31. desember 2005
Stórbruni í flugeldasölunni
Það er kraftaverk að allir skyldu komast út úr flugeldasölu Hjálparsveitarinnar hér í Hveragerði þegar hún fuðraði upp laust eftir hádegi í dag.
Hús hér nötruðu og fólk vissi ekki hvaðan á það stóð veðrið þegar sprengingarnar hófust og gríðarstór mökkurinn reis til himins. Jói mágur var rétt ókominn inn í flugeldasöluna með krakkana þegar fólkið sem var inni hentist útúr húsinu. Við vorum vægast sagt ánægð þegar við sáum að þau voru heil á húfi og ekki síður þegar kom í ljós að enginn hafði slasast alvarlega.
En óneitanlega er bæjarbúum brugðið, hingað eru komin slökkvilið nágrannasveitarfélaganna, hjálparsveitarmenn alls staðar að og fjöldi annarra til aðstoðar. Mikið tjón hefur orðið hjá Hjálparsveitinni en ekki er enn ljóst hvort húsnæði Jóhanns Ísleifssonar hafi sloppið.
Búið er að aflýsa brennu kvöldsins og verður hún væntanlega á þrettándanum í staðinn.
Laufey Sif tók nokkrar myndir, þær eru hér.
Það er kraftaverk að allir skyldu komast út úr flugeldasölu Hjálparsveitarinnar hér í Hveragerði þegar hún fuðraði upp laust eftir hádegi í dag.
Hús hér nötruðu og fólk vissi ekki hvaðan á það stóð veðrið þegar sprengingarnar hófust og gríðarstór mökkurinn reis til himins. Jói mágur var rétt ókominn inn í flugeldasöluna með krakkana þegar fólkið sem var inni hentist útúr húsinu. Við vorum vægast sagt ánægð þegar við sáum að þau voru heil á húfi og ekki síður þegar kom í ljós að enginn hafði slasast alvarlega.
En óneitanlega er bæjarbúum brugðið, hingað eru komin slökkvilið nágrannasveitarfélaganna, hjálparsveitarmenn alls staðar að og fjöldi annarra til aðstoðar. Mikið tjón hefur orðið hjá Hjálparsveitinni en ekki er enn ljóst hvort húsnæði Jóhanns Ísleifssonar hafi sloppið.
Búið er að aflýsa brennu kvöldsins og verður hún væntanlega á þrettándanum í staðinn.
Laufey Sif tók nokkrar myndir, þær eru hér.
Comments:
Skrifa ummæli