29. september 2005
Borgarafundur um aðalskipulag
Í kvöld var haldinn borgarafundur um skipulagsbreytingar við Hamarinn.
Um 50 manns mætti á fundinn sem varla getur talist góð mæting í ljósi þess að um 150 manns skrifaði undir undirskriftalista gegn byggingum á þessu svæði fyrir fáeinum vikum síðan. Þrátt fyrir þetta var fundurinn hinn fjörugasti og fundargestir lágu ekki á skoðunum sínum varðandi þær hugmyndir sem uppi eru. Lýst var eftir stefnumótun um framtíðaruppbyggingu íþróttasvæða og má það til sanns vegar færa. Ekki er í aðalskipulaginu tekin afstaða til þess hvar framtíðarkeppnisvöllur verður byggður upp og heldur ekki hvar nýtt íþróttahús mun rísa.
Mikilvægast er að ekki verði lokað á möguleika í þessu sambandi með því að byggja á hverjum einasta bletti innan bæjarmarkanna heldur hafa ákveðin svæði frátekin til síðari nota.
Athyglisvert var að heyra rök forseta bæjarstjórnar fyrir því hvers vegna hætt var við byggð ofan við Laufskóga. Rökin voru þau að fram kom undirskriftalisti með 150 nöfnum og á slíku myndi meirihlutinn ávallt taka mark á. Einn fundargesta var þá snöggur til og sagðist myndu safna 170 undirskriftum gegn byggingum á Ullarþvottastöðvarlóðinni og þá gæti bæjarstjórn ekki hundsað það sjónarmið. Nú er spurning hvort við fáum yfir okkur flóð undirskriftalista um hin ýmsu málefni sem umdeilanleg eru !
Í kvöld var haldinn borgarafundur um skipulagsbreytingar við Hamarinn.
Um 50 manns mætti á fundinn sem varla getur talist góð mæting í ljósi þess að um 150 manns skrifaði undir undirskriftalista gegn byggingum á þessu svæði fyrir fáeinum vikum síðan. Þrátt fyrir þetta var fundurinn hinn fjörugasti og fundargestir lágu ekki á skoðunum sínum varðandi þær hugmyndir sem uppi eru. Lýst var eftir stefnumótun um framtíðaruppbyggingu íþróttasvæða og má það til sanns vegar færa. Ekki er í aðalskipulaginu tekin afstaða til þess hvar framtíðarkeppnisvöllur verður byggður upp og heldur ekki hvar nýtt íþróttahús mun rísa.
Mikilvægast er að ekki verði lokað á möguleika í þessu sambandi með því að byggja á hverjum einasta bletti innan bæjarmarkanna heldur hafa ákveðin svæði frátekin til síðari nota.
Athyglisvert var að heyra rök forseta bæjarstjórnar fyrir því hvers vegna hætt var við byggð ofan við Laufskóga. Rökin voru þau að fram kom undirskriftalisti með 150 nöfnum og á slíku myndi meirihlutinn ávallt taka mark á. Einn fundargesta var þá snöggur til og sagðist myndu safna 170 undirskriftum gegn byggingum á Ullarþvottastöðvarlóðinni og þá gæti bæjarstjórn ekki hundsað það sjónarmið. Nú er spurning hvort við fáum yfir okkur flóð undirskriftalista um hin ýmsu málefni sem umdeilanleg eru !
Comments:
Skrifa ummæli