstaða innréttuð í Laugaskarði
-sundlaugarkerið í Laugaskarði endurbyggt
-lóð grunnskólans teiknuð og hönnuð
-ákvörðun um byggingu leikskóla tekin og staður valinn
-Hveragerðisbær eignast land frá Varmá austur að Gljúfurárholti
í makaskiptum við ríkið.

og áfram mætti LENGI telja...

Ef þetta kallast verkfælni þá hef ég misskilið orðið ! ! !
------------------------------
Síðasta útspil Framsóknarmanna getur síðan seint orðið þeim til framdráttar en um síðustu helgi boðaði Guðni Ágústsson óheftan innflutning á garðplöntum frá og með 1. janúar 2007. Án allrar aðlögunar er þessu skellt framan í heila stétt sem þegar á í vök að verjast. Í greinargóðu viðtali við Sunnlenska gerir Ingibjörg Sigmundsdóttir grein fyrir þessu máli sem mun, ef fram fer sem horfir setja þessa grein garðyrkjunnar í afar erfiða ef ekki vonlausa stöðu.
---------------------------------------

Sat hér í mestu makindum að skemmta mér við þessi skrif. Tek þá skyndilega eftir kattarófétinu sem læðupokast í kringum mig mjög torkennilegur. Er hann þá ekki með sprell lifandi músarunga í kjaftinum. Mikið svakalega þoldi ég ekki köttinn á því augnabliki, verð að játa það! !
Reyndi ekki einu sinni að vera með einhvern uppgerðar hetjuskap og lét karlmennina á heimilinu um það að koma músartítlunni út og kettinum í skammarkrókinn þar sem hann verður fram til morguns. Hver bað eiginlega um þennan kött ?

