18. september 2005
Réttarferð og Reykjanesbær
Á laugardeginum kíktum við á fé og fólk í Skeiðaréttum. Á réttarhátíðinni í Tungnaréttum var aftur á móti ekkert fé en fullt af fólki. Þar fór fram hrossauppboð með miklum tilþrifum og skemmtu viðstaddir sér hið besta. Kjötsúpa var hjá Gunnu í Gýgjarhólskoti að loknum "réttum" en síðan var gestum sigað upp um fjöll og firnindi í skrambi erfiðum ratleik...
Réttarballið í Aratungu stóð algjörlega undir væntingum. Hilmar Örn, organisti og kórstjóri í Skálholti, sá ásamt félögum um tónlistina á ballinu og stóð hann Geirmundi síst að baki. Geirmundur hefur annars verið með þetta ball í áskrift mörg undanfarin ár.
Komið var langt fram á sunnudag þegar loksins var haldið heim úr velheppnaðri réttarferð.
Hélt til Reykjanesbæjar um leið og komið var heim í dag en þar hittust Sjálfstæðiskonur í Suðurkjördæmi í boði Bjarkar Guðjónsdóttur, bæjarfulltrúa. Heimsóttum Kaffitár sem er afskaplega skemmtilegt fyrirtæki í eigu Aðalheiðar Héðinsdóttur. Síðan var farið í Duus hús, kíkt á sýningarnar sem þar eru og farið yfir málefni sem efst eru á baugi í kjördæminu. Næsti viðkomustaður var Sandgerði þar sem Fræðasetrið var heimsótt. Sigurður Valur Ásbjörnsson, formaður kjördæmisráðs, tók síðan á móti hópnum í húsnæði Lions klúbbsins, Efra-Sandgerði. Þetta er í þriðja sinn sem þessi hópur hittist og stillir saman strengi. Eru þessar heimsóknir bæði skemmtilegar og gagnlegar og munu án vafa verða til þess að Sjálfstæðiskonur innan þessa nýja og stóra kjördæmis ná betra sambandi sín á milli en ella hefði orðið.
Á laugardeginum kíktum við á fé og fólk í Skeiðaréttum. Á réttarhátíðinni í Tungnaréttum var aftur á móti ekkert fé en fullt af fólki. Þar fór fram hrossauppboð með miklum tilþrifum og skemmtu viðstaddir sér hið besta. Kjötsúpa var hjá Gunnu í Gýgjarhólskoti að loknum "réttum" en síðan var gestum sigað upp um fjöll og firnindi í skrambi erfiðum ratleik...
Réttarballið í Aratungu stóð algjörlega undir væntingum. Hilmar Örn, organisti og kórstjóri í Skálholti, sá ásamt félögum um tónlistina á ballinu og stóð hann Geirmundi síst að baki. Geirmundur hefur annars verið með þetta ball í áskrift mörg undanfarin ár.
Komið var langt fram á sunnudag þegar loksins var haldið heim úr velheppnaðri réttarferð.
Hélt til Reykjanesbæjar um leið og komið var heim í dag en þar hittust Sjálfstæðiskonur í Suðurkjördæmi í boði Bjarkar Guðjónsdóttur, bæjarfulltrúa. Heimsóttum Kaffitár sem er afskaplega skemmtilegt fyrirtæki í eigu Aðalheiðar Héðinsdóttur. Síðan var farið í Duus hús, kíkt á sýningarnar sem þar eru og farið yfir málefni sem efst eru á baugi í kjördæminu. Næsti viðkomustaður var Sandgerði þar sem Fræðasetrið var heimsótt. Sigurður Valur Ásbjörnsson, formaður kjördæmisráðs, tók síðan á móti hópnum í húsnæði Lions klúbbsins, Efra-Sandgerði. Þetta er í þriðja sinn sem þessi hópur hittist og stillir saman strengi. Eru þessar heimsóknir bæði skemmtilegar og gagnlegar og munu án vafa verða til þess að Sjálfstæðiskonur innan þessa nýja og stóra kjördæmis ná betra sambandi sín á milli en ella hefði orðið.
Comments:
Skrifa ummæli