<$BlogRSDUrl$>

11. desember 2005



Haukur frændi orðinn 1. árs.
Því var fagnað með mikilli veislu í dag, sunnudag. Alltaf gaman þegar stórfjölskyldan kemur saman. Sigurbjörg, tvíbbar og Laufey fjarri góðu gamni en nú eru mörg afmæli framundan þannig að jólafríið fer í fjölskylduboð, ágæta fólk ! ! !
---------------



Í gær, laugardag, var síðasta opna hús Sjálfstæðismanna fyrir jólafrí. Veitingar með glæsilegasta móti enda var vel mætt. Nýjir Hvergerðingar litu við og er það alltaf sérstaklega skemmtilegt. Bera með sér ferska vinda og nýja sýn sem okkur ber að virkja.
Starfið í Sjálfstæðisfélaginu er sérstaklega gott þessa dagana. Margir áhugasamir og duglegir einstaklingar taka þátt í starfinu sem boðar gott fyrir komandi mánuði sem verða án vafa bæði erilsamir og áhugaverðir.
-------------------
Eftir hádegi var jólafagnaður í Sunnumörkinni. Meðal annars söng Söngsveitin jólalög sem gaman var að hlusta á og Bjössi bolla mætti á svæðið til að gleðja yngstu kynslóðina. Sigrún Eldjárn las fyrir börnin í bókasafninu og Skúli á Upplýsingamiðstöðinni mætti með nýja hljómsveit. Líflegt og skemmtilegt enda dróst á langinn að versla sem var tilgangurinn með ferðinni því ég hitt svo marga til að spjalla við.
----------------



Haustfundur Héraðsnefndar Árnesinga var haldinn á föstudag.
Fundir nefndarinnar eru að jafnaði undirlagðir málefnum þeirra stofnana sem undir hana heyra, tónlistarskóla, listasafns, byggðasafns, héraðsskjalasafns og héraðsbókasafns, allt með viðskeytinu - Árnesinga. Sveitarfélögin í sýslunni standa ágætlega að rekstrinum þó auðvitað megi ávallt gera betur og allir vilji meiri peninga til rekstursins. Í þetta skipti fór þónokkur tími í umræðu um Listasafnið sem staðsett er hér í Hveragerði. Samþykkt var að fela forstöðumanni og stjórn að gera úttekt á starfinu og móta stefnu til framtíðar. Mikilvægt er að vel og hratt verði unnið að þessari úttekt enda vonumst við til að niðurstaða liggi fyrir á vorfundi Héraðsnefndar. Öll viljum við sjá meira líf í safninu og spurning hvort ekki megi auka fjölbreytni og nýtingu hússins þannig að það verði sýnilegra í samfélaginu.
----------------------
Hið árlega “konu jólaboð” Huldu var á föstudag. Skemmtileg tilbreyting frá amstri hversdagsins. Áttum saman frábæra stund enda ekki annað hægt, veitingarnar að venju girnilegar og félagsskapurinn góður.
---------------
Á fimmtudag var síðasti bæjarstjórnarfundur ársins.
Seinni umræða um fjárhagsáætlun fór þar fram og má lesa fundargerðina í heild sinni hér.
Meirihlutinn hefur greinilega séð að tillögur þær sem við lögðum fram við fyrri umræðu voru nokkuð vitrænar því margar þeirra voru samþykktar. Við fögnum því auðvitað og lögðum því fram eftirfarandi bókun. Hún er nokkuð löng en þeir sem ekki nenna að lesa þetta skrolla þá bara niður:

Það er ánægjulegt að sjá að meirihluti bæjarstjórnar hefur samþykkt tillögu minnihlutans er varðar álagningarprósentu fasteignaskatts í á húsnæði í A flokki sem verður nú 0,346% í stað 0.37 eins og tillaga meirihlutans gerði ráð fyrir í upphafi. Jafnframt er tillaga okkar samþykkt um að komið verði til móti við eldri borgara og öryrkja og viðmiðunartekjur þeirra hækkaðar um 3,5%. Í því tilfelli hefðum við viljað ganga lengra en greinilegt er að meirihlutinn er ekki á sömu skoðun.

Við fögnum því að tillaga okkar um utanhússviðhald íþróttahúss bæjarins hafi verið samþykkt og þannig fái húsi eðlilegt viðhald.

