26. september 2005
Tíminn er fljótur að líða þegar mikið er um að vera og því hafa skrif á síðuna setið á hakanum of lengi.
Til að loka umfjöllun um fundi sameiningarnefndar er rétt að skrifa örlítið um fundinn sem haldinn var í Félagslundi, Gaulverjabæjarhreppi, á mánudagskvöldið fyrir viku. Þessi fundur var einn sá fjölsóttasti í fundarröðinni, jafnvel þó ekki sé miðað við höfðatöluregluna. Fundinn sóttu rúmlega 60 manns og verður það að teljast ákveðið afrek í hrepp sem telur um 100 íbúa. Fundarsóknin sýndi það líka að Gaulverjar hafa skoðanir og hikuðu ekki við að láta þær í ljós. Enda varð fundurinn bæði fjörugur og langur.
Enn og aftur kom það berlega í ljós að þeir íbúar sem fundina sækja eru ekki á þeirri skoðun að sameina beri þessi sveitarfélög.
Í minni sveitarfélögunum eru íbúar hræddir um að "týnast". Þar er mikil umræða um framtíð félagsheimilanna semog um framtíð skólans og annarrar þjónustu. Aftur á móti heyrist það sjónarmið líka að erfitt sé fyrir sveitarfélög sem telja örfá hundruð íbúa að halda úti sambærilegri þjónustu og stærri sveitarfélög geta gert. Einn íbúi Gaulverjabæjarhrepps taldi það aftur á móti til kosta og að þeir sem veldu sér minni sveitarfélög til búsetu gerðu slíkt vitandi um minni þjónustu en aðrir kostir gerðu gott betur en að vega upp þá galla.
Róbert Ragnarsson, verkefnissjóri í félagsmálaráðuneytinu, kom aftur á móti inná það í sínu erindi að ákjósanlegasta stærð sveitarfélags væri líklegast milli 2500 og 3000 íbúar, þar sem landfræðileg lega sveitarfélagsins væri með þeim hætti að uppbygging grunnþjónustu væri hagkvæm. Nefndi hann Hveragerði sérstaklega sem dæmi um sveitarfélag sem félli undir þennan ramma.
Athyglisvert innlegg hjá Róberti!
-----------------------------
Skipulags- og bygginganefnd Hveragerðisbæjar fundar stíft þessa dagana en á þriðjudag var fundur í nefndinni. Meðal annars var fjallað um umsagnir sem borist hafa frá umsagnaraðilum varðandi aðalskipulag Hveragerðis. Nánar verður fjallað um þær og aðalskipulagið í heild sinni á sérstökum vinnufundi bæjarstjórnar og nefndarinnar. Fjölda erinda var með sama hætti vísað til þessa vinnufundar sem halda á mánudaginn 26. september.
Ekkert lát er á framkvæmdagleðinni og fjöldi byggingaleyfa var gefinn út á fundinum. Það er gaman að sjá hve veglega fólk byggir og hversu mjög húsin hafa stækkað síðustu ár. Eina vandamálið fer að verða hvar koma á sólpallinum fyrir þegar húsin fylla svo til alveg útí lóðina !
Rætt var um gangbrautir/hraðahindranir yfir Breiðumörk til að auðvelda aðgengi að verslunarmiðstöðinni. Var ítrekað að vinnu við það skipulag þyrfti að hraða eins og hægt er.
-----------------------------
Hjálparsveit skáta í Hveragerði hélt uppá 30 ára starfsafmæli sveitarinnar með veglegum hætti síðastliðinn laugardag. Það var gaman að heyra sögur frá starfi sveitarinnar, skoða myndir og búnað sem þeim tilheyrir. Skemmtu viðstaddir sér hið besta og ekki spilltu glæsilegar veitingar fyrir.
Það er fyllsta ástæða til að óska fyrrverandi og núverandi hjálparsveitarmönnum til hamingju með þennan áfanga. Það er ekki ósjaldan sem sveitin hefur bjargað bæði Hvergerðingum og öðrum úr háska -- fyrir nú utan það að sjá um flottustu flugeldasýningu landsins á Blómstrandi dögum !
---------------------------------
Skrapp með strákana í bíó á laugardaginn. Sáum "Charlie and the chocolate factory". Stórskemmtileg mynd með heilmiklu uppeldislegu ívafi sem skilaði sér beint í æð.
