30. desember 2005
Eins og við var að búast var mikið fjör á mannskapnum á Sölvaballinu.
Fjöldi listamanna tróð upp og gaman að sjá að á árinu sem er að líða hafa þrír af þeim sem tróðu upp síðast gefið út eftirtektarverða geisladiska, það eru þau Helgi Valur, Ylfa Lind og Magnús Þór Sigmundsson. Nú verður gaman að sjá hvort aðrir feta í þeirra fótspor! !
Sumar hljómsveitir skapa sér meiri vinsældir en aðrar og þar fer fremst í flokki hljómsveitin Loðmundur sem var afar vinsæl á Suðurlandi hér í eina tíð. Þeir sviku ekki Hvergerðinga í gærkvöldi frekar en endranær og sýndu að þeir hafa engu gleymt.
Án þess að halla á nokkurn verð ég síðan að segja að Shadows-syrpa þeirra Harðar og Sölva var einnig snilldarlega vel útfærð.
Brottfluttir létu sig ekki vanta á skemmtunina og sannaðist þarna eins og svo oft áður að maður er manns gaman. Sölvi á heiður skilinn fyrir þessa skemmtun sem Hvergerðingar kunna svo sannarlega vel að meta.
------------------
Framboðsmál fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor eru farin að taka á sig mynd þar sem fyrirkomulag framboða á hverjum stað fyrir sig skýrist dag frá degi og einstaklingar tilkynna um fyrirætlanir sínar. Fyrir okkur sem tökum þátt í sveitarstjórnarmálum er gaman að fylgjast með hvaða ákvarðanir fólk tekur vítt og breitt um landið. Sumir skipta um flokka, aðrir ákeða að draga sig í hlé og enn aðrir ákveða að halda áfram í slagnum. Það eru fjörugir mánuðir framundan.
Fjöldi listamanna tróð upp og gaman að sjá að á árinu sem er að líða hafa þrír af þeim sem tróðu upp síðast gefið út eftirtektarverða geisladiska, það eru þau Helgi Valur, Ylfa Lind og Magnús Þór Sigmundsson. Nú verður gaman að sjá hvort aðrir feta í þeirra fótspor! !
Sumar hljómsveitir skapa sér meiri vinsældir en aðrar og þar fer fremst í flokki hljómsveitin Loðmundur sem var afar vinsæl á Suðurlandi hér í eina tíð. Þeir sviku ekki Hvergerðinga í gærkvöldi frekar en endranær og sýndu að þeir hafa engu gleymt.
Án þess að halla á nokkurn verð ég síðan að segja að Shadows-syrpa þeirra Harðar og Sölva var einnig snilldarlega vel útfærð.
Brottfluttir létu sig ekki vanta á skemmtunina og sannaðist þarna eins og svo oft áður að maður er manns gaman. Sölvi á heiður skilinn fyrir þessa skemmtun sem Hvergerðingar kunna svo sannarlega vel að meta.
------------------
Framboðsmál fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor eru farin að taka á sig mynd þar sem fyrirkomulag framboða á hverjum stað fyrir sig skýrist dag frá degi og einstaklingar tilkynna um fyrirætlanir sínar. Fyrir okkur sem tökum þátt í sveitarstjórnarmálum er gaman að fylgjast með hvaða ákvarðanir fólk tekur vítt og breitt um landið. Sumir skipta um flokka, aðrir ákeða að draga sig í hlé og enn aðrir ákveða að halda áfram í slagnum. Það eru fjörugir mánuðir framundan.
Comments:
Skrifa ummæli