28. desember 2005
Konur í viðskiptalífinu ...
Er sífellt að velta því fyrir mér hvernig fólk fari að því að lesa öll þau blöð sem berast á hverjum degi. Ákvað í dag að lesa allt sem hingað kom, Mbl, Fbl og DV. Þetta tók rétt um 2 tíma ! ! ! Sleppti samt öllum minningargreinum og slatta af aðsendum greinum og fleiru sem án vafa hefði verið hollt og gagnlegt að renna yfir.
Það er ekki vinnandi vegur að standa í þessu nema maður sé í fríi eða lasin heima.
Hinn kosturinn er auðvitað sá að lesa blöðin í vinnunni sem ég held að ansi margir laumist til að gera. Spurning að fá þetta sett í starfslýsingarnar og fóðra það með nauðsynlegri upplýsingaöflun.
En þar sem ég var nú í átaki í blaðalestri þá las ég meðal annars fylgiblað Fbl, “Markaðurinn”. Eftir nokkra stund sló það mig að ég sá varla mynd af kvenmanni í blaðinu. Einungis er rætt við eina konu, Rannveigu Rist á meðan karlkyns viðmælendur um árið sem er að líða eru 17. Ákvað því að gera eftirfarandi úttekt:
Karlar á myndum voru 70.
Konur á myndum voru 2.
3 hópmyndir eru í blaðinu. Á tveimur þeirra er hellingur af jakkafataklæddum körlum í pallborði en á þeirri þriðju sést 1 kona, ónafngreind og óþekkt, og hárinu á tveimur öðrum sést bregða fyrir. Sú mynd er líka tekin á tískusýningu!
Tvær konur eru nafngreindar í öllu blaðinu, Rannveig Rist, akkeri okkar kvennanna í íslensku viðskiptalífi og Ragnhildur Geirsdóttir sem illu heilli hefur látið af störfum fyrir FL Group.
Við konur eigum aftur á móti okkar fulltrúa í “Markaðnum”. Kvenkynsyfirmaður Lýsingar heldur á hlaupaskóm í auglýsingu frá því fyrirtæki Ung stúlka með jólasveinahúfu situr og nagar blýanta í heilsíðuauglýsingu Íslandsbanka. Bakhlutinn á bikiniklæddri bombu prýðir opnu auglýsingu um sólarlandaferðir og ung stúlka rogast með nagladekk í auglýsingu fyrir bílaverkstæði.
Ágætu lesendur, það er eitthvað alvarlegt að ! !
Er sífellt að velta því fyrir mér hvernig fólk fari að því að lesa öll þau blöð sem berast á hverjum degi. Ákvað í dag að lesa allt sem hingað kom, Mbl, Fbl og DV. Þetta tók rétt um 2 tíma ! ! ! Sleppti samt öllum minningargreinum og slatta af aðsendum greinum og fleiru sem án vafa hefði verið hollt og gagnlegt að renna yfir.
Það er ekki vinnandi vegur að standa í þessu nema maður sé í fríi eða lasin heima.
Hinn kosturinn er auðvitað sá að lesa blöðin í vinnunni sem ég held að ansi margir laumist til að gera. Spurning að fá þetta sett í starfslýsingarnar og fóðra það með nauðsynlegri upplýsingaöflun.
En þar sem ég var nú í átaki í blaðalestri þá las ég meðal annars fylgiblað Fbl, “Markaðurinn”. Eftir nokkra stund sló það mig að ég sá varla mynd af kvenmanni í blaðinu. Einungis er rætt við eina konu, Rannveigu Rist á meðan karlkyns viðmælendur um árið sem er að líða eru 17. Ákvað því að gera eftirfarandi úttekt:
Karlar á myndum voru 70.
Konur á myndum voru 2.
3 hópmyndir eru í blaðinu. Á tveimur þeirra er hellingur af jakkafataklæddum körlum í pallborði en á þeirri þriðju sést 1 kona, ónafngreind og óþekkt, og hárinu á tveimur öðrum sést bregða fyrir. Sú mynd er líka tekin á tískusýningu!
Tvær konur eru nafngreindar í öllu blaðinu, Rannveig Rist, akkeri okkar kvennanna í íslensku viðskiptalífi og Ragnhildur Geirsdóttir sem illu heilli hefur látið af störfum fyrir FL Group.
Við konur eigum aftur á móti okkar fulltrúa í “Markaðnum”. Kvenkynsyfirmaður Lýsingar heldur á hlaupaskóm í auglýsingu frá því fyrirtæki Ung stúlka með jólasveinahúfu situr og nagar blýanta í heilsíðuauglýsingu Íslandsbanka. Bakhlutinn á bikiniklæddri bombu prýðir opnu auglýsingu um sólarlandaferðir og ung stúlka rogast með nagladekk í auglýsingu fyrir bílaverkstæði.
Ágætu lesendur, það er eitthvað alvarlegt að ! !
Comments:
Skrifa ummæli