Áherslur fjárhagsáætlunar gefa ekki tilefni til að ætla að umhverfismálum og umhirðu bæjarins verði betur sinnt á næsta ári en verið hefur. Við teljum að átak á sviði umhverfismála sé orðið mjög brýnt og til þess að það gangi eftir þarf sérhæfður starfsmaður að hafa umsjón með verkinu. Við teljum það mikla skammsýni að samþykkja ekki tillögu okkar um ráðningu starfsmanns að umhverfisdeild.

Þær gatnagerðarframkvæmdir sem við gerðum tillögu um eru aftur á móti óumflýjanlegar og við teljum að með uppbyggingu í miðbænum verði til dæmis ekki undan því komist að leggja Þórsmörkina bundnu slitlagi þar sem lagnir í þeirri götu geta ekki borið fleiri tengingar.

Það er óskandi að væntingar meirihlutans varðandi afkomu bæjarsjóðs muni ganga eftir. Það hefur reyndar sjaldan þótt góður siður í fjárhagsáætlunargerð að áætla allar tekjur eins hátt og hægt er, en gjöldin eins lág og nokkur möguleiki er á.
Það sýndi sig líka árið 2004 en þá voru gjöld bæjarins rúmum 56 milljónum hærri en upphafleg áætlun gerði ráð fyrir og rúmum 53 milljónum umfram endurskoðaða áætlun sem vel að merkja var endurskoðuð þann 11. nóvember 2004, þegar einn og hálfur mánuður var eftir af fjárhagsárinu. Það er ljóst að niðurstaða ársins 2004 gaf engan veginn tilefni til þeirrar bjartsýni sem hér er lagt upp með. Ársreikningur 2005 verður ekki lagður fram fyrr en rétt fyrir kosningar í vor. Þá mun sjást hversu raunhæf áætlanagerð meirihlutans er og þá mun best sjást hvort líkur séu á að hinn mikli viðsnúningur sem gert er ráð fyrir muni rætast.



Á fundinum var einnig samþykktur samningur við Orkuveitu Reykjavíkur um lagningu ljósleiðara í Hveragerði. Bærinn kemst þannig í fremstu röð í fjarskiptamálum og ekki þarf að fjölyrða um þá þýðingu sem þetta hefur fyrir bæjarfélagið.
Í fyrsta áfanga verða stofnanir bæjarins tengdar ljósleiðaranum, í öðrum áfanga fyrirtækinu og í þeim þriðja stofnanir. Samningurinn felur í sér að lögnunum verður komið fyrir eftir því sem gatnagerð vindur fram í bænum en íbúar þurfa að brynjast þolinmæði því ekki er ráðgert að tengja fyrstu heimilin fyrr en árið 2007.
En tíminn er fljótur að líða og áður en við vitum af er kominn ljósleiðari í hvert hús.