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

  • Um Aldísi ...
  • Ræður og greinar ...
  • Aftur á forsíðu...
  • Tenglar
  • Mjúkhýsi í Hveragerði ?
  • Síða Sjálfstæðisflokksins
  • Sjálfstæðismenn í Hveragerði
  • Sjálfstæðiskonur
  • Sjálfstæðismenn í Suður.
  • Gagnagátt Sambandsins
  • Besti ísinn!
  • Morgunblaðið á netinu
  • Vísir.is
  • DFS - Fréttasíða Dagskrárinnar
  • Fleiri Sunnlenskar fréttir
  • Mælingar á loftgæðum í Hveragerði
  • Hveragerði
  • Heimasíður fyrirtækja í Hveragerði
  • Grunnskólinn í­ Hveragerði
  • Íþróttafélagið Hamar
  • Veðurspá fyrir Hveragerði
  • Fjölbrautaskóli Suðurlands
  • Gagnasöfn Hvar.is
  • Besti bloggarinn ! ! !
  • Vefbanki Valla...
  • SASS
  • Myndir Bjössa á Bláfelli
  • Nátturan.is
  • Orðaþýðingar - frábær síða
  • Færð og veður á SV-landi
  • Leitarvélin
  • Sí­maskráin
  • Ýmsar myndir
  • Myndasíða
  • Úr reisubókinni
  • Flórída janúar 2017
  • Litháen, Armenia og Karabakh 2015
  • Serbí­a og Svartfjallaland 2005
  • Istanbul í­ Tyrklandi 2005
  • Búkarest í Rúmení­u 2006
  • Ítalía 2007
  • Svartfjallaland 2008
  • Danmörk 2010
  • Heimsreisa Laufeyjar og Elvars 2011-2012
  • Hefur þú skoðun?
  • Hafðu samband!
    Eldri færslur
  • 1.1.2004 - 1.2.2004
  • 1.2.2004 - 1.3.2004
  • 1.3.2004 - 1.4.2004
  • 1.5.2004 - 1.6.2004
  • 1.6.2004 - 1.7.2004
  • 1.7.2004 - 1.8.2004
  • 1.8.2004 - 1.9.2004
  • 1.9.2004 - 1.10.2004
  • 1.10.2004 - 1.11.2004
  • 1.11.2004 - 1.12.2004
  • 1.12.2004 - 1.1.2005
  • 1.1.2005 - 1.2.2005
  • 1.3.2005 - 1.4.2005
  • 1.4.2005 - 1.5.2005
  • 1.5.2005 - 1.6.2005
  • 1.6.2005 - 1.7.2005
  • 1.7.2005 - 1.8.2005
  • 1.8.2005 - 1.9.2005
  • 1.9.2005 - 1.10.2005
  • 1.10.2005 - 1.11.2005
  • 1.11.2005 - 1.12.2005
  • 1.12.2005 - 1.1.2006
  • 1.1.2006 - 1.2.2006
  • 1.2.2006 - 1.3.2006
  • 1.3.2006 - 1.4.2006
  • 1.4.2006 - 1.5.2006
  • 1.5.2006 - 1.6.2006
  • 1.6.2006 - 1.7.2006
  • 1.7.2006 - 1.8.2006
  • 1.8.2006 - 1.9.2006
  • 1.9.2006 - 1.10.2006
  • 1.10.2006 - 1.11.2006
  • 1.11.2006 - 1.12.2006
  • 1.12.2006 - 1.1.2007
  • 1.1.2007 - 1.2.2007
  • 1.2.2007 - 1.3.2007
  • 1.3.2007 - 1.4.2007
  • 1.4.2007 - 1.5.2007
  • 1.5.2007 - 1.6.2007
  • 1.6.2007 - 1.7.2007
  • 1.7.2007 - 1.8.2007
  • 1.8.2007 - 1.9.2007
  • 1.9.2007 - 1.10.2007
  • 1.10.2007 - 1.11.2007
  • 1.11.2007 - 1.12.2007
  • 1.12.2007 - 1.1.2008
  • 1.1.2008 - 1.2.2008
  • 1.2.2008 - 1.3.2008
  • 1.3.2008 - 1.4.2008
  • 1.4.2008 - 1.5.2008
  • 1.5.2008 - 1.6.2008
  • 1.6.2008 - 1.7.2008
  • 1.7.2008 - 1.8.2008
  • 1.8.2008 - 1.9.2008
  • 1.9.2008 - 1.10.2008
  • 1.10.2008 - 1.11.2008
  • 1.11.2008 - 1.12.2008
  • 1.12.2008 - 1.1.2009
  • 1.1.2009 - 1.2.2009
  • 1.2.2009 - 1.3.2009
  • 1.3.2009 - 1.4.2009
  • 1.4.2009 - 1.5.2009
