<$BlogRSDUrl$>

14. september 2005

Sameiningarmál og frábært tilboð !!

Mikil fundahöld hafa einkennt síðustu daga. Ekkert lát er á því annað kvöld er fundur í Ölfusinu um sameininguna sem mikilvægt er að enginn missi af !

Í kvöld, miðvikudag, var kynningarfundur hér í Hveragerði vegna sameiningar sveitarfélaganna í Ölfusi og Flóa.
Nefndarmenn mættu vel enda er lögð rík áhersla á það að ávallt mæti fulltrúi frá hverju sveitarfélagi.
Á fundinn mættu um 50 manns sem er með betri mætingu í fundarröðinni. Fjölmargir tóku til máls og kynntu sjónarmið sín eða komu með fyrirspurnir til nefndarmanna.
Í fyrsta skipti kom beinskeitt spurning til allra um persónulega afstöðu nefndarmanna þannig að nú er nokkuð ljóst hvernig línur liggja í nefndinni.
Ég var fundarstjóri á fundinum en slapp nú ekki við umræðurnar þrátt fyrir það. Enda svo sem í lagi að fara ekki alveg eftir bókinni í þessu tilfelli því of freistandi var að taka þátt í umræðunum og til þess ætlast.
Áberandi var að fundarmenn voru ekki spenntir fyrir sameiningu. Fannst tillagan of stór, ekki tímabær eða einfaldlega ekki rétt. En það ber að hafa í huga að 50 manns er ekki stór hópur og spurning hvort þeir sem heima sitja séu annað hvort hlynntir eða einfaldlega sama, en það viðhorf heyrist alltof oft.

Íbúar á svæðinu verða að kynna sér málið vandlega frá báðum hliðum áður en afstaða er tekin í jafn afdrifaríkum kosningum sem þessum. Síðan er það aldrei of oft ítrekað að fólk verður að mæta á kjörstað. Það er til lítils að búa við lýðræði ef við nýtum ekki rétt okkar til að kjósa.

Bæjarráðsfundur var haldinn í morgun, miðvikudag.
Þar bar það helst til tíðinda að eitt tilboð barst í lóðina Austurmörk 24, Tívolí lóðina. Hljóðaði það uppá 50 milljónir króna, langt umfram þær væntingar sem bæjarstjórnarmenn höfðu gert sér. Það er fyrirtækið Ármenn á Selfossi sem er tilboðsgjafi en Ármenn er í eigu Guðmundar Sigurðssona og sonar hans Sigurðar Fannars Guðmundssonar. Er ætlun þeirra feðga að byggja á lóðinni, og aðliggjandi lóð íbúðir fyrir 55 ára og eldri með þjónusturými á neðstu hæð. Að öllu líkindum verður um rúmlega hundrað íbúðir að ræða. Eru þetta mjög metnaðarfullar hugmyndir sem nú fara í frekari vinnslu hjá lóðarhöfum og bæjaryfirvöldum.
Á sama fundi var bæjarstjóra falið að ræða við eigendur Stoðverks en ákveðin mál standa enn útaf borðinu varðandi þeirra aðkomu að Tívolílóðinni.

Þriðjudagurinn fór að mestu í fundi með erlendum birgjum og ýmis konar undirbúning fyrir bæjarráðs fund.
Seinnipartinn hittist MA oktettinn, sem svo er kallaður, hjá Brynju að Bakkastöðum í Grafarvogi. Skemmtum okkur vel í góðum félagsskap, yfir frábærum veitingum, fram eftir kvöldi.

Á mánudag var reglubundinn fundur í skólanefnd Grunnskólans í Hveragerði. Þar komu meðal annars fram athyglisverðar upplýsingar varðandi nemendafjölda en nemendur skólans eru nú rétt tæplega 400 og þar með örlítið færri en síðasta skólaár. Skýtur þetta nokkuð skökku við í ljósi mikillar íbúafjölgunar undanfarna mánuði. En skýtur þó enn frekari stoðum undir kenningu Haraldar Sigurðssonar, mannfjöldasérfræðings, sem kynnti spár varðandi íbúaþróun í vinnu við undirbúning nýs aðalskipulags í sumar. Haraldur hafði þá trú að grunnskólinn myndi ekki stækka í línulegri samsvörun við íbúafjölgun þar sem aldursskipting íbúanna væri með þeim hætti hér í bæ. Þessi hæga fjölgun í skólanum gefur okkur núna gullin tækifæri til að vinna heimavinnuna okkar betur og huga að þeim sérgreinastofum sem bráðliggur á að byggja. Það er ljóst að verkmenntastofurnar eru allsendis ófullnægjandi og verður það því klárlega verk nýrrar bæjarstjórnar að koma þeim málum í gott horf.

Á mánudagskvöld var fundur vegna sameiningar sveitarfélaganna í Ölfusi og Flóa í Þjórsárveri. Fundir vegna sameiningarinnar eru nú haldnir vítt og breitt um héraðið og mætir sameiningarnefndin eftir mætti á þessa fundi. Vel var mætt frá nefndinni á fundinn i Villingaholtshreppi enda varð fundurinn hinn skemmtilegasti. Vel var tekist á með og á móti og sitt sýndist hverjum eins og verða vill í jafn umdeildu máli.