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

  • Um Aldísi ...
  • Ræður og greinar ...
  • Aftur á forsíðu...
  • Tenglar
  • Mjúkhýsi í Hveragerði ?
  • Síða Sjálfstæðisflokksins
  • Sjálfstæðismenn í Hveragerði
  • Sjálfstæðiskonur
  • Sjálfstæðismenn í Suður.
  • Gagnagátt Sambandsins
  • Besti ísinn!
  • Morgunblaðið á netinu
  • Vísir.is
  • DFS - Fréttasíða Dagskrárinnar
  • Fleiri Sunnlenskar fréttir
  • Mælingar á loftgæðum í Hveragerði
  • Hveragerði
  • Heimasíður fyrirtækja í Hveragerði
  • Grunnskólinn í­ Hveragerði
  • Íþróttafélagið Hamar
  • Veðurspá fyrir Hveragerði
  • Fjölbrautaskóli Suðurlands
  • Gagnasöfn Hvar.is
  • Besti bloggarinn ! ! !
  • Vefbanki Valla...
  • SASS
  • Myndir Bjössa á Bláfelli
  • Nátturan.is
  • Orðaþýðingar - frábær síða
  • Færð og veður á SV-landi
  • Leitarvélin
  • Sí­maskráin
  • Ýmsar myndir
  • Myndasíða
  • Úr reisubókinni
  • Flórída janúar 2017
  • Litháen, Armenia og Karabakh 2015
  • Serbí­a og Svartfjallaland 2005
  • Istanbul í­ Tyrklandi 2005
  • Búkarest í Rúmení­u 2006
  • Ítalía 2007
  • Svartfjallaland 2008
  • Danmörk 2010
  • Heimsreisa Laufeyjar og Elvars 2011-2012
  • Hefur þú skoðun?
  • Hafðu samband!
    Eldri færslur
  • 1.1.2004 - 1.2.2004
  • 1.2.2004 - 1.3.2004
  • 1.3.2004 - 1.4.2004
  • 1.5.2004 - 1.6.2004
  • 1.6.2004 - 1.7.2004
  • 1.7.2004 - 1.8.2004
  • 1.8.2004 - 1.9.2004
  • 1.9.2004 - 1.10.2004
  • 1.10.2004 - 1.11.2004
  • 1.11.2004 - 1.12.2004
  • 1.12.2004 - 1.1.2005
  • 1.1.2005 - 1.2.2005
  • 1.3.2005 - 1.4.2005
  • 1.4.2005 - 1.5.2005
  • 1.5.2005 - 1.6.2005
  • 1.6.2005 - 1.7.2005
  • 1.7.2005 - 1.8.2005
  • 1.8.2005 - 1.9.2005
  • 1.9.2005 - 1.10.2005
  • 1.10.2005 - 1.11.2005
  • 1.11.2005 - 1.12.2005
  • 1.12.2005 - 1.1.2006
  • 1.1.2006 - 1.2.2006
  • 1.2.2006 - 1.3.2006
  • 1.3.2006 - 1.4.2006
  • 1.4.2006 - 1.5.2006
  • 1.5.2006 - 1.6.2006
  • 1.6.2006 - 1.7.2006
  • 1.7.2006 - 1.8.2006
  • 1.8.2006 - 1.9.2006
  • 1.9.2006 - 1.10.2006
  • 1.10.2006 - 1.11.2006
  • 1.11.2006 - 1.12.2006
  • 1.12.2006 - 1.1.2007
  • 1.1.2007 - 1.2.2007
  • 1.2.2007 - 1.3.2007
  • 1.3.2007 - 1.4.2007
  • 1.4.2007 - 1.5.2007
  • 1.5.2007 - 1.6.2007
  • 1.6.2007 - 1.7.2007
  • 1.7.2007 - 1.8.2007
  • 1.8.2007 - 1.9.2007
  • 1.9.2007 - 1.10.2007
  • 1.10.2007 - 1.11.2007
  • 1.11.2007 - 1.12.2007
  • 1.12.2007 - 1.1.2008
  • 1.1.2008 - 1.2.2008
  • 1.2.2008 - 1.3.2008
  • 1.3.2008 - 1.4.2008
  • 1.4.2008 - 1.5.2008
  • 1.5.2008 - 1.6.2008
  • 1.6.2008 - 1.7.2008
  • 1.7.2008 - 1.8.2008
  • 1.8.2008 - 1.9.2008
  • 1.9.2008 - 1.10.2008
  • 1.10.2008 - 1.11.2008
  • 1.11.2008 - 1.12.2008
  • 1.12.2008 - 1.1.2009
  • 1.1.2009 - 1.2.2009
  • 1.2.2009 - 1.3.2009
  • 1.3.2009 - 1.4.2009
  • 1.4.2009 - 1.5.2009
