29. desember 2005
Körfubolti
Heimaleikur í körfunni í kvöld. Hamar/Selfoss á móti ÍR. Gekk ekki alveg sem skyldi allavega tapaði okkar lið of stórt fyrir flestra smekk.
Hljóp örlítið í skapið á "einhverjum", viðkomandi var fyrir vikið vísað úr húsi. Kannski ekki alveg nógu gott ! !
Að loknum leik var heimaleikjakaffi fyrir stuðningsmannaklúbbinn. Þó nokkuð margir mættir á Pizza til að ræða leikinn og fara yfir stöðu mála.
Þar átti minn ágæti eiginmaður að fara yfir forsögu að stofnun körfuknattleiksdeildarinnar hér í bæ. Hann skautaði nokkuð léttilega yfir efnið en honum hefndist fyrir því forsvarsmenn klúbbsins höfðu beðið mig, að honum forspurðum, að kynna fyrir viðstöddum hvernig það væri að vera gift "körfubolta-föðurnum" sjálfum. Ekki annað hægt en að rifja upp nokkrar skemmtisögur af mínum ágæta eiginmanni. Af nógu er að taka :-)
--------------------------------
Sölvaballið verður haldið, tíunda árið í röð, á Örkinni annað kvöld. Þangað mæta allir sem vettlingi geta valdið, sýna sig og sjá aðra, enda frítt inn. Skemmtunin hefst klukkan 21 með því að ýmsir hljómlistarmenn sem búið hafa eða búa í bæjarfélaginu stíga á stokk og eftir því sem dagskránni vindur fram breytist skemmtunin í ekta sveitaball.
Sölvaballið og söngskemmtum Lions á vormánuðum eru fastir árvissir viðburðir sem maður lætur ekki framhjá sér fara.
Heimaleikur í körfunni í kvöld. Hamar/Selfoss á móti ÍR. Gekk ekki alveg sem skyldi allavega tapaði okkar lið of stórt fyrir flestra smekk.
Hljóp örlítið í skapið á "einhverjum", viðkomandi var fyrir vikið vísað úr húsi. Kannski ekki alveg nógu gott ! !
Að loknum leik var heimaleikjakaffi fyrir stuðningsmannaklúbbinn. Þó nokkuð margir mættir á Pizza til að ræða leikinn og fara yfir stöðu mála.
Þar átti minn ágæti eiginmaður að fara yfir forsögu að stofnun körfuknattleiksdeildarinnar hér í bæ. Hann skautaði nokkuð léttilega yfir efnið en honum hefndist fyrir því forsvarsmenn klúbbsins höfðu beðið mig, að honum forspurðum, að kynna fyrir viðstöddum hvernig það væri að vera gift "körfubolta-föðurnum" sjálfum. Ekki annað hægt en að rifja upp nokkrar skemmtisögur af mínum ágæta eiginmanni. Af nógu er að taka :-)
--------------------------------
Sölvaballið verður haldið, tíunda árið í röð, á Örkinni annað kvöld. Þangað mæta allir sem vettlingi geta valdið, sýna sig og sjá aðra, enda frítt inn. Skemmtunin hefst klukkan 21 með því að ýmsir hljómlistarmenn sem búið hafa eða búa í bæjarfélaginu stíga á stokk og eftir því sem dagskránni vindur fram breytist skemmtunin í ekta sveitaball.
Sölvaballið og söngskemmtum Lions á vormánuðum eru fastir árvissir viðburðir sem maður lætur ekki framhjá sér fara.
Comments:
Skrifa ummæli