1. desember 2005
Verð að koma mér upp nýjum venjum í sambandi við bloggið ! !
Nú er ekki lengur hægt að blogga um og eftir miðnætti sem reyndist svo ansi vel því líkamsrækt í Laugasporti klukkan hálf sjö á morgnana veldur því að undirrituð er varla viðræðuhæf eftir ellefu á kvöldin. Það er af sem áður var ...
En síðan síðast var skrifað ber hæst aðalfund SASS sem haldinn var á Kirkjubæjarklaustri dagana 25. og 26. nóvember. Ályktanir fundarins má lesa hér. Velja verður SASS tengilinn efst á síðunni og fara þaðan inn á ályktanir aðalfundar, svolitlar krókaleiðir!
Þetta var hinn ágætasti fundur þar sem vandlega var farið yfir hin ýmsu mál. Eins og á mörgum öðrum aðalfundum þessara samtaka var mikið rætt um samgöngumál á Suðurlandi. Verkefnin eru líka mörg og brýn enda umferð um þetta svæði stöðugt að aukast.
Nú sér fyrir endann á undirbúningi að stofnun sérdeildar fyrir börn með geðraskanir í Gaulverjaskóla sem sveitarfélögin á Suðurlandi hafa ákveðið að standa sameiginlega að. Náðist samkomulag á fundinum um kostnaðarskiptingu þess verkefnis. Áformað er að sérdeildin hefji starfsemi í febrúar á næsta ári en hafa verður í huga að Gaulverjaskóli er tilraunaverkefni og því nauðsynlegt að hann fái tækifæri til að þróast og dafna og geti þannig best þjónað þeim einstaklingum sem á þessu úrræði þurfa að halda.
Á aðalfundinum var opnuð ný heimasíða sem rekin er í samstarfi Sunnlenska fréttablaðsins og Frétta í Vestmannaeyjum. Þetta er metnaðarfull síða sem hefur það að markmiði að vera ávallt með nýjar fréttir og uppfæra vefinn oft á dag. Það verður gaman að geta fylgst með Sunnlendingum í starfi og leik og full ástæða til að óska aðstandendum til hamingju með framtakið.
Aðstaða til fundarhalda á Klaustri er til fyrirmyndar. Hótelið á staðnum hefur nýlega skipt um eigendur sem standa myndarlega að rekstri þess.
Það var ekki leiðinlegt að keyra þessa leið sem skartaði sínu fegursta í blíðunni, litadýrðin í ljósaskiptunum var einstök og gladdi ferðalangana nú í svartasta skammdeginu.
Nýji diskurinn hans Magnúsar Þórs hélt okkur Pálínu selskap á leiðinni. Frábær tónlist frá einstökum tónlistarmanni. Við Hvergerðingar erum líka afar stoltir af því að hafa jafn gefandi íbúa innanborðs.
Nú er ekki lengur hægt að blogga um og eftir miðnætti sem reyndist svo ansi vel því líkamsrækt í Laugasporti klukkan hálf sjö á morgnana veldur því að undirrituð er varla viðræðuhæf eftir ellefu á kvöldin. Það er af sem áður var ...
En síðan síðast var skrifað ber hæst aðalfund SASS sem haldinn var á Kirkjubæjarklaustri dagana 25. og 26. nóvember. Ályktanir fundarins má lesa hér. Velja verður SASS tengilinn efst á síðunni og fara þaðan inn á ályktanir aðalfundar, svolitlar krókaleiðir!
Þetta var hinn ágætasti fundur þar sem vandlega var farið yfir hin ýmsu mál. Eins og á mörgum öðrum aðalfundum þessara samtaka var mikið rætt um samgöngumál á Suðurlandi. Verkefnin eru líka mörg og brýn enda umferð um þetta svæði stöðugt að aukast.
Nú sér fyrir endann á undirbúningi að stofnun sérdeildar fyrir börn með geðraskanir í Gaulverjaskóla sem sveitarfélögin á Suðurlandi hafa ákveðið að standa sameiginlega að. Náðist samkomulag á fundinum um kostnaðarskiptingu þess verkefnis. Áformað er að sérdeildin hefji starfsemi í febrúar á næsta ári en hafa verður í huga að Gaulverjaskóli er tilraunaverkefni og því nauðsynlegt að hann fái tækifæri til að þróast og dafna og geti þannig best þjónað þeim einstaklingum sem á þessu úrræði þurfa að halda.
Á aðalfundinum var opnuð ný heimasíða sem rekin er í samstarfi Sunnlenska fréttablaðsins og Frétta í Vestmannaeyjum. Þetta er metnaðarfull síða sem hefur það að markmiði að vera ávallt með nýjar fréttir og uppfæra vefinn oft á dag. Það verður gaman að geta fylgst með Sunnlendingum í starfi og leik og full ástæða til að óska aðstandendum til hamingju með framtakið.
Aðstaða til fundarhalda á Klaustri er til fyrirmyndar. Hótelið á staðnum hefur nýlega skipt um eigendur sem standa myndarlega að rekstri þess.
Það var ekki leiðinlegt að keyra þessa leið sem skartaði sínu fegursta í blíðunni, litadýrðin í ljósaskiptunum var einstök og gladdi ferðalangana nú í svartasta skammdeginu.
Nýji diskurinn hans Magnúsar Þórs hélt okkur Pálínu selskap á leiðinni. Frábær tónlist frá einstökum tónlistarmanni. Við Hvergerðingar erum líka afar stoltir af því að hafa jafn gefandi íbúa innanborðs.
Comments:
Skrifa ummæli