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

  • Um Aldísi ...
  • Ræður og greinar ...
  • Aftur á forsíðu...
  • Tenglar
  • Mjúkhýsi í Hveragerði ?
  • Síða Sjálfstæðisflokksins
  • Sjálfstæðismenn í Hveragerði
  • Sjálfstæðiskonur
  • Sjálfstæðismenn í Suður.
  • Gagnagátt Sambandsins
  • Besti ísinn!
  • Morgunblaðið á netinu
  • Vísir.is
  • DFS - Fréttasíða Dagskrárinnar
  • Fleiri Sunnlenskar fréttir
  • Mælingar á loftgæðum í Hveragerði
  • Hveragerði
  • Heimasíður fyrirtækja í Hveragerði
  • Grunnskólinn í­ Hveragerði
  • Íþróttafélagið Hamar
  • Veðurspá fyrir Hveragerði
  • Fjölbrautaskóli Suðurlands
  • Gagnasöfn Hvar.is
  • Besti bloggarinn ! ! !
  • Vefbanki Valla...
  • SASS
  • Myndir Bjössa á Bláfelli
  • Nátturan.is
  • Orðaþýðingar - frábær síða
  • Færð og veður á SV-landi
  • Leitarvélin
  • Sí­maskráin
  • Ýmsar myndir
  • Myndasíða
  • Úr reisubókinni
  • Flórída janúar 2017
  • Litháen, Armenia og Karabakh 2015
  • Serbí­a og Svartfjallaland 2005
  • Istanbul í­ Tyrklandi 2005
  • Búkarest í Rúmení­u 2006
  • Ítalía 2007
  • Svartfjallaland 2008
  • Danmörk 2010
  • Heimsreisa Laufeyjar og Elvars 2011-2012
  • Hefur þú skoðun?
  • Hafðu samband!
    Eldri færslur
  • 1.1.2004 - 1.2.2004
  • 1.2.2004 - 1.3.2004
  • 1.3.2004 - 1.4.2004
  • 1.5.2004 - 1.6.2004
  • 1.6.2004 - 1.7.2004
  • 1.7.2004 - 1.8.2004
  • 1.8.2004 - 1.9.2004
  • 1.9.2004 - 1.10.2004
  • 1.10.2004 - 1.11.2004
  • 1.11.2004 - 1.12.2004
  • 1.12.2004 - 1.1.2005
  • 1.1.2005 - 1.2.2005
  • 1.3.2005 - 1.4.2005
  • 1.4.2005 - 1.5.2005
  • 1.5.2005 - 1.6.2005
  • 1.6.2005 - 1.7.2005
  • 1.7.2005 - 1.8.2005
  • 1.8.2005 - 1.9.2005
  • 1.9.2005 - 1.10.2005
  • 1.10.2005 - 1.11.2005
  • 1.11.2005 - 1.12.2005
  • 1.12.2005 - 1.1.2006
  • 1.1.2006 - 1.2.2006
  • 1.2.2006 - 1.3.2006
  • 1.3.2006 - 1.4.2006
  • 1.4.2006 - 1.5.2006
  • 1.5.2006 - 1.6.2006
  • 1.6.2006 - 1.7.2006
  • 1.7.2006 - 1.8.2006
  • 1.8.2006 - 1.9.2006
  • 1.9.2006 - 1.10.2006
  • 1.10.2006 - 1.11.2006
  • 1.11.2006 - 1.12.2006
  • 1.12.2006 - 1.1.2007
  • 1.1.2007 - 1.2.2007
  • 1.2.2007 - 1.3.2007
  • 1.3.2007 - 1.4.2007
  • 1.4.2007 - 1.5.2007
  • 1.5.2007 - 1.6.2007
  • 1.6.2007 - 1.7.2007
  • 1.7.2007 - 1.8.2007
  • 1.8.2007 - 1.9.2007
  • 1.9.2007 - 1.10.2007
  • 1.10.2007 - 1.11.2007
  • 1.11.2007 - 1.12.2007
  • 1.12.2007 - 1.1.2008
  • 1.1.2008 - 1.2.2008
  • 1.2.2008 - 1.3.2008
  • 1.3.2008 - 1.4.2008
  • 1.4.2008 - 1.5.2008
  • 1.5.2008 - 1.6.2008
  • 1.6.2008 - 1.7.2008
  • 1.7.2008 - 1.8.2008
  • 1.8.2008 - 1.9.2008
  • 1.9.2008 - 1.10.2008
  • 1.10.2008 - 1.11.2008
  • 1.11.2008 - 1.12.2008
  • 1.12.2008 - 1.1.2009
  • 1.1.2009 - 1.2.2009
  • 1.2.2009 - 1.3.2009
  • 1.3.2009 - 1.4.2009
  • 1.4.2009 - 1.5.2009