Vel hægt að mæla með henni þessari.
-------------------------------
Til að loka umfjöllun um fundi sameiningarnefndar er rétt að skrifa örlítið um fundinn sem haldinn var í Félagslundi, Gaulverjabæjarhreppi, á mánudagskvöldið fyrir viku. Þessi fundur var einn sá fjölsóttasti í fundarröðinni, jafnvel þó ekki sé miðað við höfðatöluregluna. Fundinn sóttu rúmlega 60 manns og verður það að teljast ákveðið afrek í hrepp sem telur um 100 íbúa. Fundarsóknin sýndi það líka að Gaulverjar hafa skoðanir og hikuðu ekki við að láta þær í ljós. Enda varð fundurinn bæði fjörugur og langur.
Enn og aftur kom það berlega í ljós að þeir íbúar sem fundina sækja eru ekki á þeirri skoðun að sameina beri þessi sveitarfélög.
Í minni sveitarfélögunum eru íbúar hræddir um að "týnast". Þar er mikil umræða um framtíð félagsheimilanna semog um framtíð skólans og annarrar þjónustu. Aftur á móti heyrist það sjónarmið líka að erfitt sé fyrir sveitarfélög sem telja örfá hundruð íbúa að halda úti sambærilegri þjónustu og stærri sveitarfélög geta gert. Einn íbúi Gaulverjabæjarhrepps taldi það aftur á móti til kosta og að þeir sem veldu sér minni sveitarfélög til búsetu gerðu slíkt vitandi um minni þjónustu en aðrir kostir gerðu gott betur en að vega upp þá galla.
Róbert Ragnarsson, verkefnissjóri í félagsmálaráðuneytinu, kom aftur á móti inná það í sínu erindi að ákjósanlegasta stærð sveitarfélags væri líklegast milli 2500 og 3000 íbúar, þar sem landfræðileg lega sveitarfélagsins væri með þeim hætti að uppbygging grunnþjónustu væri hagkvæm. Nefndi hann Hveragerði sérstaklega sem dæmi um sveitarfélag sem félli undir þennan ramma.
Athyglisvert innlegg hjá Róberti!
-----------------------------
Skipulags- og bygginganefnd Hveragerðisbæjar fundar stíft þessa dagana en á þriðjudag var fundur í nefndinni. Meðal annars var fjallað um umsagnir sem borist hafa frá umsagnaraðilum varðandi aðalskipulag Hveragerðis. Nánar verður fjallað um þær og aðalskipulagið í heild sinni á sérstökum vinnufundi bæjarstjórnar og nefndarinnar. Fjölda erinda var með sama hætti vísað til þessa vinnufundar sem halda á mánudaginn 26. september.
Ekkert lát er á framkvæmdagleðinni og fjöldi byggingaleyfa var gefinn út á fundinum. Það er gaman að sjá hve veglega fólk byggir og hversu mjög húsin hafa stækkað síðustu ár. Eina vandamálið fer að verða hvar koma á sólpallinum fyrir þegar húsin fylla svo til alveg útí lóðina !
Rætt var um gangbrautir/hraðahindranir yfir Breiðumörk til að auðvelda aðgengi að verslunarmiðstöðinni. Var ítrekað að vinnu við það skipulag þyrfti að hraða eins og hægt er.
-----------------------------
Hjálparsveit skáta í Hveragerði hélt uppá 30 ára starfsafmæli sveitarinnar með veglegum hætti síðastliðinn laugardag. Það var gaman að heyra sögur frá starfi sveitarinnar, skoða myndir og búnað sem þeim tilheyrir. Skemmtu viðstaddir sér hið besta og ekki spilltu glæsilegar veitingar fyrir.
Það er fyllsta ástæða til að óska fyrrverandi og núverandi hjálparsveitarmönnum til hamingju með þennan áfanga. Það er ekki ósjaldan sem sveitin hefur bjargað bæði Hvergerðingum og öðrum úr háska -- fyrir nú utan það að sjá um flottustu flugeldasýningu landsins á Blómstrandi dögum !
---------------------------------
Skrapp með strákana í bíó á laugardaginn. Sáum "Charlie and the chocolate factory". Stórskemmtileg mynd með heilmiklu uppeldislegu ívafi sem skilaði sér beint í æð.
Vel hægt að mæla með henni þessari.
-------------------------------
Comments:
Skrifa ummæli