24. desember 2005
Tíminn flýgur, við betra tækifæri verður loforðið hér fyrir neðan efnt ! !
Var að koma frá Selfossi en það er hefð frá því ég man eftir mér að fara þangað á Þorláksmessukvöld. Ættingjarnir eru heimsóttir, farið í "Kaupfélagið" að skoða jólastemninguna og spjallað við fólk. Áður en haldið er heim er ávallt farið í kirkjugarðinn og ljós tendruð á leiðum ástvina. Oftast nær er ekki verandi í kirkjugarðinum á Selfossi á þessum árstíma vegna kulda og næðings frá ánni en í kvöld var yndislegt veður, snjór yfir öllu, logn og blíða. Einstaklega fallegt þar sem upplýsta Ölfusárbrúna bar við himin.
Með þessari fínu sólarlagsmynd frá Hveragerði sendi ég þér og þínum mínar bestu óskir um um gleðilega jólahátíð, frið og farsæld á komandi ári.
Var að koma frá Selfossi en það er hefð frá því ég man eftir mér að fara þangað á Þorláksmessukvöld. Ættingjarnir eru heimsóttir, farið í "Kaupfélagið" að skoða jólastemninguna og spjallað við fólk. Áður en haldið er heim er ávallt farið í kirkjugarðinn og ljós tendruð á leiðum ástvina. Oftast nær er ekki verandi í kirkjugarðinum á Selfossi á þessum árstíma vegna kulda og næðings frá ánni en í kvöld var yndislegt veður, snjór yfir öllu, logn og blíða. Einstaklega fallegt þar sem upplýsta Ölfusárbrúna bar við himin.
Með þessari fínu sólarlagsmynd frá Hveragerði sendi ég þér og þínum mínar bestu óskir um um gleðilega jólahátíð, frið og farsæld á komandi ári.
Comments:
Skrifa ummæli