  • 1.5.2009 - 1.6.2009
  • 1.6.2009 - 1.7.2009
  • 1.7.2009 - 1.8.2009
  • 1.8.2009 - 1.9.2009
  • 1.9.2009 - 1.10.2009
  • 1.10.2009 - 1.11.2009
  • 1.11.2009 - 1.12.2009
  • 1.12.2009 - 1.1.2010
  • 1.1.2010 - 1.2.2010
  • 1.2.2010 - 1.3.2010
  • 1.3.2010 - 1.4.2010
  • 1.4.2010 - 1.5.2010
  • 1.5.2010 - 1.6.2010
  • 1.6.2010 - 1.7.2010
  • 1.7.2010 - 1.8.2010
  • 1.8.2010 - 1.9.2010
  • 1.9.2010 - 1.10.2010
  • 1.10.2010 - 1.11.2010
  • 1.11.2010 - 1.12.2010
  • 1.12.2010 - 1.1.2011
  • 1.1.2011 - 1.2.2011
  • 1.2.2011 - 1.3.2011
  • 1.3.2011 - 1.4.2011
  • 1.4.2011 - 1.5.2011
  • 1.5.2011 - 1.6.2011
  • 1.6.2011 - 1.7.2011
  • 1.7.2011 - 1.8.2011
  • 1.8.2011 - 1.9.2011
  • 1.9.2011 - 1.10.2011
  • 1.10.2011 - 1.11.2011
  • 1.11.2011 - 1.12.2011
  • 1.12.2011 - 1.1.2012
  • 1.1.2012 - 1.2.2012
  • 1.2.2012 - 1.3.2012
  • 1.3.2012 - 1.4.2012
  • 1.4.2012 - 1.5.2012
  • 1.5.2012 - 1.6.2012
  • 1.6.2012 - 1.7.2012
  • 1.7.2012 - 1.8.2012
  • 1.8.2012 - 1.9.2012
  • 1.9.2012 - 1.10.2012
  • 1.10.2012 - 1.11.2012
  • 1.11.2012 - 1.12.2012
  • 1.12.2012 - 1.1.2013
  • 1.1.2013 - 1.2.2013
  • 1.2.2013 - 1.3.2013
  • 1.3.2013 - 1.4.2013
  • 1.4.2013 - 1.5.2013
  • 1.5.2013 - 1.6.2013
  • 1.6.2013 - 1.7.2013
  • 1.7.2013 - 1.8.2013
  • 1.8.2013 - 1.9.2013
  • 1.9.2013 - 1.10.2013
  • 1.10.2013 - 1.11.2013
  • 1.11.2013 - 1.12.2013
  • 1.12.2013 - 1.1.2014
  • 1.1.2014 - 1.2.2014
  • 1.2.2014 - 1.3.2014
  • 1.3.2014 - 1.4.2014
  • 1.4.2014 - 1.5.2014
  • 1.5.2014 - 1.6.2014
  • 1.8.2014 - 1.9.2014
  • 1.9.2014 - 1.10.2014
  • 1.10.2014 - 1.11.2014
  • 1.11.2014 - 1.12.2014
  • 1.12.2014 - 1.1.2015
  • 1.1.2015 - 1.2.2015
  • 1.2.2015 - 1.3.2015
  • 1.3.2015 - 1.4.2015
  • 1.4.2015 - 1.5.2015
  • 1.6.2015 - 1.7.2015
  • 1.7.2015 - 1.8.2015
  • 1.8.2015 - 1.9.2015
  • 1.9.2015 - 1.10.2015
  • 1.10.2015 - 1.11.2015
  • 1.11.2015 - 1.12.2015
  • 1.12.2015 - 1.1.2016
  • 1.1.2016 - 1.2.2016
  • 1.2.2016 - 1.3.2016
  • 1.3.2016 - 1.4.2016
  • 1.4.2016 - 1.5.2016
  • 1.5.2016 - 1.6.2016
  • 1.6.2016 - 1.7.2016
  • 1.7.2016 - 1.8.2016
  • 1.8.2016 - 1.9.2016
  • 1.9.2016 - 1.10.2016
  • 1.10.2016 - 1.11.2016
  • 1.11.2016 - 1.12.2016
  • 1.12.2016 - 1.1.2017
  • 1.1.2017 - 1.2.2017
  • 1.2.2017 - 1.3.2017
  • 1.3.2017 - 1.4.2017
  • 1.5.2017 - 1.6.2017
  • 1.6.2017 - 1.7.2017
  • 1.8.2017 - 1.9.2017
  • 1.9.2017 - 1.10.2017
  • 1.10.2017 - 1.11.2017
  • 1.11.2017 - 1.12.2017
  • 1.12.2017 - 1.1.2018
  • 1.1.2018 - 1.2.2018
  • 1.2.2018 - 1.3.2018
  • 1.3.2018 - 1.4.2018
  • 1.4.2018 - 1.5.2018
  • 1.5.2018 - 1.6.2018
  • 1.8.2018 - 1.9.2018
  • 1.11.2018 - 1.12.2018
  • 1.4.2021 - 1.5.2021
  • 1.5.2021 - 1.6.2021
  • 1.6.2021 - 1.7.2021
  • 1.7.2021 - 1.8.2021
  • Free Guestbook from Bravenet Free Guestbook from Bravenet