  • 1.5.2009 - 1.6.2009
  • 1.6.2009 - 1.7.2009
  • 1.7.2009 - 1.8.2009
  • 1.8.2009 - 1.9.2009
  • 1.9.2009 - 1.10.2009
  • 1.10.2009 - 1.11.2009
  • 1.11.2009 - 1.12.2009
  • 1.12.2009 - 1.1.2010
  • 1.1.2010 - 1.2.2010
  • 1.2.2010 - 1.3.2010
  • 1.3.2010 - 1.4.2010
  • 1.4.2010 - 1.5.2010
  • 1.5.2010 - 1.6.2010
  • 1.6.2010 - 1.7.2010
  • 1.7.2010 - 1.8.2010
  • 1.8.2010 - 1.9.2010
  • 1.9.2010 - 1.10.2010
  • 1.10.2010 - 1.11.2010
  • 1.11.2010 - 1.12.2010
  • 1.12.2010 - 1.1.2011
  • 1.1.2011 - 1.2.2011
  • 1.2.2011 - 1.3.2011
  • 1.3.2011 - 1.4.2011
  • 1.4.2011 - 1.5.2011
  • 1.5.2011 - 1.6.2011
  • 1.6.2011 - 1.7.2011
  • 1.7.2011 - 1.8.2011
  • 1.8.2011 - 1.9.2011
  • 1.9.2011 - 1.10.2011
  • 1.10.2011 - 1.11.2011
  • 1.11.2011 - 1.12.2011
  • 1.12.2011 - 1.1.2012
  • 1.1.2012 - 1.2.2012
  • 1.2.2012 - 1.3.2012
  • 1.3.2012 - 1.4.2012
  • 1.4.2012 - 1.5.2012
  • 1.5.2012 - 1.6.2012
  • 1.6.2012 - 1.7.2012
  • 1.7.2012 - 1.8.2012
  • 1.8.2012 - 1.9.2012
  • 1.9.2012 - 1.10.2012
  • 1.10.2012 - 1.11.2012
  • 1.11.2012 - 1.12.2012
  • 1.12.2012 - 1.1.2013
  • 1.1.2013 - 1.2.2013
  • 1.2.2013 - 1.3.2013
  • 1.3.2013 - 1.4.2013
  • 1.4.2013 - 1.5.2013
  • 1.5.2013 - 1.6.2013
  • 1.6.2013 - 1.7.2013
  • 1.7.2013 - 1.8.2013
  • 1.8.2013 - 1.9.2013
  • 1.9.2013 - 1.10.2013
  • 1.10.2013 - 1.11.2013
  • 1.11.2013 - 1.12.2013
  • 1.12.2013 - 1.1.2014
  • 1.1.2014 - 1.2.2014
  • 1.2.2014 - 1.3.2014
  • 1.3.2014 - 1.4.2014
  • 1.4.2014 - 1.5.2014
  • 1.5.2014 - 1.6.2014
  • 1.8.2014 - 1.9.2014
  • 1.9.2014 - 1.10.2014
  • 1.10.2014 - 1.11.2014
  • 1.11.2014 - 1.12.2014
  • 1.12.2014 - 1.1.2015
  • 1.1.2015 - 1.2.2015
  • 1.2.2015 - 1.3.2015
  • 1.3.2015 - 1.4.2015
  • 1.4.2015 - 1.5.2015
  • 1.6.2015 - 1.7.2015
  • 1.7.2015 - 1.8.2015
  • 1.8.2015 - 1.9.2015
  • 1.9.2015 - 1.10.2015
  • 1.10.2015 - 1.11.2015
  • 1.11.2015 - 1.12.2015
  • 1.12.2015 - 1.1.2016
  • 1.1.2016 - 1.2.2016
  • 1.2.2016 - 1.3.2016
  • 1.3.2016 - 1.4.2016
  • 1.4.2016 - 1.5.2016
  • 1.5.2016 - 1.6.2016
  • 1.6.2016 - 1.7.2016
  • 1.7.2016 - 1.8.2016
  • 1.8.2016 - 1.9.2016
  • 1.9.2016 - 1.10.2016
  • 1.10.2016 - 1.11.2016
  • 1.11.2016 - 1.12.2016
  • 1.12.2016 - 1.1.2017
  • 1.1.2017 - 1.2.2017
  • 1.2.2017 - 1.3.2017
  • 1.3.2017 - 1.4.2017
  • 1.5.2017 - 1.6.2017
  • 1.6.2017 - 1.7.2017
  • 1.8.2017 - 1.9.2017
  • 1.9.2017 - 1.10.2017
  • 1.10.2017 - 1.11.2017
  • 1.11.2017 - 1.12.2017
  • 1.12.2017 - 1.1.2018
  • 1.1.2018 - 1.2.2018
  • 1.2.2018 - 1.3.2018
  • 1.3.2018 - 1.4.2018
  • 1.4.2018 - 1.5.2018
  • 1.5.2018 - 1.6.2018
  • 1.8.2018 - 1.9.2018
  • 1.11.2018 - 1.12.2018
  • 1.4.2021 - 1.5.2021
  • 1.5.2021 - 1.6.2021
  • 1.6.2021 - 1.7.2021
  • 1.7.2021 - 1.8.2021
  • Free Guestbook from Bravenet Free Guestbook from Bravenet