6. desember 2005
Af ýmsum vígstöðvum
Fór snemma heim úr vinnunni í gær enda var hringt úr skólanum og Albert orðinn veikur. Það er hundleiðinlegt að vera lasinn þannig að heilmikið þurfti að sinna sjúklingnum.
Skrapp samt á Selfoss í gærkvöld á aðalfund fulltrúaráðs Árnessýslu. Þar var kosin ný stjórn í kjölfar þess að nú hefur verið stofnað sérstakt fulltrúaráð í Árborg.
Nýr formaður er Bjarni Einarsson, Miklaholtshelli, sem án vafa verður öflugur í starfi.
Á fundinum voru nokkrir heiðursmenn heiðraðir fyrir störf sín fyrir Sjálfstæðisflokkin þeirra á meðal var Ólafur Steinsson, sem er okkur Hvergerðingum að góðu kunnur. Aðrir sem heiðraðir voru eru þeir Helgi Ívarsson, Sveinn Skúlason, Páll Helgason, Jakob Hafstein og Björn Sigurðsson.
-------------------
Þar sem betri helmingurinn fór til Reyðarfjarðar eldsnemma í morgun var ekki um annað að ræða en vera heima í dag og hugsa um Albert. Hann hresstist reyndar allur þegar leið á daginn og endaði með að koma með á foreldraföndursdaginn í Grunnskólanum. Þar sáum við nokkrar mæður 10. bekkinga um laufabrauðsgerð og var það mikið fjör. Hef hingað til látið nægja að skera út laufabrauðið en komst að því að það er nú ekki mikið mál að steikja þetta "norðlenska kex" eins og það er kallað á sumum bæjum.
10. bekkingar voru einnig með kaffisölu í dag og seldu grimmt af skúffukökum og vöfflum. Vonandi að mikið hafi safnast í ferðasjóðinn þeirra.
------------------------------
Margir koma að jólablaði Bláhvers núna og virkilega gaman þegar þannig vinnst. Nýtt öflugt fólk er að koma til liðs við Sjálfstæðisflokkinn og þó að allir hafi nóg að gera á þessum árstíma þá gefur fólk sér samt tíma til að skrifa greinar og safna auglýsingum. Frábær vinna í gangi.
----------
Mikið hrikalega eru Danir flinkir að búa til sjónvarpsefni. Verð að hrósa Erninum sem er eini sjónvarpsþátturinn sem ég reyni að fylgjast með. Snilldarlegir þættir.
Til að greypa danska menningu í huga heimilisfólks gróf ég meira að segja upp jóladagatal Danska sjónvarpsins frá 1988, "Nissebanden i Grönland". Þetta var sýnt á meðan við bjuggum úti og nú neyddist aumingja Albert til að horfa á þetta ótextað og eðlilega ótalsett. Hann var líka veikur og gat því ekki kvartað kröftuglega. EN þetta er líka snilldarlegt jóladagatal. Segi ekki að það slái út Jesú og Jósefínu en næstum því ...
Á meðan Danir framleiða hvern eðal þáttinn af öðrum sýnum við "Á baðkeri til Betlehems" aftur og aftur ! ! !
I rest my case....
----------------------------------------
Það er erfitt að gera kröfuhörðum lesendum bloggsins til hæfis. Hef fengið ábendingar um að það sé nú full leiðigjarnt að lesa bara um fundi og pólitík á þessari síðu. Ég hét því reyndar í upphafi að vera ekki með of persónulegt blogg en í dag er ég búin að skrifa um veikindi, danska sjónvarpsþætti og laufabrauðsbakstur. Er hægt að biðja um meira, ágæta fólk?
Fór snemma heim úr vinnunni í gær enda var hringt úr skólanum og Albert orðinn veikur. Það er hundleiðinlegt að vera lasinn þannig að heilmikið þurfti að sinna sjúklingnum.
Skrapp samt á Selfoss í gærkvöld á aðalfund fulltrúaráðs Árnessýslu. Þar var kosin ný stjórn í kjölfar þess að nú hefur verið stofnað sérstakt fulltrúaráð í Árborg.
Nýr formaður er Bjarni Einarsson, Miklaholtshelli, sem án vafa verður öflugur í starfi.
Á fundinum voru nokkrir heiðursmenn heiðraðir fyrir störf sín fyrir Sjálfstæðisflokkin þeirra á meðal var Ólafur Steinsson, sem er okkur Hvergerðingum að góðu kunnur. Aðrir sem heiðraðir voru eru þeir Helgi Ívarsson, Sveinn Skúlason, Páll Helgason, Jakob Hafstein og Björn Sigurðsson.
-------------------
Þar sem betri helmingurinn fór til Reyðarfjarðar eldsnemma í morgun var ekki um annað að ræða en vera heima í dag og hugsa um Albert. Hann hresstist reyndar allur þegar leið á daginn og endaði með að koma með á foreldraföndursdaginn í Grunnskólanum. Þar sáum við nokkrar mæður 10. bekkinga um laufabrauðsgerð og var það mikið fjör. Hef hingað til látið nægja að skera út laufabrauðið en komst að því að það er nú ekki mikið mál að steikja þetta "norðlenska kex" eins og það er kallað á sumum bæjum.
10. bekkingar voru einnig með kaffisölu í dag og seldu grimmt af skúffukökum og vöfflum. Vonandi að mikið hafi safnast í ferðasjóðinn þeirra.
------------------------------
Margir koma að jólablaði Bláhvers núna og virkilega gaman þegar þannig vinnst. Nýtt öflugt fólk er að koma til liðs við Sjálfstæðisflokkinn og þó að allir hafi nóg að gera á þessum árstíma þá gefur fólk sér samt tíma til að skrifa greinar og safna auglýsingum. Frábær vinna í gangi.
----------
Mikið hrikalega eru Danir flinkir að búa til sjónvarpsefni. Verð að hrósa Erninum sem er eini sjónvarpsþátturinn sem ég reyni að fylgjast með. Snilldarlegir þættir.
Til að greypa danska menningu í huga heimilisfólks gróf ég meira að segja upp jóladagatal Danska sjónvarpsins frá 1988, "Nissebanden i Grönland". Þetta var sýnt á meðan við bjuggum úti og nú neyddist aumingja Albert til að horfa á þetta ótextað og eðlilega ótalsett. Hann var líka veikur og gat því ekki kvartað kröftuglega. EN þetta er líka snilldarlegt jóladagatal. Segi ekki að það slái út Jesú og Jósefínu en næstum því ...
Á meðan Danir framleiða hvern eðal þáttinn af öðrum sýnum við "Á baðkeri til Betlehems" aftur og aftur ! ! !
I rest my case....
----------------------------------------
Það er erfitt að gera kröfuhörðum lesendum bloggsins til hæfis. Hef fengið ábendingar um að það sé nú full leiðigjarnt að lesa bara um fundi og pólitík á þessari síðu. Ég hét því reyndar í upphafi að vera ekki með of persónulegt blogg en í dag er ég búin að skrifa um veikindi, danska sjónvarpsþætti og laufabrauðsbakstur. Er hægt að biðja um meira, ágæta fólk?
Comments:
Skrifa ummæli