  • 1.5.2009 - 1.6.2009
  • 1.6.2009 - 1.7.2009
  • 1.7.2009 - 1.8.2009
  • 1.8.2009 - 1.9.2009
  • 1.9.2009 - 1.10.2009
  • 1.10.2009 - 1.11.2009
  • 1.11.2009 - 1.12.2009
  • 1.12.2009 - 1.1.2010
  • 1.1.2010 - 1.2.2010
  • 1.2.2010 - 1.3.2010
  • 1.3.2010 - 1.4.2010
  • 1.4.2010 - 1.5.2010
  • 1.5.2010 - 1.6.2010
  • 1.6.2010 - 1.7.2010
  • 1.7.2010 - 1.8.2010
  • 1.8.2010 - 1.9.2010
  • 1.9.2010 - 1.10.2010
  • 1.10.2010 - 1.11.2010
  • 1.11.2010 - 1.12.2010
  • 1.12.2010 - 1.1.2011
  • 1.1.2011 - 1.2.2011
  • 1.2.2011 - 1.3.2011
  • 1.3.2011 - 1.4.2011
  • 1.4.2011 - 1.5.2011
  • 1.5.2011 - 1.6.2011
  • 1.6.2011 - 1.7.2011
  • 1.7.2011 - 1.8.2011
  • 1.8.2011 - 1.9.2011
  • 1.9.2011 - 1.10.2011
  • 1.10.2011 - 1.11.2011
  • 1.11.2011 - 1.12.2011
  • 1.12.2011 - 1.1.2012
  • 1.1.2012 - 1.2.2012
  • 1.2.2012 - 1.3.2012
  • 1.3.2012 - 1.4.2012
  • 1.4.2012 - 1.5.2012
  • 1.5.2012 - 1.6.2012
  • 1.6.2012 - 1.7.2012
  • 1.7.2012 - 1.8.2012
  • 1.8.2012 - 1.9.2012
  • 1.9.2012 - 1.10.2012
  • 1.10.2012 - 1.11.2012
  • 1.11.2012 - 1.12.2012
  • 1.12.2012 - 1.1.2013
  • 1.1.2013 - 1.2.2013
  • 1.2.2013 - 1.3.2013
  • 1.3.2013 - 1.4.2013
  • 1.4.2013 - 1.5.2013
  • 1.5.2013 - 1.6.2013
  • 1.6.2013 - 1.7.2013
  • 1.7.2013 - 1.8.2013
  • 1.8.2013 - 1.9.2013
  • 1.9.2013 - 1.10.2013
  • 1.10.2013 - 1.11.2013
  • 1.11.2013 - 1.12.2013
  • 1.12.2013 - 1.1.2014
  • 1.1.2014 - 1.2.2014
  • 1.2.2014 - 1.3.2014
  • 1.3.2014 - 1.4.2014
  • 1.4.2014 - 1.5.2014
  • 1.5.2014 - 1.6.2014
  • 1.8.2014 - 1.9.2014
  • 1.9.2014 - 1.10.2014
  • 1.10.2014 - 1.11.2014
  • 1.11.2014 - 1.12.2014
  • 1.12.2014 - 1.1.2015
  • 1.1.2015 - 1.2.2015
  • 1.2.2015 - 1.3.2015
  • 1.3.2015 - 1.4.2015
  • 1.4.2015 - 1.5.2015
  • 1.6.2015 - 1.7.2015
  • 1.7.2015 - 1.8.2015
  • 1.8.2015 - 1.9.2015
  • 1.9.2015 - 1.10.2015
  • 1.10.2015 - 1.11.2015
  • 1.11.2015 - 1.12.2015
  • 1.12.2015 - 1.1.2016
  • 1.1.2016 - 1.2.2016
  • 1.2.2016 - 1.3.2016
  • 1.3.2016 - 1.4.2016
  • 1.4.2016 - 1.5.2016
  • 1.5.2016 - 1.6.2016
  • 1.6.2016 - 1.7.2016
  • 1.7.2016 - 1.8.2016
  • 1.8.2016 - 1.9.2016
  • 1.9.2016 - 1.10.2016
  • 1.10.2016 - 1.11.2016
  • 1.11.2016 - 1.12.2016
  • 1.12.2016 - 1.1.2017
  • 1.1.2017 - 1.2.2017
  • 1.2.2017 - 1.3.2017
  • 1.3.2017 - 1.4.2017
  • 1.5.2017 - 1.6.2017
  • 1.6.2017 - 1.7.2017
  • 1.8.2017 - 1.9.2017
  • 1.9.2017 - 1.10.2017
  • 1.10.2017 - 1.11.2017
  • 1.11.2017 - 1.12.2017
  • 1.12.2017 - 1.1.2018
  • 1.1.2018 - 1.2.2018
  • 1.2.2018 - 1.3.2018
  • 1.3.2018 - 1.4.2018
  • 1.4.2018 - 1.5.2018
  • 1.5.2018 - 1.6.2018
  • 1.8.2018 - 1.9.2018
  • 1.11.2018 - 1.12.2018
  • 1.4.2021 - 1.5.2021
  • 1.5.2021 - 1.6.2021
  • 1.6.2021 - 1.7.2021
  • 1.7.2021 - 1.8.2021
  • Free Guestbook from Bravenet Free Guestbook from Bravenet