5. september 2005
Bæjarráð
Fundur var í bæjarráði í morgun. Fundarboðið var svo þunnt að ég ætlaði varla að finna það fyrir fundinn! Veit ekki hvað er í gangi en í sumar hafa bæjarráðsfundir verið einstaklega stuttir og málin fá. Í morgun var fjallað um kattahald, starfsmannamál, nefndaskipan og jú, reyndar um kostnaðarþátttöku bæjarins í tónlistarnámi ungrar stúlku sem stundar nám í Reykjavík. Ég hef þá skoðun að þegar ungmennin okkar sýna jafn mikla hæfileika og jafn mikinn áhuga eins og í þessu tilfelli þá eigum við að styðja við nám þeirra með myndarlegum hætti. Það þarf mikla elju til að sækja nám oft í viku, árum saman, til Reykjavíkur og bera foreldrar af náminu mikinn kostnað. Því var ákveðið í bæjarráði að koma að mestu leyti til móts við óskir um greiðslu skólakostnaðar.
Fundur var í bæjarráði í morgun. Fundarboðið var svo þunnt að ég ætlaði varla að finna það fyrir fundinn! Veit ekki hvað er í gangi en í sumar hafa bæjarráðsfundir verið einstaklega stuttir og málin fá. Í morgun var fjallað um kattahald, starfsmannamál, nefndaskipan og jú, reyndar um kostnaðarþátttöku bæjarins í tónlistarnámi ungrar stúlku sem stundar nám í Reykjavík. Ég hef þá skoðun að þegar ungmennin okkar sýna jafn mikla hæfileika og jafn mikinn áhuga eins og í þessu tilfelli þá eigum við að styðja við nám þeirra með myndarlegum hætti. Það þarf mikla elju til að sækja nám oft í viku, árum saman, til Reykjavíkur og bera foreldrar af náminu mikinn kostnað. Því var ákveðið í bæjarráði að koma að mestu leyti til móts við óskir um greiðslu skólakostnaðar.
Comments:
Skrifa ummæli