9. september 2005
Tvíbbar á leið norður ! !
Ætlaði á sjávarútvegssýninguna í dag en hætti við vegna anna í vinnunni. Tveir erlendir birgjar komu í heimsókn og það tekur alltaf dágóðan tíma. Báðir voru búnir að vera á sýningunni og létu vel af.
-------------------------
Hafsteinn og Kristján yfirgáfu Suðurland í dag og héldu til náms við Menntaskólann á Akureyri. Var ekki laust við að hugurinn reikaði þónokkuð mörg ár aftur í tímann þegar sú sem þetta ritar var í sömu sporum, með fiðrildi í maganum á leið norður. Þetta verður heilmikið ævintýri fyrir strákana og ekki efi að þeir munu standa sig vel.
-------------------------
Starfsmannafélag Kjörís stóð fyrir síðbúnu sumargrilli í kvöld. Heldur viðraði illa til úti matseldar, en sunnlenskt slagveður hefur nú tekið völdin. Fólk skemmti sér samt hið besta og maturinn var góður eins og við var að búast. Hinir nýju leikmenn Hamars/Selfoss í körfu Bandaríkjamaðurinn Clifton Cook og Serbinn Mihajlo Delic mættu einnig í grillið, hressir og skemmtilegir strákar sem vonandi munu styrkja liðið í vetur.
-------------------------
Fjölmargar myndir sem teknar voru á Blómstrandi dögum í lok ágúst eru nú á vef Gistiheimilisins Frumskóga.
Kíkið á myndirnar hér.
Ætlaði á sjávarútvegssýninguna í dag en hætti við vegna anna í vinnunni. Tveir erlendir birgjar komu í heimsókn og það tekur alltaf dágóðan tíma. Báðir voru búnir að vera á sýningunni og létu vel af.
-------------------------
Hafsteinn og Kristján yfirgáfu Suðurland í dag og héldu til náms við Menntaskólann á Akureyri. Var ekki laust við að hugurinn reikaði þónokkuð mörg ár aftur í tímann þegar sú sem þetta ritar var í sömu sporum, með fiðrildi í maganum á leið norður. Þetta verður heilmikið ævintýri fyrir strákana og ekki efi að þeir munu standa sig vel.
-------------------------
Starfsmannafélag Kjörís stóð fyrir síðbúnu sumargrilli í kvöld. Heldur viðraði illa til úti matseldar, en sunnlenskt slagveður hefur nú tekið völdin. Fólk skemmti sér samt hið besta og maturinn var góður eins og við var að búast. Hinir nýju leikmenn Hamars/Selfoss í körfu Bandaríkjamaðurinn Clifton Cook og Serbinn Mihajlo Delic mættu einnig í grillið, hressir og skemmtilegir strákar sem vonandi munu styrkja liðið í vetur.
-------------------------
Fjölmargar myndir sem teknar voru á Blómstrandi dögum í lok ágúst eru nú á vef Gistiheimilisins Frumskóga.
Kíkið á myndirnar hér.
Comments:
Skrifa ummæli