30. september 2005
Afmæliskaffi, vöruþróun og Reykjavík !
Síðasta föstudag í mánuði er afmæliskaffi hér í Kjörís, þá mæta allir starfsmenn á kaffistofuna og njóta frábærra veitinga sem Elín Jóhanns töfrar fram af sinni víðrómuðu snilld. Í dag fékk hún liðsauka því Bíbí bakaði vöfflur ofaní mannskapinn sem vel voru þegnar.
Strax að loknu afmæliskaffinu tók við vöruþróunarfundur. Þá fundi reynum við að hafa hálfsmánaðarlega og jafnvel oftar þegar mikið liggur við. Það er reyndar afskaplega óheppilegt að halda þessa fundi eftir afmæliskaffið því í dag þurftum við að smakka um 9 tegundir af okkar tilraunaís og tvær tegundir af frostpinnum. Margar virkilega góðar hugmyndir eru í gangi sem vonandi eiga eftir að rata á borð landsmanna eftir nokkra mánuði. Svo má reyndar ekki gleyma að nefna það að líka voru smakkaðar þrjár tegundir af ís sem aðalsamkeppnisaðilinn var að setja á markað. Það er nauðsynlegt til að vita hvað er í gangi og hvaða þróun er í ísframleiðslunni hjá öðrum. Við smökkum yfirleitt mikið af ís jafnt okkar eigin semog frá öðrum jafnt innlendum sem erlendum framleiðendum. 14 tegundir á einum fundi er reyndar alveg á mörkum hins gerlega og klárlega ekki í takt við líkamsræktarátakið sem annars er í gangi :-)
------------------------
Í kvöld fór saumaklúbburinn í reisu til Reykjavíkur. Byrjuðum í keilu, fórum út að borða og litum síðan á kráarmenninguna í miðbænum. Orðið bálhvasst og afskaplega kuldalegt þegar við keyrðum austur yfir Heiðina í nótt. Furðulegt reyndar að ekki skuli verða stórslys á Heiðinni þessa dagana þar sem vegurinn er á löngum köflum undinn og snúinn vegna vegaframkvæmda. Sem betur fer sér nú fyrir endann á framkvæmdunum en það verður gaman að sjá hvernig nýji vegarkaflinn kemur út í samanburði við það sem fyrir er.
Síðasta föstudag í mánuði er afmæliskaffi hér í Kjörís, þá mæta allir starfsmenn á kaffistofuna og njóta frábærra veitinga sem Elín Jóhanns töfrar fram af sinni víðrómuðu snilld. Í dag fékk hún liðsauka því Bíbí bakaði vöfflur ofaní mannskapinn sem vel voru þegnar.
Strax að loknu afmæliskaffinu tók við vöruþróunarfundur. Þá fundi reynum við að hafa hálfsmánaðarlega og jafnvel oftar þegar mikið liggur við. Það er reyndar afskaplega óheppilegt að halda þessa fundi eftir afmæliskaffið því í dag þurftum við að smakka um 9 tegundir af okkar tilraunaís og tvær tegundir af frostpinnum. Margar virkilega góðar hugmyndir eru í gangi sem vonandi eiga eftir að rata á borð landsmanna eftir nokkra mánuði. Svo má reyndar ekki gleyma að nefna það að líka voru smakkaðar þrjár tegundir af ís sem aðalsamkeppnisaðilinn var að setja á markað. Það er nauðsynlegt til að vita hvað er í gangi og hvaða þróun er í ísframleiðslunni hjá öðrum. Við smökkum yfirleitt mikið af ís jafnt okkar eigin semog frá öðrum jafnt innlendum sem erlendum framleiðendum. 14 tegundir á einum fundi er reyndar alveg á mörkum hins gerlega og klárlega ekki í takt við líkamsræktarátakið sem annars er í gangi :-)
------------------------
Í kvöld fór saumaklúbburinn í reisu til Reykjavíkur. Byrjuðum í keilu, fórum út að borða og litum síðan á kráarmenninguna í miðbænum. Orðið bálhvasst og afskaplega kuldalegt þegar við keyrðum austur yfir Heiðina í nótt. Furðulegt reyndar að ekki skuli verða stórslys á Heiðinni þessa dagana þar sem vegurinn er á löngum köflum undinn og snúinn vegna vegaframkvæmda. Sem betur fer sér nú fyrir endann á framkvæmdunum en það verður gaman að sjá hvernig nýji vegarkaflinn kemur út í samanburði við það sem fyrir er.
Comments:
Skrifa ummæli